Feykir


Feykir - 29.06.2005, Síða 3

Feykir - 29.06.2005, Síða 3
25/2005 Feykir 3 Asdís Guðmundsdóttir skrifar Rannsóknarsamningur við Alcoa samþykktur Á fundi sveitarstjórnar þann 23.júní var samþykktur samningur milli milli Iðnaðarráðuneytisins, (Fjárfestingastofu) og Akureyrar og Húsavíkur og Skagafjarðar og Alcoa um rannsóknir á þeim stöðum sem til greina koma fyrir álver á Norðurlandi. Um er að ræða rannsóknir og mælingar á loftdreifingu, jarðskjálftaúttekt, hafnarað- stæðum, fornleifum og lýsing á umhverfisaðstæðum. Einnig þarf að fara fram samfélags- athugun á áhrifum þess ef að af byggingu slíks álvers verður. Iðnaðarráðuneytið mun standa straum af þessari rannsókn- arvinnu og munu Skagfirðing- ar eiga aðgang að öllum þeim skýrslum sem eftir liggja þegar vinnunni lýkur sem er um næstu áramót. Þá fer í gang annað ferli þar sem að Alcoa mun þá meta þá staðarvalskosti sem fyrir liggja í hagkvæmnisathugun og mun í kjölfar ákvörðunar gera samning við viðkomandi sveit- arfélag. Lokaniðurstaða um staðsetningu verður í höndunt fjárfestingaraðilans, Alcoa. Samningurinn felur einnig í sér að Alcoa ætlar að kanna hagkvæmni þess að setja á fót álsmiðjuiðnað til viðbótar hráálsverksmiðju og þá koma þau sveitarfélög sem að samningum koma helst til greinavarðandistaðarval. Þetta er ekki síður mikilvægt þegar til þessa samnings er horft. Hvernig sem niðurstaðan verður þá hefur Sveitarfélagið Skagafjörður eftir þessa vinnu nákvæmar upplýsingar og skýrslur um svæðið sem vissulega geta nýst við aðra iðnaðaruppbyggingu. Meðfram þessari vinnu þarf ennfremur að huga vel að öðrum atvinnukostum. Ferða- þjónusta er vaxandi atvinnu- grein og hefur Skagaíjörður rnikil tækifæri á því sviði. Nú er að fara í hönd stefnumótun- arvinna Sveitarfélagsins í þeint efnurn og hefur sveitarstjórn hafið samvinnu við Ferða- máladeild Háskólans á Hólunt. Fyrsti fúndur vinnufundur var þann 7.júní sl. þar sem sú vinna var kynnt. Sveitarstjórn samþykkti ennfrentur á fúndinum þann 23.júní að halda áfrant þeirri vinnu sem fram hefur varið varðandi hátæknisetur í Skaga- firði en þar er um mjög spennandi verkefni að ræða. Hátæknisetur kemur til með aðstyrkjaogeílaFjölbrautaskóla Norðurlands vestra enn frekar en starf hans er mjög mikilvægt fyrir svæðið. Hólaskóli er einnig vaxandi stofnun og mikilvægt að hlúa áfram að þeirri starfsemi sem þar fer fram og auka rann- sóknar- og þróunarstarf en það er grundvöllur nýsköpunar. Fleiri opinberar stofnanir og íj'rirtæki mætti nefna þar eru tækifæri til sérhæfingar á ýmsum sviðum. Mikilvægt að vinna að því að fá hingað fleiri ríkisstofnanir og samþykkti sveitarstjórn á fundi sínum þann 23.júní að hefja viðræður við Samgönguráðuneytið um að hingað korni ný stofnun, Ferðamálastofa. Sveitarfélagið hefur einnig á sinni könnu atvinnuráðgjafa sem fýrirtæki og einstaklingar geta sótt til ráðgjöf til varðandi uppbyggingu fyrirtækja þeirra. Samningur sveitarfélagsins við Alcoa er eitt skref sem þarf að stíga til að efla fjölbreytt og vaxandi atvirihulífi í Skagafirði. Með þátttöku okkar í samningi þessurn verðum við virkir þátttakendur í þeirri umræðu sem framundan er um hugs- anlegt álver á Norðurlandi. Ásdís Guðmundsdóttir Sveitarstjórnarfulltrúi Sjálfstœðisflokksins molar Opinn kirkjudagur í Húnaþingi vestra Opið hús verður í öllum kirkjum Húnaþings vestra sunnudaginn 3. júlí 2005, frá ki. 10:00-18:00. í boði verður m.a. almennur söngur í Víðidalstungukirkju kl. 16:00-16:30 undir stjórn Guð- rnundar St. Sigurðssonar