Feykir


Feykir - 19.01.2005, Blaðsíða 7

Feykir - 19.01.2005, Blaðsíða 7
03/2005 Feykir 7 Brúsi er góður. íþróttafréttir a-babb! Nafn: Magnús Hafsteinn Hinriksson. Árgangur: 68. Fjölskylduhagir: Giftur henni Sonju og á með henni 3 börn. Start: Vélvirki hjá Skagafjarðar- veitum. Bifreið: Skódi Oktavía 4x4 og allt. Hestöfl: Hellingur Hvað erí deiglunni: Rækta samban- dið við fjöldskylduna og hafa gaman aflífinu. Hvernig hefurðu það? Svoldið svangur en annars djöf*** góður. Hvernig nemandi varstu? Næsta spurning. Hvað er eftirminnilegast frá fermin- gardeginum? Um það leiti sem síðasti gesturínn kom í hús kviknaði í gamla kaupfélaginu á Flateyrí sem átti að fara að gera upp. Allir þustu út til að sjá og engin kom aftur. Gjafirnar voru komnar og nóg afafgöngum og ég varmjög ánægður. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðirstór? Ég ætlaði að verða sjómaður, reyndi en hætti. Hvað hræðistu mest? Þann sem þykist höndla stóra sannleik Hver var fyrsta platan sem þú keyp- tir (eða besta)? Animal Pink Floyd. Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareóki? Jón troll. Hverju missirðu helst ekki afí sjón- varpinu (fyrir utan fréttir)? Fræðsluþáttum og fótbolta. Besta bíómyndin? Stuttmyndin sem við Pétur Ingi gerðum fyrir löngu. Pétur geymir hana og neitar að láta hana af hendi. Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossa- miðann? Súkkulaði. Hvað er í morgunmatinn? Hafragrautur og lýsi. Uppálialds málsháttur? Sjaldan fellur fjallgöngumaður í góðan jarðveg. Hvaða teiknimyndapersóna höfð- armesttil þín? Jenni. Hvert er snilldarverkið þitt í eld- húsinu? Öll villibráð og ofát. Hver er uppáhalds bókin þín? Karling, hin hliðin á Vilhjálmi Stefánssyni þegar hann skildi áhöfnina sína eftir fasta í ís og afskrifaði hana. Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... ...til Grænlands. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fariþínu? Byrja á ofmörgu. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Leti, hroki, tilælunarsemi. Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Manjún, spurning um þroska. Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? Árni Egils, litli snöggi miðvörð- urinn hjá Mölduxum, því líkar hreyfingar. Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? Heim í Búðardal. Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Nelson Mandela. Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Sonju, börnin og kajakinn. Hvað er best í heimi? Vera fyrir vestan í varpinu með fjölskylduni - það er toppurinn! Intersportdeildin í körfuknattleik Svabbi klikkar ekki mikið! Þær voru æsispennandi lokamínúturnar í leik Tindastóls og Hauka í Intersportdeildinni síðastliðið fimmtudagskvöld. Haukarnir voru sterkari mestallan leikinn en Stólarnir bitu í skjaldarrendur síðustu mínúturnar og höluðu inn baráttusigur, 79-74. Haukar gerðu fyrstu 10 stigin í leiknum en byrjun- in var ekki glæsileg hjá Stólunum, gerðu ekki körfu fyrr en eítir 6 og hálfa mínútu. Thompson leyst greinilega ekki á blikuna og hóf að raða niður körfum. Haukarnir pössuðu upp á Svavar sem náði varla skoti í fyrsta leikhlu- ta. Staðan 11-16. Fletcher var allt í öllu í liði Tindastóls í öðrurn leikhluta og Stólarnir komust yfir 25-24 og aftur 27-26. Þá hrukku Haukarnir í stuð og hver sóknin effir aðra