Feykir


Feykir - 06.04.2005, Blaðsíða 1

Feykir - 06.04.2005, Blaðsíða 1
RAFVERKTAKAR - sérverslun með raftæki rafsjá hf SÆMUNDARGOTU1 SAUDARKRÖKI SlMI 4535481 íbúðalánasjóður www.ibudalan.is Bjarni Maronsson lýsir vantrausti á Gísla Gunnarsson „Fullkominn trúnaðar- brestur á milli okkar" Apffl byrjar kuldalega Wb [9jal<ar sáa^t.lóna- undan nó&íömfttirítu ^ióSStiiðinn sunftiitia0ti5hsirifö£: \ Svertarstjornarflokkur Sjálfstæðisflokksins er klofinn og meirihlutasamstarf Sjálf- stæðismanna og Vinstri grænna í uppnámi. Bjarni Maronsson, fulltrúi Sjálfstæðis- flokks í sveitarstjórn Skagafjarðar segir að fullkominn trúnaðarbrestur sé orðinn á milli hans og Gísla Gunnarsson oddvita Sjálfstæðismanna í sveitarstjórn. Þetta kemur fram í bréíí sem Bjarni ritaði Gísla í kjölfar sveitarstjórnarfundar fimmtudaginn 31. mars en þá úrskurðaði Gísli, sem forseti sveitarstjórnar, að Bjami skyldi yfirgefafundarsalogvaramaður taka sæti hans við afgreiðslu á 1. lið fundargerðar Skipulags- og byggingarnefndar. Málið snýst urn endurupptöku á því hvar innkoma Þverárfjallsvegar inn í Sauðárkrók skuli vera. Taldi forseti sveitarstjórnar Bjama vanhæfan vegna setu í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga og vísaði honum af fundi án atkvæðagreiðslu í sveitarstjórn. Aðspurður um hvort að hann hyggist kæra ákvörðun Gíslatilfélagsmálaráðuneytisins sagðist Bjami Maronsson ekki svara neinu á þessari stundu, enda væri boltinn hjá forseta sveitarstjómar, en verið væri að skoða alla kosti í stöðunni. Ekki náðist í Gísla Gunn- arsson í gær en hann er stadd- ur erlendis. Meiri andstaða við álver en virkjanir í Skagafirði 55% vilja virkja en 37% vilja alver Um 55% Skagfirðinga eru hlynnt því að nýta vatnsaflsvirkjanir í Skaga- firði til þess að sjá áveri á Norðurlandi fyrir raforku. Einungis 37% þeirra eru hins vegar hhamtir því að staðsetja slíkt álver í Skagafirði, þannig að fleiri vilja virka en fá álver. Þetta kentur rneðal annars ffain í könnun sem IMG Gallup gerði varðandi álverogvirkjanir á Norðurlandi. I Skagafirði voru hlutfallslega flestir óákveðnir en ef einungis var tekið mið af þeim sem svöruðu varstuðningur við álver minnstur í Skagafirði. Mestur stuðningur mældist meðal Húsvíkinga og nágranna. Sjá nánará bls.4 Skatastaðavirkjun á skipulag Skagafjarðar Stærsta einstaka fram- kvæmd í Skagafirði Sveitarstjórn Sveitar- félagsins Skagafjarðar hefur samþykkt að Skatastaðavirkjun verði inn á aðalskipulagi sve'rt- arfélagsins. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir virkjun við Villinganes. Þetta var samþykkt með 5 atkvæðum meirihluta Sjálf- stæðisflokks og Vinstri grænna gegn 4 atkvæðum minnihlu- tans, sem vildi einnig hafa Vil- linganesvirkjun inn á skipu- laginu og benti á að félag í eigu heimamanna og RARIK hefði virkjanarétt að Villinganes. Skatastaðavirkjun >xði meira en fimmfalt stærri en Villinganesvirkjun, sem á sínum tíma fór í gegnum mat á umhverfisáhrifiim. Afl Skatastaðavirkjunar >rði 180 MW en 33 MW í Villinga- nesi. Til samanburðar þá er afl Kárahnjúkavirkjunar tæp 700 MW og 110 MW í Búðarháls- virkjun. Skoðaðir hafa verið tveir valkostir \ið Skatastaði, an- nars vegar mcð veitu frá Fossá og Hölkná og þremur stíflum í Austari-Jökulsá og hins vegar með öllum þcssum veitum að viðbættri Hraunþúfuveitu, auk stíflu í Vestari-Jökulsá. Stof- nkostnaður við f)Tri valkostinn yröi rúmir 25 milljarðar króna en rúmir 32 milljarðar af seinni valkostinum. Stofnkostnaður Villinganesvirkjunar var me- tinn tæpir fimm milljarðar. Miðlunarlón beggja kosta yrðu tæpir 30 ferkílómetrar að flatarmáli. Náttúruverndarfólk sem Feykir hefur rætt við spáir hörðum átökum um Skatastaðavirkjun en hún byg- gir m.a. á viðamiklu veitukerfi er gera mun það að verkum bæði Jökulsá Eystri og Vestari verður veitt í miðlunarlón við Buga og eftir yiðu vatnslitnar bergvatnsár í Austurdal og Vesturdal. Almenn raftækjaþjónusta - frysti og kæliþjónusta - bíla- og skiparafmagn - véla- og verkfæraþjónusta —CTcHf »11 ehj3— Bílaviðgerðir hj ólbarðaviðgerðir réttingar og sprautun M Wbílaverkstæði Aðalgötu 24 550 Sauðárkrókur Sími 453 5519 Fax 453 6019 Sæmundargötu lb 550 Sauöárkrókur Sími 453 5141

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.