Feykir


Feykir - 27.10.2004, Side 3

Feykir - 27.10.2004, Side 3
37/2004 Feykir 3 Pistill eftir Önnu Dóru Antonsdóttur Skatastaðavirkjun líka Hitti á dögunum ungan Skagfiröing á förnum vegi. Við tókum tal saman um lífið og tilveruna, staðinn, stundina, heimahagana og talið barst óhjákvæmilega að Vötnunum. Hvaða Skagfirðing hittir þú yfirleitt, á heimaslóð eða fjarri heimkynnum, sem ekki talar um Vötnin. Hvernig er veiðin? Er lágt eða hátt í? Eru vötnin komin á, eru þau komin af? Hvernig er liturinn? Syngur hátt í þeim í dag? Vötnin eru Skagafjörður. -En ef þeir fiflast til að stífla, hvað verður þá um Eylendið? sagði ungi maðurinn og fannst hann komast vel að orði. Mér fannst það líka og varð hugsi, ef þeir fíflast til að stífla. Hvað gerist þá? Samkvæmt okkar laga- bálkum ber að láta fara fram umhverfismat um þýðingu þess að spilla náttúrunni? Við vitum þess nýleg dæmi að einn ráðherra getur umsnúið mati umhverfisstofiiunar sér í hag. Og það er ekki endilega hagur náttúrunnar eða umhverfisins. Ekki endilega. En ffiðun Austara-eylend- isins í Skagafirði er á borði umhvefisráðherra. Friðun þýðir væntanlega að ekki er hægt að fara í stórvirkjanir á svæðinu. Ekki er hægt að friða með annarri hendi og spilla með hinni. Friðun merkir ekki takmörkun á eignarrétti held- ur, að ekki má lengur eyði- leggja, í þessu tilfelli votlendið meðfram Héraðsvötnum og líffíkið sem þar dafiiar. Ekki má taka þá áhættu að ósasvæðunum verði stefnt í voða og þar með líffíki sjávar á Skagafirðinum. Friðun er í mínum huga þetta. Það má sem sagt ekki eyðileggja Vötnin. Hvers verður minnst frá aldamótum 2000 á íslandi effir 50 ár, eða 100 ár? Munu menn velta fyrir sér fjölmiðlafárinu sem skall á sumarið 2004? Nei, varla nema þá nokkrir ryk- fallnir sagnfræðingar. En verð- ur munað eftir Kárahnjúkum og Skatastöðum í Skagafirði? Já, því að þar verða bauta- steinar um skammsýni og heimsku mannanna. Ef ekki verður af heimskunni látið. Er svo heimskulegt að vilja græða, spyr einhver. Það eru meginrök ráðamanna að hagn- aðurinn sé svo mikill, ísland verði svo ríkt. Jæja, fyrir þrem- ur árum setti undirrituð fram tölur frá árinu 1999, fengnar úr Mbl.-grein eftir Magnús Thoroddsen. Þær tölur hefur enginn véfengt og verða þær dregnar hér fram að nýju. Stóriðjan notaði 63,5 % raforkuframleiðslunnar þá og greiddi kr. 0,90 á kílówattstund en aðrir notuðu 35,5 % heild- arorkunnar og greiddu kr. 5,15 fyrir kílówattstundina (Mbl. 24. júlí 2001). Enda er það svo að fáir sjá þennan rnikla gróða sem sífellt er talað um. Hefur Landsvirkjun til dæmis greitt niður erlendar skuldir okkar eins og Norðmenn létu olíuna gera. Nei, þvert á móti, Landsvirkjun safnar erlendum skuldum sem ákafast. Lands- virkjun er sem sagt ekki rekin með hagnaði sem skilar sér í ríkiskassann, okkur skattgreið- endum til góða. Ekki einu sinni eldri virkjanirnar sem ættu að vera afskrifaðar og mala gull, afrakstur þeirra fer í hítina. í Feyki 28. apríl s.l. er vitnað í orð Þórólfs Gíslasonar kaupfélagsstjóra á Sauðárkróki þar sem hann ræðir virkjanir við Villinganes og Skatastaði og segir m.a.: „Auk þess sem virkjun myndi lækka orkukostnað til almennings í landinu." Hér með er lýst eftir þeim sem séð hefur lækkandi orkureikninga í kjölfar stór- virkjana. Stórvirkjun á borð við Skatastaðvirkjun kallar að sjálfsögðu á álver. Það er svo sjálfsagt að ráðamönnum finnst varla lengur taka þvf að segja þetta upphátt. Og iðnaðarráðherra talar við Skagfirðinga eins og lítil börn: -Ykkur var nær, þið hefðuð átt að sýna álveri meiri áhuga. Það er þetta með áhugann á álverum, rafskautaverksmiðj- um og annarri stóriðju, hann fer þverrandi. Við getum ekki haft áhuga á ferðamennsku og auglýst Island sem ferða- mannaparadís og á sama tíma eyðilagt hveija náttúruperluna á fætur annarri. Héraðsvötn eru