Feykir


Feykir - 25.01.2006, Blaðsíða 7

Feykir - 25.01.2006, Blaðsíða 7
04/2006 Feykir 7 Guðmundur Valtýsson skrifar_ Vísnaþáttur 422 Heilir og sælir lesendur góðir. Ekki er hægt að komast hjá því í upphafi þáttarins að leiðrétta meinlegar villlur úr síðasta þætti. I vísu Davíðs Hjálmars til Sigrúnar Haralds var alls ekki gefið í skyn að hún væri þykk. Á fyrsta hending vísunnar að vera þannig. Þykir einni þörf á leit. Þá er í einni af vísum Jakobs á Hóli ótrúleg niðurstaða sem fæst aðeins með því að víxla tveimur stöfum í prentverkinu. Eins og glöggir lesendur hafa séð gerist ekki annað en það að fjTÍr mannleg mistök færist errið fram fyrir íið og úr verður þetta ótrúlega rímorð farið dýrð í þeirri þriðju. Mun fyrri hluti þessarar ágætu vísu eiga að vera þannig. Nú er landsins sköpun skírð Skarta myndir frómar. Vonum öll að þessi leiðrétting komist til skila til sem flestra. Tökum þá upp léttara hjal og fáum eina eftir Móskóga Stebba. Vangaköld er veðradís visna að rótum grösin. Við höfum þó alltaf ís út í viskyglösin. Önnur snilldar vísa kemur hér eftir Stefán og mun hún vera gerð er hann lenti á fundi hjá Kvæðamannafélaginu Iðunni. Andans glœða gróður enn gömulfrœði og snjallar bögur. Hér úr lœðing leysa menn lögin kvœða hrein ogfögur. Að lokum þessi frá Stefáni. Ekki breyta árin mér öls þó neyti glaður. Guð einn veit það, að ég er alltaf sveitamaður. Gaman að leita næst til annars Skagfirðings Jóhanns Magnússonar frá Mælifellsá. Held ég að hann hafi ort þessa hringhentu vetrarvísu. Freðin öll er hamrahöll héluvöllinn stjörnur lýsa, hcestu fjöllin földuð mjöll fellurgjöll á milli ísa. Ef ég veit rétt kernur hér önnur vísa eftir Jóhann og mun hún ort á hörðu vori. Vék um síðir vetrartíð vorsól þýðir svörðinn kalinn. Bráðum skrýðist blómum hlíð blœrinn líður hœgt um dalitm. Til Lovísu konu sinnar mun Jóhann hafa eitt sinn ort. Að þó líði œvikveld eyðist htimið svarta. Við þinn hlýja arineld á éggeisla bjarta. Þá langar mig til að leita til ykkar lesendur góðir með upplýsingar um höfund að eftirfarandi vísu, sem ég veit reyndar ekki fyrir víst hvort ég fer rétt með. Margt ég vildi þakka þér og þess ergott að minnast. Að þú ert ein afþeint sem mér þótti best að kynnast. Einhvern tímann hef ég skrifað hjá mér í þeim tilgangi að safna í draslið, að þessi magnaða hringhenda sé eftir Sigurð Guðmundsson frá Heiði í Gönguskörðum. Ösamlyndið elur synd illsku kyndir brælu, flekkkar yndis fagra myttd frá sér hrindir sœlu. Gladdi mig að heyra frá hinu ágæta félagi þeirra Þingeyinga, Kveðanda. Þar mun eitt sinn á gleðskaparkvöldi hin magnaða Ósk Þorkellsdóttir hafa verið spurð um hvort væri snjallari uppfinning tala eða rennilás. Mun hún hafa svarað svo skilmerkilega. Víst er það létt að loka með Lásnum og vœnt til sölu. Ónýtir lásar ergja mittgeð En auðvelt að festa tölu. Oft verður tala svekkjandi og súr sýnd en ei gefm krásins. Því karlarnirsem að klœða mann úr kunna betur á lásinn. Gaman að íslenskar konur skuli ennþá átta sig á því að karlmenn með réttu eðli, hafa enn áhuga á að ná niður lásnum. í síðasta þætti var eins og koinið hefur fram vísa eftir Davíð Hjálmar sem ég held að búi á Akureyri. Eftir að okkar magnaði Guðni landbúnaðarráðherra fékk hálsbandið í veislunni á Bessastöðum mun hann hafa ort þessa. Glœstar blautargranir á gafhann fyrsta kossinn. Stoltur bera í staðinn má stórriddarakrossinn. Að lokum heimagerð vísa sem ort er á útfarardegi hins mæta manns Sigurðar Þorbjörnssonar, áður bónda á Geitaskarði í Langadal. Okkar bestu kynni voru þau, að þegar sú illa árás var gerð á íslenska bændastétt um talningu búfjár og undirritaður læsti fjárhúsum sínum til þess eins að mótmæla slíkum gjörningi, var Sigurður á Geitaskarði fyrstur til eftir að þetta fréttist að hringja til mín og stappa í mig stálinu og bjóðast til að veita mér allan þann stuðning sem hann gæti í þessari, sem hann taldi aðförað íslenskum bændum. Ört þó streymi líjfsins lind og leiti nýrra heima. Fagra afþeim manni mynd munu flestir geyma. Verið þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi. S: 452-7154. íþróttafréttir Powerade-mótið í knattspyrnu W Agæt byrjiin Stólanna þratt ffyrir töp