og Helgi Ölafsson, organisti mun spila í Hvammstangakirkju kl. 13:00, Breiðabólstaðarkirkju kl. 14:00, í kirkjunni á Vesturhóps- hólum kl. 15:00 og í ldrkjunni á Tjörn kl. 16:00. Þá verða kirkj- urnar í Kirkjuhvammi, á Mel- stað, á Staðarbakka, að Efra- Núpi og að Stað einnig opnar frá kl. 10-18 þcnnan dag. Ferðamálafélag V-Hún og sókriárprestar Níu holu púttvöllur vígðurá Skagaströnd Fimmtudaginn 23. júní sl. var vígður nýr 9 holu pútt\'öllur á tjaldstæði Höfðahrepps. F)TSta púttið sló Ingibergur Guðmundsson, fyrsti formaður Golfklúbbs Skagastrandar en vígslan var keppni milli hans og Hjálms Sigurðssonar, tómstunda- og í)iróttafúlltnii Höfðahrepps. Ekki fara sögur af úrslitum en þó töldust þau hagstæðari öðrunr aðilanum. Púttvöllurinn er öl- lum opinn en þeir sem vilja keppa verða að minnsta kosti til að byrja með að hafa með sér púttara og kúlur. www.skagastrond.is 20 punda lax úr Vatnsdalsánni Rúmlega 20 punda lax veidd- ist í hinum fomfr;ega veiðistað Hnaus;istreng í Vaúisdals;! unr helgina. Veiðimaðurinn, Sturla Birgisson, sleppti myndarlegri hr>'gnunni að viðureigninni lokinni en eins og kunnugt er þá er öllum ktxi sleppt aftur í Vatnsdalnum. Opnunarhollið í ánni náði átta löxum og þar á rneðal lúsugiun smálöxum. Fréttir berast nú af góðri laxveiði í mörgum ám, enda var stórstreymt á miðvikudag og öflugar göngur víða. í Miðfjarðará sáu veiðimenn í fjTrakvöld hvar torfa af stórum löxurn renndi sér inní Kistumar í VesUirá. Dagana á undan hatði einn og einn lax verið að sjást og nokkrir tóku maðk í Kistunum og Neðri-Hlaupum. www.huni.is Skagafjörður Fjölmenni á Jónsmessu- hátíð á Hofsósi Góð aðsókn var að Jónsmessuhátíðinni sem Hofsósingar héldu um síðustu helgi og virtist fólk nokkuð ánægt þrátt fyrir tals- verða rigningu seinni hluta laugardagsins. Það voru ýrniss skemmti- atriði í boði en á fólki sem sótti hátíðina er að heyra að kvöldvakan á laugardag- skvöldið hafi heppnast sér- lega vel og verið hápunk- tur helgarinnar. Um 300 manns sóttu kvöldvökuna og svipaður fjöldi dansleikinn á eftir. Ýmsir brottfluttir lögðu heimamönnum lið á skern- mtuninni Þannig var Jón heilbrigðisráðherra ræðu- maður og fékk það hlutverk að starta samkomunni og var hannn ekki í vandræðum að ná upp stemmingunni. Ein- nig sungu þær systur Anna og Þórunn Snorradætur frá Ártúnum nokkur lög og Kristján bróðir þeirra var mættur með Upplyftingu til að spila á ballinu. Af hei- mafóllki tróðu upp nokkrir félagar úr leikfélaginu og ein- nig kornu frarn unglingar frá Hofsósi sem fluttu nokkur lög við ágætar undirtektir. Það var svo Karl Ágúst leikari sem sló botninn í skemmtunina og brást auðvitað ekki frekar en fyrri daginn. Talsverður fjöldi skoðaði sýningu á gömlum ljósmyndum frá Hofsósi sem Finnur Sigurbjörnsson hefur safnað og hann setti upp í húsnæði KB-Banka og handverksfólk sem var með vöruru sínar í tjaldi við Höfðaborg var ánægt nteð sinn hlut. Ekki fór þó allt eftir áætlun undirbúningsnefndarinnar því heimamönnum mistókst að vinna fótboltaleikinn við Blönduósinga á föstudags- kvöldinu. Eftir mikla baráttu urðu úrslit leiksins 2-2 en heimamenn töldu sig óhepp- na að ná ekki að knýja fram sigur undir lokin. Miðað við hvað aðsókn var góð má ætla að þessi skemmtun sé búin að festa sig í sessi og verði árlegur viðburður hér eftir. ÖÞ: 3*1 W-W- Stelpurnar voru áhugasamar í karokikeppninni. En regnhlífin kom sér vel þegar skemmtunin í Höfðaborg var búin. myndir ÖÞ:

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.