Feykir


Feykir - 15.02.2006, Side 6

Feykir - 15.02.2006, Side 6
6 Feykir 07/2006 MINNINGARORÐ Elísabet Andrésdóttir fædd 13. nóvember 1912 - dáin 28. janúar 2006 „Nú lœturþú herra þjón þinn í friði fara, eins og þú hefur heitið mér...” Þessi orð komu mér fyrst í hug, þegar mér var tilkynnt um látið hennar Elísabetar í Tungu. Hún kvaddi á sinn hógværa, hljóðláta hátt og fékk hægt andlát. Þökk sé forsjóninni fyrir það. Og þrátt fyrir söknuð okkar allra er sú huggun til mótvægis, að ótal myndir og minniningar líða nú fyrir hugarsjónir. Allar ljúfar og góðar og þær verða áfram með okkur, tryggir förunautar um ófarin ár. Þessar dýrmætu minningar visna ekki þó hrörnandi líkami 94 ára gamallar heiðurskonu, móður, ömmu og langömmu hverfi undirkistulokið. Konu, sem með fádæma starfsorku og æðruleysi fram á síðustu stund, hélt sinni reisn, þó líkamleg áföll tækju sinn toll og hreyfigeta minnkaði smátt og smátt, þá var jafnaðargeðið og góðvildin hin sama og umhyggjan fyrir öllu og öllum. Já, þær eru svo sannarlega margar, minningarnar sem raðast upp. En ég veit að síst af öllu mundi hún Beta mín kæra sig um orðmælgi og upptalningu á þeim til aflestrar fyrir almenning, svo ég geymi þær með mér. Þessar línur verða því aðeins vottur um þakklæti til forsjónarinnar fyrir að hafa fengið að njóta svo lengi mannbætandi samvista við þessa traustu mannkosta konu ogtrygga vin- Andrés og fjölskylda, ykkar missir er mikill . Við samhryggjumst öll. Elísabet mín.! Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. G. B. H. Nú er heiðurskonan Elísabet Andrésdóttir í Tungu fallin frá, 94 ára að aldri. Hún var ein af þessum kvenhetjum 20. aldar, sem ólust upp við kröpp kjör, mikla og erfiða vinnu frá barnsaldri en tóku flestum erfiðleikum með brosi á vor og gengu í gegnum lífið allt með óbilandi kjarki á hverju sem gekk. Ég kynntist Betu stjúpmóður eftir að hún giftist föður minum 1953 og fluttist að Tungu í Gönguskörðum og tók þar við húsmóður störfúm. Þaðvarföðurmínum mikil gæfa að fá slíka konu. Hún var dagfarsprúð, glað- sinna, bráðþrifm, stjórnsöm og dugleg með afbrigðum hvaða verki sem hún gekk að hvort heldur var úti eða inni. í Þrúðardal í Strandasýslu þar sem hún ólst upp var hún lengi aðal stoð og stytta foreldra sinna og bróður, sem var heilsuveill. Þar gekk hún í öll karlmannsverk, t.d. sló með orfi og Ijá, rakaði, batt heyi og risti torf því þá var vélaöldin ekki gengin í garð. I Tungu var hún fyrst og fremst ‘húsmóðurin Ð’ sem alltaf sá um að nóg væri á borðum , á réttum tíma af hollri og góðri fæðu, allt heima gert. Hún sá um að alltaf væri til birgðir af öllu, var ekkert í búðum of oft en var sannalega það sem við eldra fólkið köllum góð matmóðir.Gestrisni hennar var orðlögð, hún tók öllum með vinsemd og rausn og var viðræðugóð og skennntileg. Hún fylgdist alltaf vel með öllu utan húss og innan. Að búskapurinn gengi vel var hennar hjartans mál og velferð einkarsonarins Andrésar og alls heimilisfólksins. Barnabörnunum sínum var hún afargóð annna og við eldri börn Helga virtum hana öll og dáðum fyrir hennar miklu mannkosti. Hún reyndist föður okkar afar góð eiginkona og annaðist hann af stakri umhyggju, það verður alldrei of þakkað. Með árunum urðum við góðar vinkonur. Ég þakka henni af alhug allar góðar samveru- stundir og kveð með söknuði. Hún hefur sannarlega skilað góðu dagsverki. Bróður mínum og mágkonu Andrési, Ásdísi og börnum þeirra votta ég dýpstu samúð. Þau og við öll höfum svo margs að sakna. Kristín Helgadóttir frá Tungu Þann 28 janúar lést Elísabet Andrésdóttir, eða Beta okkar í Tungu. Þó svo hún hafi ekki viljað láta skrifa mikið eftir sig þá koma hér fáein kveðjuorð. Hún var ein af stofnendum kvenfélagsins okkar sem stofnað var 1977 og kosin formaður þess árið 1980 og gengdi hún því starfi um árabil. Síðar tók hún að sér fleiri stjórnunarstörf í félaginu okkar, og það eftir að hún hafði orðið fyrir því slysi að lærbrotna., sem hún varð aldrei söm eftir, en hún lét það ekki aftra sér. Hún var kjörin leiðtogi, vildi hafa reglu á hlutunum. Fundir skyldu hefjast á auglýstum tíma, því stundvísi og reglusemi var ein af hennar dyggðum. Hún hafði frábæra frásagnar hæfileika, kom iðulega með eitthvað með sér til upplestrar á fúndum og lék það þá yfirleitt, þannig að við veltumst um afhlátri. Einnig var hún óþreytandi við að segja okkur frá búskapar- háttum, vinnubrögðum og skemmtannahaldi í hennar ungdæmi. Eitt