Feykir


Feykir - 07.09.2005, Blaðsíða 8

Feykir - 07.09.2005, Blaðsíða 8
Það er vissu leyti gaman að láta busast. Mynd: Addi 422 nemendur hófu nám á haustönn við FNV Busar vígðir í Fjölbraut Nynemar - busar - voru teknir í heldri nemenda tölu síðastliðinn föstu- dag en þá fór fram sú sérkennilega athöfn busavígsla í nágrenni Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra. Nú síðustu árin hefur busavígslan farið franr í fyrstu viku skólaársins og eru senni- lega bæði busar og starfsfólk skólans fegin því að svo sé því hér áður fyrr fór busavíg- slan oft fram um mánuði eftir að kennsla hófst við skólann með tilheyrandi linnulitlum busapyntingum. Að þessu sinni þurftu busar að vaða Sauðána, þeir fengu mjólk og hveiti yfir sig og fengu að bragða á græn- leitum graut og ýmislegt fleira rnáttu þeir ganga í gegn- um. Um kvöldið var 'síðan busaball í Miðgarði þar senr hljómsveitin Á móti sól lék við hvurn sinn fingu. Nemendur við FNV eru 422 nú á haustönn og eru 111 nemendur á heimavist skólans. Mest aðsókn er að félagsfræðabraut en þar eru 113 nemendur skráðir til náms. Ein helsta nýungin í skólastarfinu er sú að bætt hefur verið við námi á vél- stjórnarbraut 2. stigs en þar stunda 16 nemendur nám. 545 4100 www.bustadur.is BÚSTAÖUR FASTEIGNASALA A LANDSÐYGGÐINNI RAFVERKTAKAR - sérverslun með raftæki ^ 455 5300 KB greiSsluþjónusta KB B A N K I -krafturtil þínl Tölvur og netnotkun fyrirtækja í Skagafirði Viðamikil könnun í undirbúningi Undanfarnar vikur hefur verið í undirbúningi spurningakönnun sem send verður öllum bændum og flestum fyrirtækjum í Skagafirði. í könnuninni er lögð áhersla á tölvur og netsamband, tengimögu- leika, kostnað, tövukunnáttu og fleira. Um er að ræða viðamestu könnun sinnar tegundar í Skagafirði. Könnun þessi er hluti af BIRRA-verkefninu (Broad- band in Rural and Remote Area), sem er samstarfsverkefni þjóða á norðurslðóð. Inn- lendir þátttakendur eru Byggðastofnun, Póst- og fjar- skiptastofnun Sírninn, Sveit- arfélagið Skagafjörður, fsafjarð arbær,Leiðbeiningamiðstöðin á Sauðárkróki og Gallup. Auk fslendinga taka aðilar frá Skotlandi, Svíþjóð og Finnlandi þátt í verkefninu. BIRRA er skammstöfun á enska heitinu á breiðbands- tengingum eða háhraða- tengingum í dreifbýli. Verkefnið er í nokkrum liðum en ætlunin er meðal annars að kanna hversu mikið smærri fjTÍrtæki og bændur nota netið og tölvupóst, hvort fólk telji að auka megi fjarvinnslu með bættum teng- ingum, kostnað við netnotkun. Þá er jafnframt markmið verkefnsins að miðla á milli þátttökulanda upplýsingum urn nýjustu tæknilausnir á sviði gagnaflutninga. Spurningalistar verða væntanlega sendir út í næstu viku en aðstandendur segja mjög mikilvægt að sem flestir svari. BIRRA-verkefninu lýkur í lok næsta árs og verður hægt að nýta niðurstöður þess m.a. sem vinnuplagg við skipu- lagningu byggðaaðgerða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.