Feykir - 15.02.2006, Side 4
4 Feykir 07/2006
Hvammstangakirkja og nýtt safnaðarheimili. Myndir: Kari Sigurgeirsson
Jón Bjarnason þingmaður skrifar
Eftir góða stund í
Hvammstangakirkju
Nýtt safnaðarheimili á Hvammstanga var vígt og tekið í formlega í notkun við hátíðlega
athöfn síðastliðinn sunnudag. Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup á Hólum
predikaði og vígði safnaðarheimilið en sóknarpresturinn sr. Sigurður Grétar
Sigurðsson og prófasturinn sr. Guðni Þór Ólafsson á Melstað þjónuðu fyrir altari.
Kirkjukórinn undir stjórn Pálínu Fanneyjar Skúladóttur söng.
Fjölmenni var við athöfnina
og stolt og gleði ríkti sent búast
mátti við. En svona átak byggist
fyrst og síðast á samtakamætti
fólksins, fórnfúsu starfi og
framlögum sjálfboðaliða.
Hvammstangakirkja er
einstaklega fallegt og hlýlegt
hús. Hún er teiknuð 1946 af
Guðjóni Samúelssyni arkitekt
og húsameistara ríkisins, en
vígð af Ásmundi Guðmunds-
syni biskup 21. júli 1957.
Þegar komið er inn í
kirkjuna blasir við stórt
kristlíkneski í stað altaristöflu,
búið í mjög fagra untgjörð.
Líkneskið er gjöf frá Valdimar
Eylands presti í Winnipeg en
rammann urn líkneskið gáfu
þau prestshjónin sr. Gísli og
Sigríður Kolbeins sem sátu
Melstað í Miðfirði um langt
árabil. Þessi fagri búnaður
kirkjunnar gefur henni
sérstöðu og þegar stigið er inn
fyrir þröskuldinn inn í sjálfa
kirkjuna finnur rnaður hve öll
hin innri umgjörð býður
kirkjugesti hjartanlega vel-
komna.
Það er vandi að teikna og
hanna viðbyggingu við svo
sérstakt hús sem Hvamms-
tangakirkja er, en hér hefur
tekist vel til. Gengt er úr
kirkjunni beint inn í
safnaðarheimilið og hægt að
opna þar á milli. Þjónar þá
salurinn sem viðbót við
kirkjuna sjálfa sem getur verið
nauðsynlegt við stærri athafnir.
Til hantingju Hvammstanga-
búar nreð safnaðarheimilið.
Safnaðarstarfið er einn af
hornsteinum menningarlífsins
Kirkjan og safnaðarstarfið eru
víða hornsteinar fjölbreytts
menningarlífs, ekki síst í minni
samfélögum út unt land. Má
þar fyrst telja söng og tónlistarlíf
hverskonar, barna- og
unglingastarf, sem fjölskyldan
öll er virkur þátttakandi í, að
ógleymdum hlut eldri borgara.
En söng- og tónlistarlíf er ntjög
öflugt á Hvammstanga eins og
í öllu Húnaþingi. Sem dæmi
má nefna að íbúar Húnaþings
vestra eru tæp 1200, en 130
nentendur eru skráðir í
Tónlistarskóla sveitarfélagsins.
Auk þess er rnjög öflugt
kórastarf og sönglíf um allt
héraðið. Söng- og tónlistarlíf
tengt kirkju ogsafnaðarstarfinu
er ntikilvegur hlekkur í þessu
menningarlífi.
Umburðarlynd
þjóðkirkja
Á þeim umbrotatímum sem
santfélag okkar gengur nú í
gegnurn er mikil þörf fyrir
sterka en untburðarlynda
þjóðkirkju.
