Feykir


Feykir - 26.04.2006, Síða 8

Feykir - 26.04.2006, Síða 8
Silvia Nótt. Grái hesturinn er sásamiog lék i kvikmyndinni Köld slóð. Æskan og hesturmn_________ Sexföld Silvía Nótt! Nú á laugardaginn verða tvær sýningar á Æskan og hesturinn í Reiðhöllinni Svaða- stöðum á Sauðárkróki. Um 100 krakkar úr níu hestamannafélögum á Norðurlandi taka þátt i sýningunni. Meðal annars koma fram sex skagfírskar stúlkur í gervi Silvíu Nætur á jafn mörgum hestum. Sýningarnar verða kl. 14 ogkl. 18. Kosningar til Búnadarþings Tveir listar í Skagafirði Tveirframboðslistar voru lagðir fram á aðalfundi Búnaðarsambands Skag- firðinga vegna kjörs fulltrúa á Búnaðarþing í Skagafirði, en póstkosning fer fram í haust Listana skipa eftirtaldir. Fyrsta sæti Jóhann Már Jóhannsson Keflavík. í öðru sæti Sævar Einarsson Hamri, þriðja sæti er Atli Traustason Syðri-Hofdölum og Ragnheið- ur Guðmundsdóttir Marbæli í fjórða. Á hinum listanum er Rögnvaldur Ólafsson Flugu- mýrarhvammi í fyrsta sæti og Merete Rabölle Hrauni í öðru. Þriðja sæti skipar Guðrún Kristín Eiríksdóttir Sólheimum í Sæmundarlilíð og fjórða Örn Þórarinsson Ökrum. Þeir Jóhann Már og Rögnvaldur skipuðu einnig efsta sæti á sitt hvorum listanum fyrir þremur árum og þá fékk hvor listi einn mann kjörinn, en Skagafjörður á rétt á tveimur fulltrúum á Búnaðarþing. Járnsmiður -vélvirki Skagafjarðarveitur ehf leita eftir járnsmið eða vélvirkja til starfa. Þarf að hafa og góða starfsreynslu, suðupróf og nokkur tölvukunnátta æskileg. Nánari upplýsingar veita Gunnar Björn Rögnvaldsson verkstjóri eða Páll Pálsson veitustjóri á skrifstofu veitnanna í áhaldahúsinu Borgarteigi 15 eða í sima 453-5257. Umsóknareyðublöð fást á sama stað, umsóknarfrestur er til 5. maí 2006. Veitustjóri <£&kv SKAGAFJARÐARVEITUR ehf. Ráðstefna á Hólum 28. og 29. apríl Skólasaga ■ Árið 2006 fagnar Hólaskóli- Háskólinn á Hólum því að 900 ár eru síðan skólahald hófst á Hólum. Þess vegna hefur skólinn ákveðið halda veglega ráðstefnu dagana 28. - 29. apríl um skólahald á íslandi í fortíð, nútíð og framtíð. Meðal ræðumanna verða sjö rektorar háskóla á íslandi sem hlýtur að vera einsdæmi. Að sögn Skúla Skúlasonar skólastefna rektors Hólaskóla er það mrkill heiður fyrir skólann hversu margir góðir fýrirlesarar verða á ráðstefnunni, en það endurspeglar þá mildu samstöðu sem ríkir um eflingu framhaldsskóla- og háskólastigsins á íslandi. Hægt er að krkja á dagskrá ráðstefnunnar á heimasíðu Hóla - www.holar.is - og þar er einnig hægt að skrá sig á ráðstefnuna. Eldri borgarar Kóramót Sex kórar taka þátt í kóra- móti eldri borgara sem fram fer á Sauðárkróki laugardaginn 29. apríl. Kórarnir koma frá Húsa- vík, Akureyri, Hrísey og Dalvík, Siglufirði og Blönduósi og úr Skagafirði. Sungið verður í Frímúrararasalnum að Borg- armýri 1 og hefst mótið kl. 15. Öllum er velkomið að mæta og Jilýða á kórana meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis. 545 4100 www.bustadur.is B Ú STAÖU R FIÁRMÁL 00 TRYCCINGAR 'Ár m' Þú getur sparaö tugi þúsunda á ári BORGARTEIG 15 :: SAUBARKRÓKI :: SlMI 453 5257

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.