Feykir


Feykir - 15.06.2005, Blaðsíða 7

Feykir - 15.06.2005, Blaðsíða 7
23/2005 Feykir 7 Árgangur: 1973. Fjölskylduhagir: Alveg bærilegir, takk. Starf/nám: Er að berjast við að klára verkfræðina í Tækniháskólanum í Lyngby. Hestöfl: Það eru almenningssam- göngurnar sem ráða. Og tveir jafn- fljótir. Hvað er í deiglunni: Klára lokaverk- efnið. Og U2 íjúlí. Tóm gleði. Hvernig hefurðuþað? Djöfull góður. Hvernig nemandi varstu? Ég var líklega betri nemandi en ég er nú. Hvað er eftirminnilegast frá fermin- gardeginum? Ég man satt að segja ekkert alltof mikið eftirþeim ágæta degi. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðirstór? Úff... örugglega lögga eða flug- maður, eða eitthvað i þeim stílnum. Ég er reyndar enn að reyna að ákveða þetta. Hvað hræðistu mest? Þessa stundina hefég nokkraráhyg- gjur afþví hvaða mynd þið ætlið yk- kur að setja með þessum spurnin- gum. Hver var fyrsta platan sem þú keyp- tir (eða besta)? Fyrsta platan sem ég keypti var Love over Gold með Dire Straits. Hún er líklega enn ein afþeim bestu sem ég hef verslað um dagana. Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? Tja.. hér er af nógu að taka. Ætli maður segi ekki Ticket to Ride með Bítlunum. Hverju missirðu helst ekki afí sjón- varpinu (fyrir utan fréttir)? Ameríska fótboltanum og Myth- busters á Discovery. Mythbusters- þættirnir eru algjör snilld. Besta bíómyndin? Lord of the Rings myndirnar eru býsna góðar. Svo erauðvitað gaman að horfa á Blair Witch Project með Pétri. Bruce Willis eða George Clooney /Angelina Jolie eða Gwyneth Pal- trow? Clooney og Jolie. Hvað fer helst í innkaupakörf-una sem ekki erskrifað á tossamiðann? Það er án efa snakk. Hvað er ímorgunmatinn? Svona 1/2 líter afkaffi. Hollt og gott. Uppálialds málsháttur? Morgunstund gefurgullí mund. Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mesttil þín? Garfield, ekki spurning. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhú- sinu? Að vera ekki fyrir. Hver er uppáhalds bókin þín? Erfitt val, en Round Ireland with a Fridge er býsna eftirminnileg. Efþú gætir lioppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... ...annaðhvort í sól og sumaryl eða heim að heilsa uppá vini og vanda- menn. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Þrjóska. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Hroki er afar hvimleiður. Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Arsenal, hvurs konar spurning er þetta? Byrjaði að halda með þeim fyrir c.a. 12 árum þegar Óli Arnar tróð liðinu uppá mig. Það var hið besta mál þar sem Nallarnir eru langflottastir. Hvaða íþróttamanni / dómara hef- urðu mestar mætur á ? Mínir uppáhaldsíþróttamenn eru reyndar báðir hættir, en það eru þeir Chris Mullin og Tony Adams. Af dómurum er engin spurning að Róbert Óttarsson hefur mikinn karakter og ber af. Sverrir Stormsker eða Kim Larsen ? Stormsker. Þarsem við Nökkvi Már Jónsson spiluðum eittsinn pool við kappann. Það varmergjaðurleikur. Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Það hafði líklega enginn jafnmikil áhrif á öldina eins og Hitler. Því miður. Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu meðþér? Gítarinn, golfsett og sólarvörn. Hvað er best í heimi? Veit ekki með best í heimi, en það er ágætt að setjast á Nýhöfn á föstudegi og slappa af með einn kaldann. Hvað er danskt? Fólk á hjóli. Uppáhalds flögur? Maruud maður. íþróttafréttir Meistaramót íslands í fjölþraut Vel heppnað mót Fyrsta Meistaramót sumarsins í frjálsíþrótt- um fór fram á Sauðár- króki um helgina, en það var MÍ í fjölþrautum og lengri boðhlaupum. 