rann út í sandinn hjá heimamönnum. Staðan í hálfleik 31-42. Baráttan hélt áfram í þriðja leikhluta en í hvert skipti sem Tindastólsmenn héldu að þeir væru komnir inn í leikinn bættu Haukarnir við. Gest- irnir voru sterkari undir körf- unum og Stólunum gekk illa að stíga þá út. Svavar tók nú til óspilltra málanna við stigasko- run og gerði 12 stig í þriðja leikhluta af mildu harðfylgi. Staðan 57-60 í lok þriðja leikhluta. Leikmenn Tindastóls spil- uðu hreint hörmulega í upphafi fjórða leikhluta og leikurliðsins í molum. Haukar komust í 57-68 en síðustu 3 mínútur leiksins gekk allt upp hjá Stólunum bæði í sókn og vörn. Þegar 18 sekúndur voru eftir náði Svavar frábæru 3ja stiga skoti og kom Stólunum yfir 76-74. Hann náði svo frákasti eftir misheppnað skot Hauka og tryggði þar með sig- urinn. Frábær sigur, 79-74. Líklega hafa leikmenn Tindstóls verið yfir í leiknum í um eina mínútu af fjörtíu en það skiptir auðvitað öllu að vera yfir þegar leikurinn er flautaður af. Svavar spilaði frábærlega í síðari hálfleik, gerði þá 26 stig af 28 stigum sínum í leiknum. Stólarnir hafa nú 8 stig í deildinni. INTERSPOfíTDEILDIN í KÖRFU íþróttahúsid á Saudárkróki TINDASTÓLL 79 HAUKAR74 Stig Tindastóls: Svavar 28, Fletcher 18, Thompson 18, Björn 7, ísak 4, Axel 2 og Matti 2. Eitt og annað úr sportinu_ Sveit Björns sicjraði á Þorsteinsmótinu Ein verðlaunasveitanna á mótinu. Mynd: huni.is Bridgefélag Blönduóss stóð fyrir Þorsteinsmótinu á laugardaginn í Félags- heimilinu á Blönduósi en það hefúr verið haldið í rúm þrjátíu ár eða frá því árið 1971 þegar það var fyrst haldið. Líkt og undanfarin ár var það haldið í samvinnu við KB banka á Blönduósi og Skagaströnd. Að þessu sinni voru mættar 10 sveitir til leik víða af landinu en þeir sem komu lengst að komu frá Reykjavík. I fyrsta sæti varð sveit Björns Friðrikssonar með 151. stig, sveit Jóns Arnar Berndsen varð í öðru sæti með 132. stig og í þriðja sæti hafnaði sveit Gunnars Sveinssonar með 125. stig Powerade-mótið Hvorki Tindastóll né Hvöt náðu stigum á Powerade-mót- inu í knattspyrnu um helgina. Tindastóll mátti þola 6-0 tap gegn Leiftri/Dalvík og að auki voru tveir leikmenn Stólanna reknir af velli. Hvöt tapaði hins vegar 1-0 gegn Fjarðarbyggð. Getraunaleikurinn Spiluð var fjórða umferð í getraunaleik Tindastóls um síðustu helgi. Gott gengi Barosar hélt áffarn en sá hópur náði 11 rétt- um og er með 41 stig sem verður að teljast frábær árangur og kannski rétt fyrir aðra hópa að athuga hvort Baros sé nokkuð að þrítryggja flesta leikina. Nokkrir hópar náðu 10 rétt- um og þá geta stuðningsmenn Kaffi Króks glaðst yfir því að sá hópur náði að laga stöðu sína, fékk 9 rétta og er nú með 28 stig, hefúr að vísu enn fæstu stigin en er aðeins fimm stigum ffá efsta sæti í sínum riðli. Já, það er enn nóg eftir! srricauglýsingar Sendið smáauglýsingar til Irírrar birtingar á 1eykir@krokur.is Til sölu Hilux disel ‘‘96, breyttur fyrir361, er á nýjum 35 nagladekkjum. Skipti á 4x4 fólksbíl koma til greina. Upplýsingar ísíma 848 0287 eða 866 9906. Felgur óskast Vantar 4 stk. af5 gata og 10 tommu breiðum stálfelgum sem passa undir Suzuki Vitara. Upplýsingarí síma 868 5052. Sófasett til sölu Til sölu er vel meðfarið sófasett, 3+1+1. Upplýsingar í síma 453 6689.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.