Feykir - 19.10.2005, Blaðsíða 6
6 Feykir 39/2005
Ársæll Guðmundsson og Viggó Jónsson skrifa
Uppbygging íþróttaleik
vangs a Sauðarkróki
íþróttaleikvangurinn á Sauöárkróki sumarið 2004.
Undirritaðir hafa notið
þeirra forréttinda að starfa
í framkvæmdanefnd um
uppbyggingu íþróttaleik-
vangs á Sauðárkróki sem
tekin var í notkun á
Landsmóti UMFÍ 2004.
Framkvæmdanefndin sem
hélt rúmlega 30 fundi, mun
skila af sér skýrslu um störf sín
við fornilega athöfn í
Ljósheimum á morgun,
fimmtudaginn 20. október kl
20:00. Þangað eru allir íbúar
velkomnir og sérstaklega
hvetjum við alla þá fljölmörgu
sem hjálpuðu okkur að gera
þennan skemmtilega leikvang.
Það var í mars árið 2002
sem ákvörðun var tekin um að
Landsmót UMFÍ árið 2004
skyldi haldið í Skagafirði en þá
voru liðin 33 ár frá því
Landsmót UMFÍ var haldið
þar síðast. Þess má geta að Gísli
Sigurðssonffjálsíþróttaþjálafiri
hafði barist fyrir því að halda
landsmót í Skagafirði í nol<kur
ár en þegar vestfirðingar gáfu
landsmótið frá sér var allt sett á
fullt og var þá búið að spekulera
mikið í teikningum og frum
hönriun á leikvangnum,
þannig að leikvangurinn nýttist
sem best fyrir allar íþróttir.
öllum sem að ákvörðuninni
komu vissu að framundan var
mikið verk og þyrfti samstillt
átak íbúa í Skagafirði að koma
til svo byggja mætti upp
íþróttamannvirki sem stæðust
kröfúr. Framkvæmdanefnd
um uppbyggingu íþróttaleik-
vangsins var skipuð snemma
sumars 2002 og fékk einnig
það hlutverk að afhenda
tjaldsvæði tilbúið til notkunar
á Nöfunum. Samningur var
gerður við UMSS og UMFÍ
varðandi uppbyggingu og
afhendingu leikvangsins fyrir
Landsmótið 2004. Ákvörðun
var síðan tekin árið 2004 að
Unglingalandsmót UMFI
skyldi einnig haldið á
Sauðárkróki um verslunar-
mannahelgina það ár.
I upphafi var reiknað með
að kostnaður yrði rúmar 78
milljónir en þegar upp var
staðið kostaði leikvangurinn
147,7 milljónir kr, en það var
að sjálfsögðu allt önnur
framkvæmd, ekki var reiknað
með áhaldahúsi , heitu vatni
undir brautir, að byggja upp
fótboltavöllinn, eða setja upp
vallarhús, svo eitthvað sé nefrit.
Ríkissjóður greiddi kr. 65
milljónir, sveitarfélagið Skaga-
fjörður60,3 milljónirogUMSS
lagði til kr 22,4 milljónir í formi
vinnuframlags og styrkja. Þetta
hefði ekki verið hægt nema
með aðkomu fjí'ilmargra
sjálfboðaliða og styrkveitenda
og samstilltu átaki íbúa í
Skagafirði. Þykir okkur það
vera einsdæmi hversu samtaka
allir voru í að láta verkefnið
ganga upp. Þetta sýnir enn og
aftur hvað hægt er að gera ef
menn hafa trú á því sem er
verið að gera, allt það fólk sem
kom og hjálpaði til, beðið og
óbeðið, hvort heldur var verið
að moka skurð draga í leggja
þökur eða gefa fólki að borða,
þetta stiður allt hvað annað.
Það er ekkert mál að fá fólk til
að koma og vinna í
sjálboðavinnu það þarf bara að
láta það vita af því, að það sé
velkomið.
Margvísleg óvænt verkefni
urðu á vegi framkvæmda-
nefndarinnar við gerð íþrótta-
leikvangsins. Má þar helst
nefna að skipta þurfti út öllu
undirlagi nýja vallarins þar sem
gamli völlurinn reyndist halla
of mikið og jarðvegurinn
reyndist ekki standast kröfur.
Jarðvegsmön var byggð en
meiningin var að setja allt það
efni sem úr vellinum kom í
hana og planta síðan trjám og
víði til að mynda skjól á
norðurhluta vallarins en þegar
í ljós kom að það þurfti að
skipta um efni undir
hlaupabrautunum var ákveðið
að flytja efni burt af svæðinu
sem ekki var upphaflega
áætlað, einnig var ákveðið að
staðsetja áhaldageymslu í
möninni. Það urðu töluverðar
umræður um upphitun
hlaupabrauta en nefndin taldi
það nauðsynlegt til að nýta
mannvirkið allt árið og einnig
nýttust hlaupabrautirnar fjTÍr
eldri borgara og þá sem eiga
erfitt með útivist þegar snjór og
krapi er á göngubrautum.