náttúruperla. Stundum, nú síðast í nýlegum umræðu um lýðræðið á ráðstefnu Hí og Mbl., hefur komið fram sú kenning að stjórnmálamenn séu innilokuð stétt. Þeir sitji í sínum ranni, sínum Babelsturni yfir sínum áhugamálum og heyri alls ekki hvað fólkið segir. Heyri ekki þá umræðu sem fram fer í kringum þá, einangrunin er svo pottþétt. Getur þetta verið tilfellið? Andstaða við stór- virkjanir og meiri stóriðju fer vaxandi, fáir ef nokkur vill álver í hvern fjörð á íslandi en valdamenn grúfa sig bara betur yfir sitt og keyra málin áffarn. Hið alvarlega í umræðunni um virkjunarmál í Skagafirði er þetta: Villinganesvirkjun er þegar búin að fara í gegnum umhverfismat. Ef Villinganes fer inn á skipulag Skagafjarðar þá er leiðin greið, Rarik og co. getur komið daginn eftir og byrjað að sprengja. Skata- staðavirkjun á lengra í land en kvörnin malar. Ég skora á fólk að hugsa þessi mál og hugsa upphátt. Hugsa t.d. um hvort það vill uppistöðulón í Bugum, álver við Kolkuós, Austurdal með tveimur stöðvarhúsum svo eitthvað sé nefnt. Ég sendi boltann til Valgeirs Kárasonar á Sauðárkróki og skora á hann að láta í sér heyra og koma fram með sín sjónarmið í þessu máli. Anna Dóra Antonsdóttir Höfundur er kennari og rithöfundur í Reykjavík ÍJBS^u Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki Stml: <55 4000 - Símbréf: <t55 4010-pó»thólf:20 Frá Heilbrigiisstolnuninni Sérfræiikomur í nóvember Viko Nofn sérfræðings 45 Fdvard Kiernan 46 Haraldur Haultsson 41 SigurSur Albertsson 48 49 Anna Helgadóttir 50 Bjarki Karlsson TÍMAPAHTAHIK Í SÍMA 455 4022 Sérgrein (kvensjúkdómalæknirl (æia- og alm. skurdlæknirl (alm skurðlæknir) (þ vagfæralæknir) (kvensjúkdómalæknir) (bæklunarlæknir) Könnmin Hvernig endist meirihluta- samstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks í Sveitarfélaginu Skagafirði? Það endist allt til loka kjörtímabilisinsl (41.7%) Það springur á næstu dögum! (36.3%) Það eru nokkrir mánuðir í meirihlutanum enn - nýr meiri- hluti verður þó tekinn við með vorinu! (22.1%) Hægt er að taka þátt I könnunum sem birtast i Feyki með þvi að fara inn á heimasiðuna Skagafjörður.com og kjósa þar. Æskilegt er að hver aðili kjósi aðeins einu sinni en itrekað skal að könnunin er meira til gamans og taka skal niðurstöðurnar með nokkrum fyrirvara. I^ofar Hvenær opnar skíða- svæðið í Stólnum? Feykir hafði sambandi við Viggö Jónsson umsjónarmann skíðasvæðis í Tindastólnum og spurði hvort ekki ætti að opna skíðasvæðið á næst- unni, en nokkuð hefur snjóað síð- ustu daga. Viggó sagði enn þó nokkuð í að hægt verði að opna lyftuna enda rétt kominn þúfnafyllir af snjó. Skíðasvæðið var opnað í desember í fyrra og var síðast notað um Hvíta- sunnuhelgina þegar skíðalandsliðið æfði í Stólnum. Viggó sagðist ánægður með síðasta vetur, svæðið var opið 73 daga og á sjöunda þúsund gestir skiðuðu á svæðinu. Miðað við veðrið síðustu daga segir Viggó að skíðamenn geti farið aö undirbúa veturinn, skerpt á skíð- unum og borið á. Sölvi í Versló Verzlunarskóla Islands hcfur ráðið Króksarann Sölva Sveinsson, núverandi skólameistara Fjölbrauta- skólans við Ármúla, í starf skóla- stjóra Vl. Sölvi mun taka til starfa við skólann innan skamms og í fyrstu vinna nteð afmælisnefnd skólans sem nú er að hetja störf vegna 100 ára afmælis Vl á næsta ári. Skjárl á Hvammstanga Það styttist óðum í að sjónvarps- stöðin Skjár I komi til Hvamms- tanga. Hins og mörgum er kunnugt, hóf lítill áhugahópur söfnun fyrir sendum til að ná útsendingu Skjás eins. F.n þegar söfnuninni var rétt ólokið, keypti Síminn útsendingar- réttinn á Enska boltanum og Ijórðungshlut í fyrirtækinu. I fréttatilkynningu sem gefin var út nýlega, var gefið grænt Ijós á frekari dreifingu Skjás eins og verður Hvammstangi með í þcim át'anga. Heimild: forsvar.is

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.