Feykir


Feykir - 21.09.2005, Page 7

Feykir - 21.09.2005, Page 7
35/2005 Feykir 7 Rabb-a-babb I íþróttafréttir smáauglýsingar Sendid smáauglýsingar til frírrar birtingar á feykir@krokur.is Flóamarkaður Flóamarkaðurínn verður fyrstu helgina I nóvember. Nánarsíðar. Kvenfélag Sauðárkróks. Tapað - fundið Bíllykill afSubaru tapaðist á Sauðárkróki eða Varmahlið! Vinsamlega látið mig vita efþið finnið hann í síma 8612528 Til sölu Suzuki Grand Vitara árgerð 1998 tilsölu. Litur grásans, ekinn 115 þúsundkm. Mjög velmeð farinn. Upplýsingar í síma 899 4016. Jón Grétar. Hjól i óskilum Hvítt og blátt kvennmannsreiðhjól tapaðist við Hásæti 5 á Sauðárkróki (Dvalarheimili aldraðra). Finnandi hafi samband við Tamöru. Árgangur: 1963. Fjölskylduhagir: Tvö börn, Valdís Dröfn 21 árs og Ólafur Starrí, 9 ára. Starf / nám: Starfa hjá Öldunni - stéttarfélagi og sit í Sveitarstjórn Skagafjarðar en er reyndar í fríi þar til áramóta vegna náms við Bifröst. Hestöfl: Ótrúlega mörg hestöflí Re- nault Clio. Hvað er í deiglunni: Að skrifa meist- araritgerð og fara í ræktina. Hvernig hefurðu það? Ég hefþað mjög gott. Hvernig nemandi varstu? Fyrirmyndarnemandi - minnir mig.... er þó ekki viss um að handavinnu- kennarinn minn samþykki það! Hvað er eftirminnilegast frá ferm- ingardeginum? Brúnn rifflaður flauelsjakki og kúrekastígvél eins og eru ítísku í dag (afhverju henti ég þeim? Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðirstór? Ég ætlaði að verða rithöfundur eða ballettdansmær. Hvað hræðistu mest? Að eitthvað komi fyrir mína nánustu. Hver var fyrsta platan sem þú keypt- ir (eða besta)? Örugglega David Bowie...eða var það FrankZappa? Hvaða lag ertu líklegust til að syn- gja í Kareókí? Ætli ég verði ekki að taka undir með Jónu Fanney.... five - seven o five! Hverju missirðu helst ekki afísjón- varpinu (fyrir utan fréttir)? Ekta breskum/skoskum spennuþát- tum með flóknum söguþræði (öfugt við hina ammmerísku). Besta bíómyndin? Þær eru margar - spænskar, frans- karog danskar, er svona evrópusin- ni í þessum málum. Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Pal- trow? Hmmm, Willis og Jolie. Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki erskrifað á tossamiðann? Ekkert!!! Jú, kannski pínu nammi -stundum. Hvað er ímorgunmatinn? Te og speltbrauð eftími gefst. Uppáhalds málsháttur? Hver er sinnar gæfu smiður. Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mesttil þín? Andrés Önd og félagar - fæ reglu- lega upplýsingar um nýjustu ævin- týri þeirra frá syni mínum. Hvert er snilldarverkið þitt í eld- húsinu? Kjúklingarétturinn með hnetunum... nammi namm. Hver er uppáhalds bókin þín? Sú sem égerað lesa íhvert sinn. Efþú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... ...beint til Suður - Frakklands að heimsækja vinkonu mína sem býr í Pýreneafjöllunum. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Óþolinmæði. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óheiðarleiki. Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Enski boltinn? Hvernig bolti er það?? Hvaða íþróttamanni hefurðu mest- armæturá? Ismanninum Raikonnen - engin spurning! Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? Diskó Friskó. Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Gandhi. Ef þú ættir að dvelja alein á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Geislaspilarann, uppáhaldsdiskinn og góða bók. Hvað er best í heimi? Góðir vinir og fjölskyldan. Hvernig eru Skagfirðingar? Stoltir af uppruna sínum, heima- kærir og yfirleitt mjög skemmti- legir. Sprækir hlauparar nálgast Krókinn. Króksbrautarhlaupið Allir sigurvegarar Króksbrautarhlaupið fór fram um helgina og voru þátttakendur um 60 talsins. Hlau- pararnir hrepptu hið ágætasta veður og hlupu með sól í sinni. Þeir sem hlupu lengst fóru 35 kílómetra en all- ur gangur var á því hvað hlaupararnir treystu sér langa vegalengd en þeir sem fóru stysta spölinn hófu harkið við Melsgil en þaðan eru urn 10 km út á Krók. Allir komu í mark sem sigurvegarar þó svo flestir hafi sennilega verið léttari í spori við upphaf hlaupsins. Markið var við Sund- laug Sauðárkróks þar sem hlauparar teygðu á un- danbragðalaust og gæddu sér á ávöxtum og þeyttum rjóma og svalandi dryk- kjum. Um kvöldið var síðan uppskeruhátíð hjá skokkurum og göngufólki Árna Stef sem þó hefur ekki í hyggju að hvíla lúin bein því stefnan er sett á Amsterdam-maraþonið nú í október. Skagaströnd Körfuboltinn deildinni Ný stjórn tekin við hjá körfubolta- Adoll og Eyjólfur ásamt hressum krökkum við vigslu vallarins. Nýr sparkvöllur var vígður á dögunum á Skagaströnd. Völlurinn er liður í átaki sveitarfélaga og Knatt- spyrnusambands íslands um gerð sparkvalla víða um land. Á myndinni má sjá þá Adolf Berndsen, forseta sveitarstjórnar og Eyjólf Sverrisson hjá KSÍ vígja völlinn en hópur ungmenna fylgist með. Síðastliðið fimmtu- dagskvöld var aðal- fundur körfuknatt- leiksdeildar Tindastóls haldinn í Vallarhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki. Halldór Halldórsson stýrði fundi og fór yfir starfið á síðasta reikningsári og reikninga deildarinnar sem voru í betra standi en stundum áður. Ný stjórn var kjörin en hana skipa Halldór Halldórsson, Ásta Benediktsdóttir, Jóhann In- gólfsson, Svavar Birgisson, Viggó Jónsson og Jóhann Sigmarsson. Feykir náði í skottið á Viggó Jónssyni og sagði hann stjórnina eiga eftir að skipta með sér verkum. Hann sagði ennfremur að Ijóst væri að Kristinn Friðriksson yrði spilandi þjálfari í vetur og þá er ljóst að Svavar Birgisson og ísak Einarsson munu spila með Stólunum. Tindastólsmenn eru að leita að kana til að styrkja liðið og þá eru allar líkur á því að ITelgi Rafn Viggósson spili með Stólun- um annan hvern mánuð. Á fundinum voru verk- efni vetursins voru rædd, þ.a.rn. yngri flokka starf, fjármálin, meistaraflokkar karla og kvenna en verið er að leita að bandarískri stúlku sem ætlað er að þjálfa og spila með kvenn- aliði Tindastóls. Mæting á fundinn var þokkaleg en það mættu alls um 15 manns á fundinn. Æfingar eru hafnar hjá báðum meistaraflokkunum og yngri flokkunum en fýrsti leikur Tindastóls í 1. deild verður væntanlega 9. október.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.