Feykir


Feykir - 06.04.2005, Blaðsíða 4

Feykir - 06.04.2005, Blaðsíða 4
4 Feykir 13/2005 Mest andstaða við álver í Skagafirði og flestir óákveðnir 46% Skagfirðinga á móti álveri Liðlega helmingur Skagfirðinga er hlynntur því að nýta vatnsaflsvirkjanir í Skagafirði til að sjá álveri á Norðurlandi fyrir orku. Einungis 37% þeirra eru hins vegar hlynntir því að staðsetja slíkt álver í Skagafirði og er það minnstur stuðningur meðal Norðlendinga. Hlutfallslega flestir eru óákveðnir í Skagafirði en mestur stuðningur við álver og fæstir óákveðnir meðal Þingeyinga. Fjölmenni sótti fund iðnaðar- og viðskiptaráðherra um álver og virkjanir og voru fundarmenn ófeimnir við að viðra skoðanir sínar. Þetta kemur meðal annars fram í viðamikilli könnun senr Iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytið lét IMG Gallup fram- kvæma fyrir sig þar sem spurt var út í viðhorf manna varðandi álver og virkjanir á Norður- landi. Könnunin var frarn- kvæmd í gegnum síma á tímabilinu frá 17. - 27. febrúar síðastliðinn og var úrtakið 2400 manns á aldrinum 16-75 ára sem búa í Skagafirði, Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Úrtakið var slembiúrtak úr þjóðskrá. Svarhlutfall var 71.7%. Við úrvinnslu könnunar- innar voru teknir saman þeir sem eru annars vegar hlynntir og nrjög hlynntir ákveðnum málefnum og hins vegar þeir senr eru andvígir og mjög andvígir þeim. í Skagafirði voru hlutfalls- lega flestir óákveðnir en ef einungis var tekið mið af þeim senr svöruðu var stuðningur \dð álver minnstur í Skagafirði. Skagfirðingar voru spurðir eftirfarandi spurningar: Ertu hlynttt(ur) eða atuivíg(tir) álveri í Skagafirði. Kom í ljós að 37.2% þeirra eru hlynntir álveri í Skagafirði, 45.7% eru á móti því og 17.1% hafa, enn ekki sterka skoðun á því. HEILBRIGÐISSTOFNUNIN SAUÐÁRKRÓKI AUGLÝSIR Sumarafleysing Lausar eru til umsóknar stöður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliöa tímabilið 15. maí - 31. ágúst 2005 . Starfshlutfall samkomulag. Einnig eru lausar stöður í ræstikerfi, við aðhlynningu, í eldhúsi ofl. tímabilið 15. maí - 31.ágúst - Lágmarksaldur 18 ár Upplýsingar hjá Herdísi Klausen hjúkrunarforstjóra, á staðnum, f síma 455 4011 og á netfangi: herdis@hskrokur.is Hægt er að sækja um rafrænt á heimasíðu HS : www.hskrokur.is. Áhugasamir sendið inn umsókn, öllum umsóknum verður svarað. Umsóknarfrestur er til 10. apríl 2005 Heilbrigðisstofnunin er reyklaus vinnustaður . .. tog-hi * . ; • 'M Ét (jjS^ly Heilbngðisstofnunin Sauðárkróki Skagfirðingar voru einnig spurðir út í eftirfarandi: En ef álver verður ekki byggt í Skagafirði ertu þá hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að það verði byggt annars staðar á Norðurlandi. 53.8% Skag- firðinga eru hlynntir álveri annars staðar á Norðurlandi, 26.8% eru á móti því og 19.4% eru hvorki hlynntir því né andvígir. Þá voru Skagfirðingar spurðir þessarar spurningar: Gefutn okkur að álver verði byggt annars staðar á Norðurlandi en í Skagafirði. Ertu hlytitit(ur) eða and- víg(ur) byggingu vatnsafls- virkjana á Skagafjarðarsvœð- inu til að sjá því álveri fyrir raforku. 54.9% aðspurðra eru hlynntir byggingu þeirra, 37.1% eru á inóti virkjunum í Skagafirði en 8% tilheyra hópnum sem velur hvorki né. Hefur verið bent á, að hér gæti haft áhrif umræða um að staðsetja álver er byggi á orku frá virkjunum í Skagafirði og Blönduvirkjun í nágrenni Skagastrandar. Það gæti skýrt þá staðreynd að nær helmingi færri eru óákveðnir en þegar spurt er um staðsetningu álvers í Skagafirði. Mesturstuðningur við álver meðal Þingeyinga Samkvæmt könnuninni er hlutfallslega mestur stuðningur við álver meðal Suður- Þingeyinga. Húsvíkingar og nágrannasveitir (póstnúmer 640, 641, 650, 660, 670, 671) voru spurðir: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) álveri í nágrenni Húsavíkur. Kom í ljós að 66.0% þeirra sem afstöðu tóku eru hlynntir álveri í nágrenni Húsavíkur, 21.9% eru á móti því og 12.1% hvorki né. Húsvíkingar og nágranna- sveitir voru einnig spurðir: En ef álver verður ekki byggt í nágrenni Húsavíkur ertu þá hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að það verði byggt annars staðar á Norðurlandi. Kom í ljós að 54.7% eru hlynnt því að álver verði byggt annars staðar, 30.9% eru á móti því og 14.4% hafa ekki sterka skoðun á því. Að lokum voru Húsvíkingar og nágrannar einnig spurðir eftirfarandi spurningar: Gef- um okkur að álver verði byggt annars staðar á Norðurlandi en á Húsavíkursvæðinu. Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) virkjun Skjálfandafljóts og jarðvarma í Þingeyjarsýslu til að sjá því álveri fyrir raforku. 49.6% aðspurðra voru hlynntir þessum virkjunum meðan 43.7% voru andvígir þeim. 6.7% voru hvorki andvígir né hlynntir þessum virkjun- arkostum. Næstmestur er stuðning- urinn við álver í Eyjafirði, rétt rúmlega 51% en tæplega 66% Eyfirðinga eru fylgjandi álveri annars staðar á Norðurlandi. Spurt var:Ertu hlynnt(ur) eða andvígur álveri í nágrenni Akureyrar og voru þeir sem búa á Akureyri eða á Eyjafjarðarsvæðinu spurðir þessarar spurningar. Af þeim sem afstöðu tóku eru 51.6% hlynnt álveri í nágrenni Akureyrar, 35.3% eru á móti því og 12.1% hafa ekki sterka skoðun á því. Önnur spurning hljóðaði þannig: En ef álver verður ekki byggt í nágrenni Akureyrar ertu þá hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að það verði byggt annars staðar á Norðurlandi og aftur voru þeir spurðir sem búa á Akureyri eða á Eyjafjarðarsvæðinu. Kom í ljós að 65.7% þeirra sem afstöðu tóku eru hlynntir álveri annars staðar á Norðurlandi, 21.9% eru á móti því og 12.4% vilja ekki setja sig í annan hvorn þeirra hópa. Af þessu er ljóst að stuðningur við álver vex eftir því sem austar dregur á Norðurlandi: Sömuleiðis virðast Valgerður Sverrisdóttir slær á létta strengi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.