Feykir - 08.11.2006, Blaðsíða 5
41/2006 Feyldr 5
G. Valdimar Valdemarsson skrifar
Verkað
Eftir að ég tók ákvörðun
um að gefa kost á mér í 3.
sætið á lista Framsóknar-
flokksins í Norðvestur-
kjördæmi í komandi
Alþingiskosningum hef ég
ferðast um kjördæmið og
hittfólk að máli til að
heyra hvað það er sem
brennur á því.
Ég gerði mér nú nokkra
grein fyrir því að viðfangsefni
stjórnmálanna væru misjöfn
milli kjördæma og valdi að
bjóða mig fram á mínum
æskustöðvum þar sem ég taldi
viðfangsefnin þar brýnni og
umfangsmeiri en í
þéttbýliskjördæmi á suðvestur-
horni landsins.
Lánakjör
Fyrirtækin og fjölskyldurnar í
landinu búa við lánakjör sem
hægt er með nokkrum sanni
að kalla okurkjör, allavega
þegar þau eru borin saman við
aðrar þjóðir. Verðtr)'gging og
margfaldir vextir ofan á hana
eru ekkert annað en okur, eða
löglegur þjófnaður.
Ég hitt bónda sem er í
aðstöðu til að taka afúrðarlánin
sín erlendis í stað þess að taka
þau í íslenskum banka.
Lántökukostnaður þessa
bónda vegna afurðarlána fór
við þetta úr um 13,5% á ári í
4%. Lántökukostnaðurinn hjá
innlendum bönkum er meira
en 200% hærri en hjá þeim
erlenda. Svona gera menn
ekki, á sama tíma og bankarnir
vilja komast inn á
íbúðamarkaðinn okra þeir
með þessum hætti á
vinna
atvinnulífinu. Það er ekki hægt
að taka bankana alvarlega fyrr
en þeir sýna með óyggjandi
hætti og yfir lengri tíma að þeir
geti lánað einstaklingum og
fyrirtækjum á mannsæmandi
kjörum.
Það er ekki hægt að búa við
núverandi ástand og að mínu
viti er mikilvægasta verkefni
stjórnmálana á næstu misser-
um að taka á þessum vanda.
Samanburður á verði vöru og
þjónustu milli landa er ekki
marktækur nema að aU'innu-
lífið búi við sambærilega kjör.
Það vantar mikið uppá að svo
sé.
Flutningskostnaður
Annar vandi er steðjar að
einstaklingum og fyrirtækjum
er óheyrilegur flutnings-
kostnaður. Það ríkir fákeppni í
flutningum til og frá
fyrirtækjum á landsbyggðinni,
tveir aðilar virðast einoka
markaðinn og skipta honum
bróðurlega á milli sýn og okra
á öllum töxtum. Lítil fyrirtæki,
bændur og einstaklingar eiga
enga möguleika á að njóta
hagkvæmustu taxta þar sem
þeir miðast við að flutt sá
ákveðið lágmarksmagn.
Flutningar á vegum lands-
ins skila ónýtum vegum og
vegfarandur eru með lífið í
lúkunum þegar þeir mæta
þessum lestum. Það þykir
sjálfsagt að niðurgreiða
óhagkvæmar flugleiðir og
áætlunarferðir með fólk, en
það er ekki síður mikilvægt að
ríkið tryggi vöruflutninga til og
ffá landsbyggðinni á
G. Valdimar Valdemarsson hefur
ákveðið að gefa kost á sér í 3.
sæti á lista Framsóknarflokksins
í Norðvesturkjördæmi fyrir
alþingiskosningarnar vorið 2007.
Valdimar er fæddur á Skagaströnd
áríð 1961, sonur Valdemars Núma
Guðmundssonar biíreiðastjóra og Unnar
Ingvarsdóttur.
Valdimar er giftur Sigurlinu Hrönn
Steinarsdóttur úr Borgarnesi og eiga
þau saman eina dóttur Unni Hrönn 7 ára
og fyrir átti Sigurlína tvær dætur þær
Dagbjörtu Helgu 16 ára og Steinu Rún
14 ára.
Valdimar lauk Samvinnuskólaprófi
vorið 1982 og fór þá til starfa hjá Sam-
vinnutryggingum og siðarhjá Kaupfélagi
Borgfirðinga.
Árin 1985-1988 stundaði Valdimar nám
við Telemark distrikthögskule i Bö á
Þelamörk i Noregi og er útskrifaður
kerfisfræðingur frá þeim skóla.
Árið 1991 stofnaði hann ásamt þremur
félögum sinum tölvufyrirtækið Ferli ehf
og hefur hann unnið hjá þvi fyrirtæki
allar götur siðan og er í dag annar af
eigendum þess.
Valdimar hefur gengt ýmsum trúnaðar-
stöðum fyrir Framsóknarflokkinn og
Samband ungra framsóknarmanna.
Hann sati stjórn SUFá árunum 1990-1992
og var fulltrúi SUF í stjórn NCFINordisk
Centerungdomsforbundj og gengdi þar
stöðu varaforseta á árunum 1990-1993
og varð síðan fyrstur Islendinga bl að
taka sæti forseta i þeim samtökum og
gengdi þeirrí stöðu frá 1993-1994.
Valdimarsatsem fulltrúi SUFÍ þingflokki
Framsóknarflokksins einn vetur.
