Feykir - 30.03.2005, Blaðsíða 6
6 Feykir 12/2005
Frábær tilboð hjá Olís!
Olís grill
kr. 16.900 -
verö áður kr. 24.900,-
Einnig ferðagrill, fánastengur (6,7 eða 8 metra)
á góðu verði. Deta rafgeymar og þrýstikútar.
Bensín og olía
allan sólarhringinn!
Aðalgötu 22 Sauðárkróki Sími 453 5124
777 sölu 226 ærgilda greiðslumark í sauðfé
sem gildir frá 1. jan 2006. Tilboð í allt
greiðslumarkið eða hluta þess óskast.
Svar sendist til Leiðbeiningamiðstöðvarinnar, Aðalgötu 21,
550 Sauðárkróki fyrir 1. maí n.k. merkt "ærgildi 226".
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna
öllum.
Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla íslands færði setrinu bókagjöf, málverk og andlitsskjöld afElinu Bríem, stofnanda fyrsta
kvennaskólans hérlendis.
Blönduós
Textílsetur íslands
stofnað á Blönduósi
Hinn 7. mars sl. var haldinn stofnfundur Textílseturs íslands ses á Blönduósi að
viðstöddu fjölmenni. Markmið stofnunarinnar er að koma upp rannsókna- og
fræðasetri á sviði textílrannsókna og lista. Stefnt er að því að skapa fræðimönnum
og listafólki starfsaðstöðu og að háskólanemar geti stundað þar vettvangsnám.
Jafnframt er ætlunin að
Textílsetur fslands verði
alþjóðlegt fræðasetur, haldi
ráðstefnur, málþing og nám-
skeið um textíl á eigin vegum
ogannarra. í undirbúningshópi
fyrir stofnun Textílseturs
fslands áttu sæti þau Páll
Pétursson, fyrrv. ráðherra,
Guðrún Helgadóttir, kennari
við Hólaskóla og Hrönn
Vilhelmsdóttir, textíllistakona.
Á stofirfundinum var kjörin
fyrsta stjórn Textílseturs
fslands ses, formaður er Jóna
Fanney Friðriksdóttir, bæjar-
stjóri Blönduóssbæjar og
meðstjórnendur þau Jóhann
Guðmundsson, oddviti Svína-
vatnshrepps og Hrönn Vil-
helmsdóttir, textíllistakona.
Mikil þörf er á að leggja
frekari rækt við handmennt og
þráðlist og er Blönduós talinn
kjörinn staður fyrir aðsetur
Textílseturs enda mikil hefð
fyrir handíðum í sýslunni. Þar
stendur enn bygging gamla
Kvennaskólans á Blönduósi í
eigu íslenska ríkisins og
sveitarfélaga í sýslunni. Austur-
Húnavatnssýsla er mikið sauð-
fjárræktarsvæði og þar er eina
ullarþvottastöð landsins.
Síðast en ekki síst felst
styrkleikinn í nálægð við hið
stórmerkilega Heimilisiðn-
aðarsafn, sem er einstakt á
landsvísu.
Á stofnfundinum undir-
ritaði nýkjörinn stjórnar-
formaður samstarfsyfirlýsing-
ar við Kennaraháskóla íslands
og Handverk og Hönnun.
Menntamálaráðherra, rektorar
Hólaskóla og Listaháskóla
íslands sendu fundinum góðar
kveðjur, en samstarfsyfir-
lýsingar við þessa háskóla verða
undirritaðar á næstu dögum.
Páll Pétursson, fyrrv. ráðherra og einn af frumkvöðlum stofnunar um Textilsetur á
Blönduósi færir nýkjörnum formanni peningagjöfi minningu móður sinnar.
Stefnt er að undirritun fleiri
samstarfssamninga, svo sem
við Heimilisiðnaðarsafnið og
fleiri hagsmunaaðila. Á
fundinum voru m.a. fulltrúar
Handverks og hönnunar,
Menntamálaráðune>fis,Textíl-
félags fslands og fi-á Textíl-
kennarafélagi íslands. Tóku
fagaðilar erindum undirbún-
ingshóps ákaflega vel og styðja
setrið.
Textílsetrinu bárust vegleg-
ar gjafir í lok fundar. Ólafur
Proppé, rektor Kennaraháskóla
íslands færði setrinu bókagjöf,
málverk og andlitsskjöld af
Elínu Briern, stofnanda fyrsta
kvennaskólans hérlendis, sem
var á Ytri-Ey á Skaga og síðar á
Blönduósi. Páll Pétursson
afhenti formanni fyrir sína
hönd og systkina sinna frá
Höllustöðum, þeim Má,
Hönnu Dóru og Pétri, 200
þúsund kr. í minningu móður
þeirra. Sigrún Magnúsdóttir
200 þúsund kr. í minningu
mömmu, ömmu og móður-
systur sinnar Helgu Vil-
hjálmsdóttir sem námu og
störfuðu við Kvennaskólann á
Blönduósi.
Framundan er að ráða
verkefnisstjóra Textílseturs
Islands, vinna að frekari
samstarfi við fræðastofnanir að
ákveðnum verkefnum, erlendu
samstarfi og kynningu á setrinu
og þeim möguleikum sem með
því hafa skapast.