Feykir


Feykir - 07.09.2005, Blaðsíða 5

Feykir - 07.09.2005, Blaðsíða 5
33/2005 Feykir 5 Starfsfólk UNHCR i Costa Riga. Skagfirdingar í bongóblíðu í Bakkakoti Frábær þátttaka á golfmóti burtfluttra Rúmur helmingur afþeim 60 kylfingum sem mættu til leiks, samankominn á Bakkakotsvelli. Hinirhöfðu því miður yfirgefið svæðið og misstu aftækifærinu að komast á mynd, ýmist óánægðir yfir eigin árangri eða einfaldlega uppteknir við annað, t.d. matseld heima fyrir! einstæðar konur erfitt uppdráttar. Viðhorf til þessara kvenna er allt annað en það sem við eigurn að venjast. Til að rnynda eru mörg dæini þess að ungurn konum sé þröngvað til að stunda vændi. Aðstæður einstæðra mæðra með börn eru afar erfiðar og félagslegur og ljárhagslegur stuðningur lítill. Öflugust á því sviði var kaþólska kirkjan. Frá Costa Riga flugum við til Equvador. Equvador þýðir miðbaugur enda er landið við miðbaug. Við dvöldum í höfuðborginni Quito (kító), sem er í um 2.700 rnetra hæð yfir sjávarmáli. Á svona ferðalögum fæ ég venjulega ekki frið fyrir bítandi skorkvikindum en nú var allt annað uppi á teningnum. í miðbæ Costa Riga er svo römrn mengun - aðallega af gömlurn og illa búnurn biffeiðum - að moskítóflugur og aðrar blóðsugur hafa hreinlega flúið. Quito stendur aftur á móti það hátt að kvikindin una sér ekki í svo þunnu lofti. Þunna loftið angraði hins vegar ekki lamadýrin sem ég hafði ekki séð áður nema í Tinnabókum. Erfitt val I Qito og nágrenni tókum við fleiri flóttamenn í viðtal og þegar upp var staðið höfðum við rætt við ríflega helmingi fleiri flóttamenn en við gáturn tekið við. Eftir síðasta viðtalið settumst við í sendinefhdinni niður og ræddunr okkar á milli hvaða fjölskyldur við töldum brýnast að taka, hverjar m)ndu aðlagast á íslandi og hverjum kostir fslands nýttust best. Sannast sagna er svona val erfiðasta vinna sem hægt er að hugsa sér. Eftir að hafa séð vonina í augum mæðranna og forvitni og ffamtíðardrauma í augum barnanna er erfitt að segja, “Nei, því miður, þið fáið ekki að koma”. Það kom mér reyndar til góða að hafa nokkra reynslu af þessu en á móti kom að ég var sá eini í hópnum sem hafði áður tekið þátt í að velja flóttamenn. En sendinefndinn vann saman sem einn maður og komst fljótt að sameiginlegri niðurstöðu. Auðvitað hefðunr við viljað taka allt fókið með okkur en unr það var ekki að ræða. Síðasta kvöldið okkar í Quito buðum við gestgjöfúm og samstarfsfólki hjá UNHCR skrifstofnni út að borða. Við völdum veitingastað sem stóð hátt í fjallshlíð og sá vel yfir stóran hluta borgarinnar. Eftir að við höfðunr lokið matnum fór ég til eigandans til að gera upp og komst að því að hann var ffá New York. Ósköp venjulegur maður sem hafði tekið sig upp, selt eigur sínar í Bandaríkjunum og sest að í höfuðborg Equvador. Hafði fengið þessa flugu í höfúðið og látið slag standa. „Flestir heima héldu að ég væri orðinn endalega vitlaus, en veistu, bæði hafði ég gott af þessu ég held að ég hafi líka getað látið gott af mér leiða hérna,” sagði þessi New York búi við mig. Þó að hann nefndi það ekki sá ég ekki betur en hann hefði efnast á þessu tiltæki líka. Þegar við fórum gaf hann afslátt af veitingunum og bað mig endilega að koma aftur ef ég ætti leið hjá. Ég útskýrði fýrir honurn að ég ætti fyrir höndunr 18 klukkustunda ferðalag heinr daginn eftir og óvíst að þarna rækist ég aftur inn enda yfir hálfan hnöttinn að fara. Þegar þetta er ritað er von á flóttafólkinu frá Costa Riga og Equvador innan nokkurra daga. Vonandi völdum við rétt en tíminn einn leiðir í Ijós hvernig þessu fólki vegnar í íslensku þjóðfélagi. Þau fá að minnsta kosti tækifæri til að hefja nýtt líf. Sjálfúr er ég sannfærður um að þau eiga eftir að spjara sig vel. Golfmót burtfluttra Skagfirðinga á höfuð- borgarsvæðinu, Opna Króksmótið sh (sunn- anheiða), var haldið á sunnudag. Metþáttaka var þetta ár- ið, um 60 manns, sent léku golf við bestu mögulegu aðstæður, í logni, 15 