Kirkjan hefur verið grunn-
þáttur okkar þjóðskipulags
nánast frá upphafi Islands-
byggðar og með henni höfum
við lifað bæði súrt og sætt í
meira en 1000 ár. Mikilvægt er
að hún nái að bregðast við
breyttum kröfurn á hverjum
tíma, en traust bönd milli ríkis
og kirkju byggða á gagnkvæmu
trausti gefur samfélaginu
öryggi sem okkur er mikil-
vægt. Trúfrelsi og virðing fyrir
öðrurn trúarbrögðum eru
sjálfsögð og einmitt í samfélagi
umburðarlyndrar þjóðkirkju
er líklegast að við okkar
aðstæður verði slíku best
fýrirkomið.
Forðumst
markaðsvæðingu
kirkjunnar
Þjóðkirkjan verður ekki rekin á
markaðsgrunni. Það hefúr
verið reynt áður, en aflátsbréfin
sem seld voru fyrir syndakvitt-
un leiddu til klofnings kirkj-
unnar.
Forsvarsmenn þjóðkirkj-
unnar sent og stjórnmálamenn
þurfa að stíga hér varlega til
jarðar. Hættan er sú að verði
bönd ríkis og kirkju slitin þá
liggi kirkjan berskjölduð fyrir
markaðsvæðingu. Gerist það
þekkjum við af biturri reynslu,
að þá sækir starfið og áherslan,
fjármunirnir beint inn í mesta
fjölmennið og kirkjustarfið úti
urn land verður þá í enn meiri
vörn.
Við sjáurn nú þegar
þrýstinginn að fækka prestum
úti um land og færa þá inn í
þéttbýlið. Staðreyndin er sú, að
prestar úti unt land hafa afar
fjölþættu samfélagshlutverki
að gegna og veltur enn meira á
nærveru þeirra í minni sam-
félögum, ef ntiðað er við
höfðatölu íbúanna.
Menning og saga
þjóðarinnar í húfi
Þá ber og að hafa í huga að
kirkjurnar vítt og breitt um
landið eru byggingarsögulegir
dýrgripir, og búnaður þeirra
hluti af listasögu landsins.
Kirkjustaðirnir eru ein-
stæðar vörður í sögu, atvinnu-
og menningarlífi þjóðarinnar
og samofnir örlögum hennar
um aldir. Þessum verðmætum
verður að halda til haga og
gera sýnileg í nútímanum.
Þarna ber þjóðkirkjan víðtækar
samfélagsskyldur sem hún á að
axla með reisn og gera ráð fyrir
í verkefnum sínum og standa
þannig undir nafni sem
þjóðkirkja.
Vel rnætti hugsa sér að fela
prestum úti um land aukið
hlutverk í þessurn efnum.
Kirkjusagan og kirkjustaðirnir
eru samofin þeim verðmætum
sem reynt er miðla og laða
fram t.d. í menningartengdri
ferðaþjónustu. Þetta er nú
þegar víða gert með því að hafa
kirkjurnar opnar og bjóða
tónlist og aðra dagskrá um
ferðmannatímann.
Ábyrgð og
samfélagsskyldur
kirkjunnar
Ég tel mikilvægt að forsvars-
menn kirkjunnar og við öll
höfum þessa fjölþættu ábyrgð
í huga. Kirkjustarfið er mikil-
vægur hlekkur í byggðamálum
og ómetanlegt í öllu félags- og
menningarlífi minni samfélaga
úti urn land. Hér ber
þjóðkirkjan ríka samfélagslega
ábyrgð sem hún má ekki víkja
sér undan.
Þess vegna þurfum við að
standa vörð um prestssetrin og
prestaköllin úti urn land og
finna þeim aukin og ný
samfélagshlutverk í síbreytilegu
santfélagi. Þannig sköpum við
einnig sátt um umburðarlynda
en öfluga þjóðkirkju.
Jón Bjamason alþingismaður
Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir ásamt séra Guðna Þór Úlafssyni, séra Sigurði Grétari Sigurðssyni og séra Jóni Aðalsteini Baldvinssyni
vígslubiskupi á Hólum.