Sparkvertíð fótbolta- manna hófst um miðjan janúaren þá spiluðu Tindastólsmenn fyrsta leiksinn í Powerade- mótinu í Boganum á Akureyri. Stólarnir mættu Þór frá Akureyri og urðu að sætta sig við 2-0 tap. Engu að síður voru menn sáttir við spilamennskuna og haff var á orði að leikmenn virtust í mun betra formi en á sama tíma í fyrra. Stólarnir spiluðu annan leik sinn á mótinu síðast liðinn föstudag og mættu þá liði Fjarðabyggðar. Snorri Geir gerði fyrsta rnark leiksins á glæsilegan hátt með skoti af 40 metra færi - en í eigið mark. Rúnar Már jafhaði en Fjarðabyggð komst í 1-2 rétt fyrir hálfleik. Haukur jafnaði í síðari hálfleik en undir lokin fengu Austfirðingar víti sem þeir nýttu og höfðu því sigur á Stólunum, 2-3. Körfubolti________ Morbley mættur Tindastólsmenn sendu Lynell Ingram heim á dögunum en kappinn þótti ekki standa undir væntingum. Ekki voru Stólarnir lengi að fylla skarðið sem Ingram skildi eftir sig - reyndar ekki stórt skarð og í það minnsta minna en efiii stóðu til. Nýi kaninn hefur getið sér gott orð fýrir körfuknattleik á írlandi, ber nafiiið Damion Morbley og slagar hátt í 2 metra. Tindastóll - Reynir 122-80_______________ Léttur sigur gegn Reyni Lið Tindastóls tók Reyni úr Sandgerði í bakaríið á föstudagskvöldið. Tinda- stólsmenn voru kanalaus- ir en spiluðu á löngum köflum glimrandi bolta gegn liði Reynis sem sitja í neðsta sæti 1. deildar. Svavar og ísak voru atkvæðamestir í liði Tindastóls og gerðu báðir 31 stig í 122-80 sigri Stólanna. Tindastólsmenn hófú þegar frá byrjun að pressa Reyni og unnu boltann hvað effir annað sem skilaði sér í því að Stólarnir náðu fljótt 8 til 10 stiga foskoti. Þegar pressan virkaði ekki fékk Reynir auðveld stig og þá hitti Sigurður Sigurbjörnsson vel fyrir gestina og hélt þeim inni í leiknum í fyrri hálfleik. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 32-22 og Tindastólsmenn gátu leyft sér að láta ungu strákana spila talsvert í öðrum leikhluta. Fyrir vikið náðu Reynismenn að halda í horfinu og staðan í hálfleik 57-45. Reynismenn komu öflugir til leiks í síðari hálfleik, gerðu strax t\'ær 3ja stiga körfur og minnkuðu muninn í sex stig, 57-51. Þá kom algjörlega geðveikur kafli hjá Stólunum þar sem hreinlega allt gekk upp; pressan, vörnin, sóknin og skotin. Isak og Óli drituðu niður 3ja stiga skotum og svo tóku Svavar og Kiddi til við það sama. Á meðan Stólarnir gerðu 41 stig gerðu Reynis- menn 9. Staðan 98-60 eftir þriðja leikhluta. I fjórða leikhluta fengu ungu strák- arnir að láta til sín taka og sigurinn var öruggur sem f)rn segir, 122-80. Það var gaman að sjá Stólana spila á föstudags- kvöldið, mikill hraði, leikgleði og skemmtileg tilþrif, og áhorfendur skemmtu sér hið besta. Allir komust leikmenn Stólanna vel frá leiknum en þó er rétt að segja frá því að Isak var hreint frábær; gerði 31 stig, tók 12 fráköst, 6 stoðsendingar, stal 4 boltum og varði 2 skot. Þá hitti Óli sem aldrei fyrr, gerði 18 stig kappinn og átti 7 stoðsendingar. Stig Tindastóls: Isak31, Svavar 31, Óli 18, Kiddi 15, Bjarni 7, Baldur 7, Maggi 6, Bagnar 4, Hreinn 2 og Ingvi 1. smáauglýsingar Sendið smáauglýsingar til frírrar birtingar á feykir@krokur.is Spilavist Spilavisti Framsóknarhúsinu sunnudaginn 29. janúar kl. 15:30. Vöfflur og kaffi - allir velkomnir. Framsóknarfélag Skagafjarðar Bill til sölu Subaru Legacy station árg. 2002, ekinn 74.000 km. Sumar- og vetrardekk á felgum, dráttarbeisli og þjónustubók. Velmeðfarinn bill, einn eigandi. Upplýsingarísima 8650816 Hestamenn Nokkrir básar til leigu. Sé um fóður og hirðingu. Upplýsingar i síma 453 5558. Félagsvist Til sölu er á vægu verði nýr sturtuklefi ásamt dúk á vegg Istærð 70x80 cm). Upplýsingar í síma 453 5393. Góður jeppi til sölu Tilsölu erPajero "89,176, sjálf- skiptur, 7 manna. Skoðaður "07. Billí toppstandi á góðu verði. Upplýsingar í síma 891-9164. Bílastóll til sölu Tilsölu Britax bílstóll"Club class extra " fyrir börn frá fæðingu til 18 kg. Hægtað snúa á tvo vegu og halla þegar barnið sefur. Notaður eftir eitt barn og vel með farinn. Einnig rúm úrlútaðrifuru 150x200 án dýna, selstódýrt. Upplýsingari síma 8956419

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.