stiga hita og sólarglennu. Kylf- ingar voru á öllum aldri, af báðurn kynjum og jafnt hreinræktaðir Skagfirðingar sem aðfluttir. Nokkrir snillingar komu akandi suður yfir heiðar, til að hitta gamla kunningja, en flestir áttu það sameiginlegt að hafa á einhverjum tínia- punkti yfirgefið Skagafjörð og haldið á vit nýrra ævintýra í höfuðborginni og næsta nágrenni. Meðal þeirra sem áttu hvað lengstu fjarveruna var Gunnar Páll Eyjólfs- son, tónlistarmaður og kjötiðnaðarmaður með meiru, senr yftirgaf fjörðinn fagra fyrir nærri 40 árum. Kominn á áttræðisaldurinn nrætti hann á sínum golflríl og hafði gaman af, ekki síst að hitta gamlan félaga úr tónlistarbransanum á Krók- num, Sigurgeir Angantýs, hann Muna. Voru þar miklir fagnaðarfundir. Gunnar Páll sér nú urn dinnertónlistina á Grand hótel og er einnig að spila á Islendingaslóðum á suðrænum sólarströndum. Mótsstjórn var sent fyrr í öruggunt höndunt þe- irra Gunnars Guðjónssonar (Gunna bakara og nú næt- un'arðar í Ráðhúsinu), og Guðna Óskarssonar (Hofs- ósings með meiru og kenn- ara á Selfossi), sem nutu dyggrar aðstoðar Brodda Þorsteinssonar á vettvangi. Skagfirskur andi sveif einnig yfir vötnum í golf- skálanum á Bakkakots- velli en þær ræður ríkjum í veitingasölunni dóttir þeirra Gunna og Sólrúnar Steindórs, Kristín Gunn- arsdóttir. Sá hún til þess að enginn fór burtu svangur eða þyrstur. Þegar komið var franr undir kvöld, og sól tekin að hníga á lofti, lágu úrsli- tin loks fýrir. Sigurvegari varð Skarphéðinn Freyr In- gason, sem lék körfubolta með Stólunum og stundaði nám í Fjölbraut fyrir fáum árum, með hvorki fleiri né færri en 42 punkta. Næstur kom Stefán Guðmunds- son jr, sonarsonur Stebba í Ríkinu, með 39 punk- ta, Ragnar Marteinsson (Friðrikssonar) varð þriðji nreð 38 punkta og Hafþór Þorbergsson (Jósefssonar) fjórði með 36 punkta. Læg- sta skor átti Einar Haukur Óskarsson (Halldórssonar bílasmiðs), með 72 högg, enda vallarstarfsmaður í Bakkakoti. Fjölmörg aukaverðlaun voru veitt en styrktaraði- lar mótsins voru KB banki, Síminn, Orkuveita Reykja- víkur, íslenska auglýsinga- stofan, Icelandair, Golf- búðin í Hafnarfirði, Nings, Nói-Síríus, Hexa, Steypu- stöðin og íslenska umboðs- salan. Kann mótsstjórn þessum aðilum bestu þakk- ir fýrir, sem og öllum þeim sem fjölmenntu í Bakkakot og slógu í gegn, hver á sinn nráta! netkönnun Hvaða tónleikar eftirtalinna íslandsvina þóttu þér mest spennandi í sumar? Gamlirámi stuðboltinn Joe Cocker! 111.2%) Strípuðu eitísgoðin í Duran Duran! 116.8%) Rokkboltarnirí Foo Fighters! (82%) Stórsöngvarinn José Carreras! (5.6%) Risarapparinn Snoop Dog! (8.2%) Gangandi hljóðfærið Bobby McFerrin! (3%) Danska sjarmatröllið Kim Larseni (47%) Hægt er að taka þátt i könnunum sem birtast í Feyki með þvi að fara inn á Skagafjörður.com og kjósa þar. ítrekað skal að könnunin er meira til gamans og taka skai niðurstöðurnar með fyrirvara. 9. september > Valdarásrétt, fjárrétt í Fitjárdal, Húnaþingi vestra. 9.-10. september > Fjárréttir í Undirfellsrétt í Vatns- dal, Austur-Húnavatnssýslu. 9.-10. september > Opna Skýrr mótið í golfi á Hlíðarendagolfvelli við Sauðárkrók. > Haustmót í golfi á Vatnahverfis- velli við Blönduós > Réttarkaffi i Hamarsbúð á Vatnsnesi, Húnaþingi vestra. > Deildardalsrétt í Skagafirði auk fjölda annarra rétta sem fram fara dagana 10. -11. september. Sjá nánar auglýsingu um réttir á Norðurlandi vestra á bls. 3 í Feyki. söfn & sýningar Á NORÐURLANDIVESTRA Glaumbær - opið alla dagafrá 9-18 Mlnjahúsið á Sauðárkróki - opið alla dagafrá 14-17 Víðimýrarkirkja - opið alla daga frá 9-18 Vesturfarasetrið - opið alla daga frá 11-18 Vatnalífssýningin á Hólum - opið alla daga frá 10-18 Samgönguminjasafn Skagaf- jarðar - opið alla daga 13-18 Heimilisiðnaðarsafnið á Blön- duósi - opið alla daga frá 10-17 Byggðasafnið á Reykjum - opið alla daga frá 10-18 Nánari upplýsingar uppiysingar@skagafjordur.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.