Feykir


Feykir - 30.03.2005, Blaðsíða 8

Feykir - 30.03.2005, Blaðsíða 8
Skagafjörður Góðar afurðir hjá kúabændum á síðasta ári Þeir Gunnar Sigurðsson Stóru-Ökrum. t. v. og Þorsteinn Axelsson Skúfsstöðum t.h. með viðurkenningar fyrír afurðahæstu kýrnar mælt i verðefnum á siðasta árí. Milli þeirra er Simon Traustason i Ketu með viðurkenningu fyrir þyngsta sláturgripinn. mynd ÖÞ. Leiðbeiningamiðstöðin hefur birt niðurstöður úr skýrsluhaldi í nautgripa- rækt á síðasta ári. Þar kemur fram að meðalnyt Skagfiskra kúa jókst um 226 kíló frá árinu á undan og varð 5.357 kíló á hverja árskú. sem er það mesta til þessa. Efstu búin voru líka að ná miklum afurðum. Efstvarbúið að Stóru-Ökrum I með 6.842 kíló eftir hverja kú. Þetta eru mestu meðalafurðir sem náðst hafa til þessa á kúabúi í Skagafirði. Næst efst var Varmaland með 6.782 kíló eftir kúna og þriðja í röðinni Ytri-Hofdalir með 6.732 kíló mjólkur. Á aðalfundi félags kúa- bænda í Skagafirði fyrir skömmu voru athentar viður- kenningar fyrir afurðahæstu gripi á síðasta ári. Afurðahæsta kýrin mælt í verðefnum mjólkur reyndist vera Síða á bænum Skúfsstöðum. Hún skilaði samanlagt 708 kílóum af mjólkur próteini og mjólkur fitu í 8.084 lítrum mjólkur. Svínka á Stóru-Ökrum varð önnur með 705 kíló og skilaði 9.331 lírum af mjólk. Lóló á Skúfsstöðum varð þriðja hæst með 696 kíló mælt í verðefnum og 7.902 lítra af mjólk, en Lóló hafði einmitt verið afurðahæst tvö árin á undan en nú tók dóttir henna Síða við af henni. Afuðahæsta kýrin í lítrum talið var hinsvegar Frekja á Varmalandi með 10.631 lítra af mjólk. Þá voru veitt verðlaun fyrir þyngsta grip sem lagður var inní afurðastöð á síðasta ári. Það var tarfur, limonsin- blendingur frá bænum Ketu t Hegranesi í eigu Ingibjargar Jóhannesdóttur og Símonar Traustasonar. Skrokkurinn af honuni vóg 432 kíló.. Þórarinn Leifsson bóndi í Keldudal var endurkjörinn formaður félags kúabænda á fundinum. Aðrir í stjóm eru Bjarni Þórisson Mannskaða- hóli, Sigurður Baldursson Páfastöðum, Sævar Einarsson HamriogValdimarSigmarsson Sólheimum. SigurðurogSævar voru kjörnir fulltrúar á Lands- fund kúabænda auk formanns- ins. ÖÞ: Hnjúkafélagið á Blönduósi ósátt Telja "trúnaðarbrest" tylliástæðu Bæjarmálaráð Bæjarmálafélagsins Hnjúka á Blödnuósi telur að ástæður þær sem H- listi tilgreindi fyrir slit á meirihlutasamstarfi listanna í bæjarstjórn séu hreinar tylliástæður. Félagið lýsir yfir stuðningi við störl bæjarfulltrúa Á- lista. Fundur var haldinn í bæjarmálaráði Bæjarmála- félagsins Hnjúkum á Blönduósi mánudag 21 mars. Þar var lýst yfir fullum stuðningi við störf bæjarfulltrúa listans og lýsir furðu sinni á slitum H- listans á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn. Ástæður þær sem tilgreindar eru um „trúnaðarbrest“ eru hreinar tylliástæður sem ekki er fótur fyrir. Heimir og Hljómar leiddu saman hesta sína Sungu fyrir fullu húsi tí) * V 'i ó> i - ■ . * s. , . í I ' ' ' ^ & feá /4 Karlakórinn Heimir og keflvíska bítlahljóm- sveitin Hljómar efndu í sameiningu til stórtón- leika í íþróttahúsinu á Sauðárkróki síðastliðið laugardagskvöld. Fjöldi gesta fyllti íþrótta- húsið en talið er að yfir 700 manns hafi sótt tónleikana. Heimir hóf tónleikana með flutningi nokkurra laga af eigin söngskrá og í kjölfarið fj'lgdu Hljómar með flutningi þekktra laga sveitarinnar. Eftir stutt hlé fluttu síðan karlakórinn og Hljómar í sameiningu nokkur lög í útsetningu Stefáns R. Gísla- sonar, söngstjóra Heimis. Að öðrum lögum ólöstuðum má segja að hápunktur kvölds- ins hafi verið sameiginlegur flutningur á laginu Bláu aug- un þín. Óskar Pétursson og Engilbert (ensen sungu lagið saman við góðar undirtektir en kórinn söng bakraddir. Framundan eru sants- konar tónleikar í Háskólabíói í Reykjavík og í íþróttahús- inu í Reykjanesbæ. Hvammstangi____________ Stefha að stofnun Selaseturs Vestur Húnvetningar undirbúa nú stofnun Selaseturs íslands en fjölmennur fundur um stofnun samnefnds hluta- félags var haldinn í Félag- sheimili á Hvammstanga 23. mars. Stofnfundur hlutafélagsins verður væntanlega 19. apríl. Ferðaþjónustufrömuðurinn Jóliann Albertsson, á GauksmýTÍ, kynnti undir- búningsvinnu starfshóps er un- nið hefur að málinu en hópu- rinn varð til í atvinnuráðstefnu Húnaþings vestra árið 2003. Jóhann sagði í samtali við Feyki að ætlunin væri að opna upplýsinga- og fræðslusetur í húsi Sigurðar Pálmasonar kaupmanns á Hvammstanga. Hutverk Selaseturs Islands verður að reka sýninga- og upp- lýsingamiðstöð fyTÍr ferðafólk á Hvammstanga og stuðla að almennri þekkingu um sjáv- arspendýr, náttúrufar og bús- kaparhætti við strendur Vatns- ness. Ð 455 5300 Kodak Pictures Flísar - flotgólf múrviðgerðarefni BQKABÚÐ AÐALS I biIJNN J. ÍH KB BANKI BRYWJARS MARÍUSSON hM -kraftur til þínl KAUPANG8TORQI1 • 550 8AUDÁRKRÓKUR. • StMI 453 5950 • FAX 463 5661 Sími: 453 5591 • 853 0391 • 893 0391 X

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.