Aðalleikvangurinn var færður
frá Sundlaug Sauðárkróks, þ.e.
í suður til að þrengja ekki um
of að byggingarreit sundlaug-
arinnar. Gerviefnið sem valið
var í hlaupabrautirnar var
vandlega valið með tilliti til
veðráttu og notkunar. Stökk-
gryfjur fýrir langstökk og
þrístökk voru hafðar fjórar í
stað tveggja eins og hefðbundið
er en það eykur afköst vallarins
til mikilla muna. Fram-
kvæmdanefridin lagði mikið
kapp á útsjónarsemi og
sparnað í hvívetna. T.d. er
vallarhúsið við austurhlið
vallarins smíðað úr fimm
vinnuskúrum. Voru þeir
sniðnir saman og er húsið nú
prýði á vellinum.
Styrktaraðilar hafa verið
margir og jákvætt hugarfar
einstakt hjá öllum til að gera
íþróttalekvang Skagfirðinga
sem veglegastan. Gunnar
Sigurðsson á Ökrum gaf t.d.
tímatökuhúsið sem stendur
utan í Nöfunum við suð-
vesturhorn vallarins og Egill
Benediktsson gaf veglega
klukku sem hangir á suður-
hlið áhaldageymslunnar í
möninni. Verktakar stilltu
gjaldtöxtum sínum verulega í
hóf og gleymdu þeim á
stundum og ber að þakka það
sérstaklega. Töluverð sam-
skipti voru við Menntamála-
ráðuneytið og reyndist starfs-
fólk þess okkur einstaklega
vel. Þingmenn og ráðherrar
studdu okkur mjög vel, enda
hækkaði framlag ríkisins
töluvert frá því sem
upphaflega var áætlað.
Landsmótin árið 2004 eiga
eftir að vera lengi í minnum
höfð í Skagafirði. Veðrið
skartaði sínu fegursta og
framkvæmdin bar öllum
þeim sem að henni komu
fagurt vitni. Við vonum að
íþróttaleikvangurinn á Sauð-
árkróki eigi eftir að nýtast
íbúum Skagatjarðar og
íþróttaiðkendum á íslandi vel
um ókomna framtíð. Við
erum stoltir af verkinu og
þökkum öllum okkar sam-
starfsaðilum kærlega fyrir
gott og gæfuríkt samstarf.
Ársœll Guðmundsson,
sveitarstjóri
Viggó Jónsson, formaður
framkvœmdanefnar
Magnús H. Gíslason skrifar
Úr handraðanum
Eitt sinn voru þeir
Jóhannes Kjarval list-
málari ogThorVilhjálms-
son rithöfundur á ferð
um Austurland og komu
þá við á Eiðum. Þeir
kvöddu dyra og gerðu
boð fyrir Þórarinn skóla-
stjóra. Han fór til dyra,
bauð þeim félögum að
ganga í bæinn en þeir
töldu sig ekki mega vera
að því en í stað þess dró
Kjarval upp hálffulla
brennivínsflösku og
bauð á báða bóga.
Þegar flaskan var tæmd
tók Kjarval við henni, virti
hana fýrir sér og segir að nú
haldi allir orðið á flösku og
sagðist vera alve hættur að
biðja um kopp. Það sé svo
leiðinlegt að vita afblessuðum
stúlkunum vera að hella
undan manni daginn eftir.
Hann taki svo flöskuna með
sér þegar hann fari úr
herberginu og fleygi henni í
næstu ruslatunnu. Enginn
veitti þessu athygli því allir
séu með flöskur.
Allt í einu snéri hann sér
að Thor og segir. “Hefurðu
aldrei pissað í flösku?” “Ne-
hei, ne-hei”, segir skáldið og
sperrir upp brýrnar. “Þá eigið
þér mikið eftir”, segir Kjarval.
„Það er alveg stórkostlegt,
heil symfónía undir sænginni,
sem hljómar svo undur-
samlega í næturkyrrðinni.
Fyrst heyrist í bassahljóð-
færunum á meðan flaskan er
að fyllast að neðan. Síðan
hækka tónarnir eftir því sem
ofar dregur og þegar komið
er upp í stútinn hljóma
diskantarnir. Þetta er alveg
stórkostlegt, herra rithöf-
undur, þetta þurfið þér endi-
lega að prófa.
“Ja-há, alveg stórkostlegt”,
tók rithöfundurinn upp eftir
meistaranum en hann hafði
drukkið hvert orð af vörum
Kjarvals á meðan hann lét
dæluna ganga er hann var að
lýsa þeirri merkilegu
uppgvötun sinni að það væri
á færi hvers karlmanns að
gerast stjórnandi symfóníu-
tónleika.
Magnús H. Gíslason