Feykir


Feykir - 19.10.2005, Blaðsíða 8

Feykir - 19.10.2005, Blaðsíða 8
| : ' '' ' | VlDEQ^t OIF. SKAGFIRÐINGABRAUT 29 SAUÐARKROKI SÍMI 453 6622 Fyrr- og núverandi sveitarstjórar í Skagafirði Hlupu maraþon í Amsterdam Skokkhópur Sauðár- krókslagði landundirfót um síðustu helgi þegar rúmlega 30 hlauparar úr hópnum tóku þátt í Am- sterdam maraþoni sem nú var hlaupið í þrítu- gasta skiptið. Alls luku 9 Skagfirðing- ar við heilt maraþon og þar vakti athygli að meðal kepp- enda voru bæði núverandi og fyrrverandi sveitarstjórar, þeir Ársæll Guðmundsson og Snorri Björn Sigurðsson. Báðir stóðu þeir sig með sóma þó að þeir hafi verið nokkuð á eftir hinum heims- fræga Haile Gebrselassie frá Eþíópíu sem sigraði í hlaup- inu á tveim klukkustundum og sex mínútum sem jafngild- ir urn 20 km. hraða á klst! 14 hlauparar af Króknum luku hálfu maraþoni og átta hlupu 10 km þannig að óhætt er að segja að Skagafjörður hafi átt hlutfallslega mjög marga þátttakendur, en alls voru þátttakendur í hlaupinu um 20.000 víðsvegar að úr heiminum. Reglur um skráningu katta á Blönduósi Tveir fullorðnir kettir á heimili Bæjarstjórn Blönduóss hefur samþykkt gjaldskrá og reglur fyrir kattahald í bænum. Samkvæmt nýju reglunum mega einungis vera tveir fullorðnir kettir á heimili. Um nokkut skeið hefur verið skylda að skrá og rnerkja ketti. Nýjasta nýtt er að nú þarf að örmerkja ferfætlingina. Það kostar kr. 1.000 á ári að eiga kött á Blönduósi sem er miklu ódýrara en ef óskaráður köttur er handsamaður. Stighækandi viðurlög eru við handsömun katta í sveitarfélaginu, handsömun fýrsta skipti kr. 7.000,- í annað skipti kr. 12.500 og sé óskráður köttur gómaður í þriðja sinn er Blönduósbæ heimilt að rukka eiganda hans um heilar 19.000 krónur. Vestur Húnavatnssýsla________ Kvennafrídagur24. okt Leita að framkvæmda- Hvatt til stjóra fyrir Grettisból samstöðu Forsvar á Hvammstanga leitar nú að framkvæmda- stjóra til að taka við nýju starfi er felst í umsjón með verklegum framkvæmdum við uppbyggingu útisvæðis og annarrar aðstöðu Grettisbóls við Laugarbakka, ásamt daglegri umsýslu félagsins, fármögnun, þróun og framkvæmd árlegrar Grettis- hátíðar. Aðspurð um fjármögnun á starfinu segir Elín Líndal markaðsstjóri hjá Forsvari núverandi fjármunum verk- efnisins sé ætlað að fjármagna starf framkvæmdastjórans í upphafi. Honum er hinsvegar ætlað m.a. að einbeita sér að fjármögnun verkefnisins svo tryggja megi betur rekstrar- grundvöll þess til framtíðar. Vestur Húnvetningar hafa nýtt Grettissögu fyrir ferða- þjónustu. Elín segir þetta hafa gefið góða raun enda mikilvægt hverju samfélagi að hlúa að menningu sinni og sögu. „Grettissaga er hluti af sögu okkar hér í Húnaþingi vestra. Grettisháðið hefur verið haldin mörg undanfarin ár og hefur skapað sér ákveðin sess. Ferðaþjónustuaðilar eru að tengjast verkefninu með virkum hætti og allt styður þetta hvort annað” segir Elín. ítilefni kvennafrídagsins 24. október er skipulögð kröfuganga frá Ártorgi á Sauðárkróki kl. 14.30, samkoma í framhaldinu á Kaffi Krók kl. 15.00. Þar verður dagskrá með ávörpum, hvatningarorðum og menningar atriðum, tón- list o.fl. Að sögn Svanhildar Guðmundsdóttur, sem er ein afskipuleggjendum ermark- miðið að sýna fram á hvaða áhrif það hefúr á alla virkni samfélagsins ef konur hætta að vinna kl. 14.08. “Karlarnir þurfa ekki að lenda í van- dræðum, þeir eru velkomnir með okkur og börnin líka. Ég hvet alla til að sýna sam- stöðu” segir Svanhildur. Landsmót hestamanna 2006 St}óm skipuð fyrir Lands mot á Vindheimamelum Frá Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum 2002. Landsmót ehf. hefur skipað mótsstjórn fyrir næsta landsmót sem fram fer á Vindheimamelum á komandi sumri. Fimm manns hafa verið eru; Sveinbjörn Sveinbjörns- skipaðir í stjórnina, en þeir son, Lárus Dagur Pálsson, Eyþór Einarsson, Hinrik Bragason og Guðlaugur Antonsson. Þetta kemur ffam í fréttatilkynningu ff á Landsmóti hestamanna. Hugsanlegt er að fjölgi í mótsstjórn þegar nær dregur móti og verkefnum fjölgar. Hlutverk mótsstjórnar er að sjá um framkvæmd mótsins, m.a. að skipuleggja dagskrá þess og verkþætti. Stjórnin mun koma saman til fundar hið fyrsta og er stefnt að því að fyrsti fúndurinn verði haldinn í Skagafirði og að- stæður á mótsstað um leið teknar út og mat lagt á framgang undirbúnings á svæðinu. « 455 5300 AUKIN ÞJÓNUSTA Frá 3. október verður starfandi þjónusturáðgjafi í afgreiðslunni í Skagfirðingabúð. KB BANKI -krafturtil þín! 545 4100 RAFVERKTAKAR www.bustadur.is - sérverslun með raftæki yy* tíö rafsjá hf BÚSTAð U R FASTEIONASALA A LANDSBVQQOINNI ^7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.