sinn samdi hún leikþátt og lét okkur flytja með sér á skemmtisamkomu skagfirskra kvenna. Eftir að heilsu hennar hrakaði og hún hætti að geta sótt fundi og fara sinna ferða þá bauð hún sig fram í ferðanefnd og skipulagði dags ferð vestur í Dali, þó svo hún kæmist ekki sjálf með. Á sinn hátt tók hún þátt í starfi okkar. Hún hringdi í okkur, minnti okkur á og rak á eftir okkur. Alltaf þegar eitthvað hafði verið á dagskrá hjá okkur, t.d. basar, spilakvöld, jólaball þá hringdi hún strax næsta dag: Hvernig gékk? Hvað kom inn? Hvað komu margir? Hún fylgdist vel með félaginu sínu til siðasta dags. Elísabet var gerð að heiðursfélaga í kvenfélaginu árið 1998, henni fannst það að vísu alger óþarfi. Við félagssystur hennar kveðjum með virðingu og þökk. Hennar er sárt saknað og verður vandfyllt í hennar skarð. Aðstandendum hennar sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd Kvenfélagsins Framfarar í Skarðshreppi, Sigrúm Aadnegard Undir Borginni - Rúnar Kristjánsson skrifar Um menninqar- strauma núnmans I gamla daga var talað um menningu með mis- munandi blæbrigðum en yfirleitt á þjóðlegum nótum. Gullaldarmenning var þá nokkurskonar hástig þess sem náðst hafði í menningarsókn, svo var talað um bændamenningu ogýmsaraðrargreinarokkar norrænu þjóðmenningar. Allt var þetta hið besta mál -eða þótti það þá. Enginn talaði þá um að menning gæti ekki þróast upp úr mannlífi í torfkofum, enda lá þá fyrir að flestir menningarpostularnir voru einmitt fæddir í slíkum húsa- kynnum og töldu sig ekki verri menn fyrir það. Það var ekki fyrr en löngu seinna sem menn fóru að vera svo fínir í menningunni, að þeir fóru að kenna hugsunarhátt fyrri menningarforkólfa við torfkofaogskilgreina hann sem andmenningarlegt fyrirbæri. Þá voru menningarvitarnir líka komnir út úr sjálfum sér og farnir að sjá hástig allrar menningar í eftirlíkingum erlendis ffá. En þessi fína menning sem þolir ekki tenginguna við torfið, hið aldagamla íslenska byggingarefni, er svo sem ekk- ert fín þegar allt kemur til alls. Fyrst voru settir undir hana danskir skór og þótti hún þá um tíma ósköp elegant og flott. En sú uppfærsla dugði ekki til lengdar. Þá voru dregnir frarn breskir dátabúningar með súputeningum frá London og sú menningarútfærsla átti að virka vel og lengi, en skömmu síðar var ameríski draumurinn farinn að ganga um í ljósum logum í Reykjavík, í stimpluðum Washington stíl. Þar með varð breska menningarsúpan að amerískum kokkteil. Nú síðast er svo farið að lofsyngja hina einu og sönnu stórevrópsku menningarheild, sem á andlegt lögheimili í Brussell. Það er svo sem ekki boðið upp á lítið og hvernig á örfámenn eyþjóð út í Ballarhafi að skilja allt þetta menningarframboð, sem þar að auki er auðvitað svo hátt upphafið yfir allan torfkofa- hugsunarhátt, að þar skilja sólkerfi á milli. Það þarf víst ekki neinn að vera hissa á því að fjölhygg- jumenn í menningarpólitík hafi almennt þá skoðun að torfkofa-hugsunarháttur sé séríslenskt vandræðamál og sem slíkt afskaplega hvimleitt fyrirbæri. Margir íslendingar virðast satt að segja í hreinustu vandræðum með að átta sig á öllum þessum fjölbreyltu menni ngarstraum um nútím- ans, þeir renna í svo margar áttir, að það sækir allt að því ómenningarlegur svimi að þeim sem vilja eltast við þá alla. Menningarlegir valkostir eru því nánast ógnvekjandi í allri sinni dýrð nú á dögunr. Og þegar fjölbreytnin er orðin svona mikill höfuðverkur fyrir marga, þá vaknar upp í huganum ein ósköp skikkan- leg spurning: Var þetta forna þjóðmenn- ingarlega fjrirbæri sem við höfðum í höfðinu og hjartanu í gamla daga, ekki bara betra fyrirkomulag í saklausum einfaldleika sínum? Það skyldi þó aldrei vera! Breytt erflestum boðum nú, brotin niðurfeðratrú. öllum kunn ersagan sú, sveitir tœmast, eyðast bú. Áður hrakti skaðvœn ský, skyldurœkin, þroskahlý, bændamenning- byggð á því bestafari landans í. Þjóðlegt var að vera til, vaxta norrœn gœfuskil. Eftirtímans aþaspil ýtir mörgu í svartan hyl. Það skyldi þó aldrei vera að við værum að sólunda arfi okkar í tálsýn hnattrænnar grautargerðar: Kynnt er menningfest við jjöl, jylgir áttavillu böl. Sú mun ala kvein og kvöl kringum lífádauðri möl. Engar ræturá hún hér, annað henni vitni ber. En þjóðleg mennt íþér og mér þroskans besta framlag er. Er ekki bara best að hafa það hugfast, að þjóðmenning er góð menning! Rúnar Kristjánsson

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.