Feykir


Feykir - 19.01.2005, Blaðsíða 1

Feykir - 19.01.2005, Blaðsíða 1
RAFVERKTAKAR - sérverslun með raftæki rafsjá hf Sæmundargötu 1 Sauðárkróki Umhleypingatíð - Spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi umhleypingumogþví vissara fyrir þá sémefu á faraldsfæti acI fylgjast vel með veðurspánni því fsmspUÍistfgódpessa dagana. GunnarBragi Sveinsson, oddviti framsóknarmanna Hljótum öll að vera meira og minna vanhæf Mikill hugur í mönnum varðandi uppbyggingu Hólaskóla Stefnt að 250 nemendum árið 2010 Stefnt er að því að nemendur Háskólans á Hólum verði um 250 talsins eftir fimm ár. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli, Skúla Skúlasonar, skólameist- ara á Hólum á fundi með Guðna Ágústssyni, land- búnaðarráðherra, á Kaffi Krók í síðustu viku. Fundur landbúnaðarráð- herra var í framhaldi af heirn- sókn hans að Hólum, þar sem ráðherra kynnti sér starfssemi skólans og ræddi við starfsfólk. Tæplega eitt hundrað manns sóttu fúndinn og var talsvert rætt um hina miklu uppbygg- ingu á Hólum undanfarin ár. Meðal annars kom fram að ein hugmyndin varðandi eflingu á námsffamboði er sumar- námskeið í reiðmennsku á íslenska hestinum, sem væri að minnsta kosti að stórum hluta miðað við erlenda gesti. „Ég er ósammála þess- um úrskurði því ég tel hann byggðan á ákveðn- um misskilningi," segir Gunnar Bragi Sveinsson, oddiviti framsóknar- manna í Skagafirði, að- spurður um hans við- brögð við úrskurði félagsmálaráðuneytisins um vanhæfi Bjarna Maronssonar. „Það sem er athygli- verðast að mínu mati er að ráðuneytið gerir engan greinarmun á samvinnufélagi, hluta- félagi eða einkahluta- félagi þó um gjörólíka aðila sé að ræða” segir Gunnar Bragi. “Einnig er afar lang-sótt að menn séu vanhæfir til að gera tillögur um aðalskipulag því þeir tengjast með óbeinum hætti einhver- jum sem kannski getur haft hagnað af einhverju í framtiðinni. Við hljótum því að vera meira og minna öll vanhæf í sveitar-stjórninni og í sveitarstjórnum almennt. Þegar vanhæfið er teygt svona langt þá hljóta að vakna spurningar um hæfi sveitarstjóra til að fjalla um málefni Árskóla þar sem maki hans er í stjórnunarstöðu og hæfi Bjarna Jónssonar til að fjalla um Villingarnesvirkjun þar sem hann samdi hluta af umhverfismati hennar. Þá hlýtur Gísli Gunnarsson að vera vanhæfur í málum teng- dum Glaumbæjarsafni, Löngumýri os.ffv. Við hljótum að skoða þetta. Hinu get ég ekki leynt að viðbrögð Ársæls og Gísla í síðsasta tölublaði Feykis voru með ólíkindum, hreint barna- leg. Sveitarstjórinn veitist að Bjarna og Kaupfélaginu í sjálfumglaðri sigurvímu svo manni verður ómótt, í raun opinberlega. Gísli segir úrskurðinn ekki koma sér á óvart, hvers vegna greiddi hann þá ekki atkvæði með vanhæfi á Bjarna fýrst hann hafði ekki manndóm i að styðja félaga sinn? Það er enginn maður sem ber jafnmikla ábyrgð á stjórn- un sveitarfélagins og Gísli Gunnarsson og m.v. vinnu- brögð og árangur ætti hann að vera búinn að segja af sér fyrir löngu. Ég skil ekki hvernig Sjálfstæðisflokkurinn getur liðið aðgerðaleysið og doðann sem einkennir stjórnun Gísla Gunnarssonar.” Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar Trúnaðarbrestur Bjarni Maronsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í meir- ihluta sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarð- ar segir í Feyki í dag að trúnaðarbresturhafi orðið á milli hans sveitarstjórans, Ársæls Guðmunds- sonar, sveitarstjórnarfulltrúa Vinstri grænna. Úrskurður félagsmála- ráðuneytisins um vanhæfi Bjarna varðandi Villinganes- virkjun er niðurstaða sem Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir hafa beðið eftir um nokkurt skeið. „Trúnaðarbrestur er orð- inn milli okkar Ársæls sveit- arstjóra og væri kröftum hans betur varið i að vinna að framgangi Sveitarfél- agsins Skagafjarðar en gera störf mín í sveitar-stjórn tortryggileg,” segir Bjarni í grein sinni hér í blaðinu. Sveitarstjórn fundar á morgun og má búast við að eftir þann fund skýrist málin varðandi áframhald - andi samstarf meirihlutans. ætti hann að biðjast afsökunar ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA —CTenytff Aðalgötu 24 • Sauðárkróki • Sími 453 5519 • Fax 453 6019 hjólbarðaviðgerðir, réttingar og sprautun Æa bílaverkstæði Sæmundargötu 1b • 550 Sauðárkrókur • Sími 453 5141

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.