Feykir


Feykir - 26.04.2006, Blaðsíða 4

Feykir - 26.04.2006, Blaðsíða 4
4 Feykir 16/2006 '1 1 . r r fróðleik og skemmtun. Ifurnar verða með menningarvöku sem þær kalla Móðir kona rneyja, kirkjukvöld verður á sínum stað eins og áður en getið og boðið verður upp á hagyrðingakvöld á Kaffi Krók. Rauði kross fslands býður í fyrsta skiptið upp á þjóðahátíð, dagskrá með fyrirlestrum og framandi mat. Jón Þ. Þór flytur fýrirlestur í Auðunarstofu á Hólunt í tilefni af 900 ára afrnæli Hóla. í Sæluviku munu Skag- firðingar minnast Skagfirð- ingsins Indriða G. Þorsteins- sonar sérstaklega þar sem 80 ár eru nú liðin ffá fæðingu hans. 30. apríl - 6. maí__________________________________________________________________________________________________________________ Á Indriðakvöldi í hátíðarsal Sæluvika - menningar- hátíð í Skagafirði Hin árlega Sæluvika í Skagafirði hefst um komandi helgi. Áskell Heiðar Ásgeirsson, sem hefur umsjón með dagskrá Sæluvikunnar, segir að dagskráin þetta árið sé metnaðarfull og fjölbreytt. Leikfélag Sauðárkróks sýnir gamanleikinn með Vífið í lúkunum, sérstök dagskrá verður helguð Indriða G. Þorsteinssyni, Auður Aðalsteinsdóttir opnar myndlistarsýningu um náttúruna, hin árlega dægurlagakeppni verður glæsilegri en fyrr og mikið verður sungið. „Eftir að hafa skoðað dagskrána sýnist mér að á fimmta hundrað manns muni syngja opinberlega í Sæluviku, í kórum, á einsöngstónleikum og dægurlagakeppninni -fyrir utan þá sem munu syngja með. Skagafjörður mun því standa undir nafni sem sönghérað," segir Áskell Heiðar. Listahátíð barnanna Listsköpun barna og listsköpun fyrir börn er áberandi í Sæluviku. Börn á leikskólum og í fyrstu bekkjum grunnskóla, sýna myndlist og leikþætti, auk þess sem boðið verður upp á leikhús fýrir börn í öllum leikskólum og grunnskólum í Skagafirði. Söngur og dans Það verður mikið sungið í Sæluviku nú sem endranær en lauslega áætlað munu rúmlega 400 nranns stíga á stokk og syngja í Sæluviku. Kóramót eldriborgara.einsöngstónleikar þar sem Kristján Valgarðsson og fleiri koma frarn og tónleik- ar Kamnterkórs Skagafjarðar eru meðal þess sem söngþyrstir fá fyrir sinn snúð. Kirkjukvöld Kirkjukórs Sauðárkróks er meðal elstu viðburða í sæluviku og í þetta skiptið verður það með glæsilegra móti. Ræðumaður er sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og auk fjölbreyttrar söngskrár kirkjukórsins mun stór- söngvarinn Jóhann Friðgeir Valdimarsson láta ljós sitt skína. Blásið verður til Dægur- lagakeppni í Sæluviku eins og gert hefur verið urn árabil en kynnir verður hinn eini sanni Hermann Gunnarsson. Endapunktur Sæluviku er að venju rnikil söngveisla í Miðgarði þar sem Karlakórinn Einsöngstónleikar i Sauðárkrókskirkju. Frá vinstri Kristján F. Valgarðsson baritón, Þórhallur Barðason baritón, Halldóra A. H. Gestsdóttir sópran og Ari Jóhann Sigurðsson tenór. Undirleikari á tónleikunum er hinn þekkti pianóleikar Aladár Rácz. Leikhópur Leikfélags Sauðárkróks sem setur upp sýninguna Með vifið ilúkunum i Sæluviku að þessu sinni. Heimir og Rökkurkórinn fá góða gesti, sem að þessu sinni eru Skagfirska Söngsveitin og Raddbandafélag Reykjavíkur. Dansleikir hafa lengi verið hluti af Sæluviku og nú eru það Hljómsveit Geirmundar og hljómsveitin Von sem sjá urn fjörið. Geirmundur leikur fýrir dansi eftir söngveisluna í Miðgarði og Von á dansleik eftir Dægurlagakeppnina. Leiklist Leiksýningar í Sæluviku eiga sér rúntlega 100 ára sögu og í þetta skiptið býður Leikfélag Sauðárkróks upp á gamanleikinn Með vífið í lúkunum eftir Ray Cooney. Leikstjóri er Þröstur Guð- bjartsson. Sýnt verður í Bifröst Myndlist Auður Aðalsteinsdóttir mun opna sína fýrstu myndlistar- sýningu á íslandi í Safnahúsinu á Sauðárkróki við upphaf Sæluviku, en sýninguna kallar hún Náttúran... að eilífu? Auður vinnur með ýmis efni, allt eftir því hvað þjónar hugmyndinni en myndiruar á sýningunni fjalla allar urn náttúruna og spurningar tengdar umgengni um hana. Fróðleikur og skemmtun Löng hefð er fyrir kvöldvökum í Sæluviku þar sem finna má FNV verðurfjallað um lífshlaup hans, kvikmynda- og rithöf- undaferil. Auk þess verða kvikmyndir Indriða, 79 af stöðinni og Land og synir sýndar í Bifföst. Sögurölt um gamla bæinn á Sauðárkróki er nteðal nýunga í þessari Sæluviku, en þar munu ffóðir menn segja gestum forvitnilegar sögur úr fortíðinni. Körfubolti í Sæluviku íþróttir blandast inn í dagskrána þar sem körfu- boltafélagið Molduxar ntun standa fyrir alþjóðlegu öld- ungamóti í körfubolta fyrir karla og konur 30 ára og eldri laugardaginn 29. apríl, við upphaf Sæluviku. Nánari upplýsingar urn rnótið er á heimasíðu Molduxa, www. skagafjordur.com/ntolduxar Margt fteira Ýmislegt annað mætti nefna s.s. kynningu á nýrri stefnumótun fýrir skagfirska ferðaþjónustu, bíó í Bifröst, opinn dag á skotsvæði Skotfélagsins Ósmann, opið hús hjá ferðaþjónustunni og margt fleira sem of langt mál yrði að telja upp, nánari upplýsingar og nákvæma dagskrá er að finna á www. skagafjordur.is Veitingastaðir leggja sér- staka áherslu á skagfirsk matvæli í Sæluviku, nægt gistirými er í boði, skíðasvæðið og sundlaugarnar opnar þannig að allir geta átt notalega viku í Skagafirði. Gleðilega Sæluviku!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.