Valdimar hefur setið i miðstjórn
Framsóknarflokksins undanfarin ár
og er í dag formaður málefnanefndar
miðstjórnar.
viðráðanlegum kjörum.
Mikilvægt er að taka aftur upp
strandflutninga og bjóða út
rekstur tveggja skipa sem ganga
hvert á móti öðru hringinn í
kringum landið.
Þetta eru forgangsverkefni á
næsta kjörtímabili.
G. Valdimar Valdemarsson
Grunnskólinn á Hólum
Kaffi og
vöfflur
Krakkarnir í grunnskólanum að Hólum
voru ánægð með sig þegar blaðamaður
kíkti í kaffi til þeirra síðastliðinn
fimmtudag.
Þau standa fyrir kaffihúsi nokkrum sinnum
yfir veturinn í fiáröflunarskyni og er þetta annar
veturinn sem kaffihúsið er í gangi. í dag var
boðið upp á Haustkaffi frá Te og Kaffi og
gómsætar vöffiur með. Kaffið var mjög gott og
greinilegt að þau hafa fengið góða tilsögn hjá
Hildi í Te og Kaffi sem kom til þeirra um daginn
og hélt kynningu á kaffi.
Óhætt er að segja að kaffihúsið mælist vel
fyrir og er vinsælt hjá foreldrum að stoppa og
njóta veitinganna.
Jón Bjarnason skrifar
Friðlýsing Jökuls
ánna í Skagafirði
Þingflokkur Vinstrihreyf-
ingarinnar græns fram-
boðs hefur lagtfram á
Alþingi tillögu um frið-
lýsingu vatnasvæðisins
norðan Hofjökuls, þ.e.
Austari- og Vestari-Jökuls-
ár í Skagafirði ásamt
þverám þeirra:
„Friðlýsingin taki til vatna-
sviðs Jökulsánna að með-
töldum þverám og skal hvers
kyns röskun á náttúrulegum
rennslisháttum ánna vera
óheimil. Skal svæðið friðað
og stjórnað til varðveislu
landslags þess náttúrufars og
menningarminja ásamt því
að það verði notað til útivistar,
ferðaþjónustu og hefðbund-
inna landbúnaðarnytja. Sér-
staklega skal hugað að því við
undirbúning málsins hvernig
friðlýsing vatnasvæðanna
norðan Hofsjökuls geti tengst
ffamtíðaráformum um Hofs-
jökulsþjóðgarð og fallið að
stækkuðu friðlandi Þjórsár-
vera sunnan jökulsins“.
Tillagan er samhljóða þeirri
sem Vinstri grænir hafa lagt
franr í sveitarstjórn Sv.fél.
Skagafiarðar.
Stöndum vaktina
- verjum Jökulsárnar
Hart hefur verið tekist á urn
Jökulsárnar í Skagafirði á
síðustu misserum. Nú liggja
fyrir tillögur meirihluta sveit-
arstjórnar í Sveitarfélaginu
Skagafirði um að heimila
virkjanir í Jökulsánum á
aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Mikil andstaða er við þessi
áform bæði heima í héraði og
á landsvísu. Eftir að
virkjanirnar eru komnar á
samþykkt skipulag svæðisins
er nánast ógerlegt fyrir sveit-
arfélögin að hafna fram-
kvæmdum virkjunarleyfis-
hafa. Villinganesvirkjun
stendur tilbúin á teikniborð-
inu og hefur fengið öll leyfi
stjórnvalda annarra en
sveitarstjórna í Skagafirði.
Þau leyfi gætu verið í augsýn
nái vilji meirihlutans í
Sveitarfélaginu Skagafirði
fram að ganga. Villinganes-
virkjun er lykillinn að virkjun
alls vatnasvæðis Jökulsánna
enda sækja sömu virkjunar-
aðilar hart á um rannsókna-
leyfi fyrir Skatastaðavirkjun.
Koma þarf í veg fyrir að
virkjanaáformin nái fram að
ganga.
Ábyrgð okkar ermikil
Augu æ fleiri eru að opnast
fyrir verðmæti ósnortinnar
náttúru og ábyrgð okkar á
henni er mikil. Náttúran á
sinn eigin sjálfstæða rétt, við
höfum umgengni við hana að
láni frá komandi kynslóðum.
Jökulsárnar í Skagafirði eru
mikilvægar fyrir sjálfbært
lífkerfi héraðsins frá jöklum
til sjávar.
Vötnin hafa ekki aðeins
mótað Skagfirska náttúru
heldur einnig skagfirska
menningu og daglegt líf -
Lífæð Skagafiarðar-. Ferða-
þjónusta í Skagafirði er í
örum vexti og hafa fljóta-
siglingar á Jökulsánum
skapað svæðinu mikla sér-
stöðu.
í samræmi við ofangreinda
sýn fl)'tur þingflokkur
Vinstrihre)'fingarinnar græns
framboðs tillögu á Alþingi
um friðlýsingu Jökulsánna í
Skagafirði.
Jón Bjarnason
alþingismaður Vinstri grœnna
í Norðvesturkjördœmi
Þ A K K I R
Innilegar þalckir sendum við öllum þeim
sem hafa sýnt okkur samúð og vináttu við andlát og útför
Aðalsteins Eiríkssonar
bónda frá Villinganesi
Við færum starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróki
þakkir fyrir umönnun og hlýjan hug.
Sigurjón Valgarðsson og ættingjar