Feykir


Feykir - 26.04.2006, Blaðsíða 5

Feykir - 26.04.2006, Blaðsíða 5
16/2006 Feykir 5 Þátttakendur istærölræðikeppni FNV og 9. bekkjar. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra FNv dagurinn Fimmtudaginn 20. apríl var FNV dagurinn haldinn hátíðlegur að viðstöddu fjölmenni. Ekki er óvarlegt að áætla að um 500 gestir hafi sótt dagskrá dagsins. Þennan dag fórfram hin árlega stærðfræðikeppni FNV og 9. bekkjar grunnskóla á Norðurlandi vestra sem haldin var í níunda sinn. Nemendur í hesta- mennsku fóru fyrir skrúð- göngu frá skólanum til kirkju og teymdu undir börnum við verknámshús skólans ffá kl. 13:00. Á meðan á keppni stóð var boðið upp á kynningu á FNV og vinnu nemenda auk ýmissra skemmtiatriða. 1 verknámshúsi skólans voru sýndir munir nemenda og kennarar í málmiðnadeild skólans sýndu eldsmíði og gestum gafst kostur á að sjá nýja tölvustýrða rennibekki og fræsivél í notkun. Þá voru sumarhús, sem nemendur í húsasmíði hafa byggt, opin almenningi. Undankeppni stærð- fræðikeppninnar fór frarn 9. mars og tóku 114 nemendur af Norðurlandi vestra þátt í henni. Að þessu sinni komust 15 nemendur í úrslitakeppnina. Af þeim voru 7 frá Árskóla, 2 frá Grunnskólanum á Hofsósi, 1 frá Grunnskóla Húnaþings vestra, 4 frá Varmahlíðarskóla og 1 frá Grunnskólanum á Blönduósi. Efst í fyrsta sæti var Sigrún Eva Helgadóttir úr Varmahlíðarskóla, í öðru sæti var Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Grunnskóla Húnaþings vestra og í þriðja sæti var Margrét Ársælsdóttir úr Árskóla. Fjöldi gesta heimsótti FNV. Hvað ungur nemur gamall temur? SAFNAHÚSIÐ Á SAUÐÁRKRÓKI Náttúran... aö eilífu? Sæluvika Skagfirðinga verður sett í Safnahúsinu sunnudaginn 30. apríl kl. 16. Um leið og Sæluvikan er sett verður opnuð sýning Auðar Aðalsteinsdóttur, Náttúran... að eilífu? Sýningin verður opin frá kl. 14-19 alla daga til og með 14. maí Við setningu Sæluvikunnar verða kynnt úrslit i vísnakeppni Kristján F. Valgarðsson bariton, Þórhallur Barðason bariton, Ari J. Sigurðsson tenor og Halldóra Á. Hayden Gestsdóttir sópran syngja nokkur lög

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.