69 keppendur frá 12 félögum og héraðssam- böndum voru skráðir til leiks. Sjö karlar kepptu um titilinn í tugþraut og þar bar Jónas Hlynur Hallgrímsson sigur úr bítum, hlaut samtals 6638 stig. í sjöþraut kvenna voru níu skráðar til leiks en þar sigraði Kristín Birna Ólafsdóttir, hlaut samtals 4922 stig. Einnig fór frarn MÍ í tugþraut sveina, drengja og sjöþraut rneyja. Sveinn Elías Elíasson úr Fjölni vann öruggan sigur í tugþraut sveina 15-16 ára og bætti eigið met í sveinaflokki um tæplega 800 stig, bætti árangur sinn í öllum greinum og hlaut 6983 stig. FH ingar sigruðu bæði 3x800m kvenna og 4x800m karla. I 4x800m boðhlaupi karla var A-sveit FH tæplega sekúndu á undan heima- ntönnum í UMSS. Þá var keppt í 3xl500nt kvenna og 4xl500m karla og þar sigraði kvennasveit Fjölnis en UMSS sigraði í karlaboðhlaupinu á 17:26,78 mínútum. Frá keppni i langstökki á Meistaramóti Islands i fjölþraut um helgina. Knattspyrna 2. deild Jafnt á Króknum Tindastóll og Mjarðvík skildu jöfn á Króknum í kvöld í 2. deildinni í fótbolta, hvort lið skoraði eitt mark. Njarðvíkingar hófú leik með vindinn í bakið, sóttu talsvert til að byrja með án þess þó að skapa sér færi. Njarðvíkingar skoruðu ágætt mark á 31. rnínútu en þar var á ferðinni Michael Jónsson. Eftir markið sóttu Tindastólsmenn stíft en náðu ekki að skora þrátt fyrir ágætar sóknir. 0-1 í hálfleik. Síðari hálfleikur byrjaði rólega en á 65 mínútu fengu Stólarnir hornspyrnu. Markverði Njarðvíkinga mistókst að handsama boltann og Bjarki Árnason kom boltanum í rnarkið og fagnaði fagmannlega. Eftir markið sóttu Njarðvíkingar í sig veðrið en sanngjörn úrslit leiksins sem fyrr segir jafntefli, 1-1. Yngri knattspyrnumenn á móti á Blönduósi Smábæjarleikamir Sportmolar___________ Stólarnir með lið í 1. deild? Mál virðast vera að skýrast nokkuð varðandi þátttöku Tindastóls í 1. deild- inni í körfuknattleik næsta vetur. Þátttökutilkynning var send til KKÍ tímanlega og því stefirt að fullu starfi á kom- andi tímabili. Þrautinni frestað FimmtarþrautarmótiUMSS sem auglýst var að frant færi þann 17. júní næstkomandi liefur verið frestað og fer það fram föstudaginn 15. júlí og hefst ld. 20. Húnahornið segir frá því að Smábæjarleik- arnir í knattspyrnu voru haldnir á Blönduósi í annað sinn nú um helgina. Vel tókst til við mótshald og knattspyrnudeild Hvatar má vera stolt af góðu móti. Tæplega 300 keppendur mættu til leiks frá 9 félögum, en Austur-Húnvetningar léku sameinaðir í nafni Hvatar í nokkrum flokkum. Til leiks mættu knatt- spyrnulið yngri aldurs- flokka, bæði stúlkna og pilta, frá sjö sveitarfélögum víða að af landinu. Félögin sem sendu þátttakendur að þessu sinni voru Kormákur, Bolungarvík, Smárinn, Tindastóll, KS og Haukar. Að þessu sinni léku veðrið við keppendur og mótshald- ara og þurfti ekki að flýja inn í húsmeðverðlaunaafhendingu líkt og í fyrra. Myndina tók Jón Sigurðsson. smáauglýsingar Sendið smáauglýsingar til frírrar birtingar á feykir@krokur.is Til sölu Toyota Rav árgerð 1996, ekinn 115 þús. kilómetra, beinskiptur, litur blár. Sumar- og vetrardekk. Vel með farinn bíll á góðu verði efsamið erstrax. Upplýsingar í síma 822 1144 og 4535392. Fuglabúr fyrír lítið Fuglabúr fæst fyrir litið. Upplýsingar ísíma 893 5428. Herbalife Viltu: léttast-þyngjast-auka orku- byggja upp-bæta líðan?? Fullkomin innri- sem ytri næring. Hafðu samband, Sigrún Baldursdóttir Sjálfstæður dreifingaraðlli Herbalife www.heilsufrettir.is/sigrunb Simi 4536182/ 8220809

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.