Feykir - 08.11.2006, Blaðsíða 8
Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri
MæK og vegið!
Hérmásjá Skagfirð-
inginn Sindra Gíslason
(th) og ísgeir Aron
Hauksson, starfsmenn
Landbúnaðarháskóla
íslands, þar sem þeir eru
að mæla og skrásetja
helstu stærðarmál á
nýfæddum nautkálfi. Þetta
er liður í stórri rannsókn á
orsökum smákálfadauða.
Snorri Sigurðsson,
framkvæmdastjóri bú-
rekstrarsviðs Lbhl, sagði
að undanfarnar vikur hefði
staðið yfir rannsókn á
burðaratferli kúa í fjósinu
á Hvanneyri, þar sem
fylgst væri með kúnum
við burð með stafrænum
myndavélum.
„Við væntum þess að
ljúka gagnasöfnun vegna
rannsóknarinnar fyrir
áramót. Fyrstu niðurstöður
verða birtar á Fræðaþingi
landbúnaðarins í byrjun
næsta árs.”
Sveitarfélög á Norðurlandi vestra
Menningarsamning-
ur í undirbúningi
Nýskipað Menningarráð
fyrir Norðurland vestra
vinnur nú að undirbúningi
Menningarsamnings við
ríkið.
Stefnt er að því að ljúka
þeirri vinnu um næstu áramót.
Menningarsamningurinn
verður væntanlega á milli
Menntamálaráðuneytisins og
Samgönguráðuneytisins
annars vegar og Sveitarfélaga á
Norðurlandi vestra hins vegar.
Samningurinn getur náð til
margvíslegar starfsemi á sviði
lista og menningar en áætlað er
að sveitarfélögin á Norðurlandi
vestra verji árlega samanlagt
um 170 milljóna kr. til ýmiss
konar menningarmála.
Formaður Menningarráðs er
Guðrún Helgadóttir.
SHELL SPORT SKAGFIRÐINGABRAUT 29 SAUÐARKROKI SIMI 453 6666
SMIs,
Þjófar á ferð í Skagafirði
Brotist inn í
Árgarði og
Varmahlíð
Brotist var inn í
félagsheimilið Árgarð
í Steinstaðahverfi og
Varmahlíðarskóla um
síðustu helgi
Brotist var inn í Árgarð
aðfararnótt laugardags og
stolið þaðan skiptimynt.
I Varmahlíðarskóla
var brotist inn seint á
laugardaskvöld. Þar var
stolið fjórum fartölvum,
skjávörpum, tveimur staf-
rænum myndavélum og einni
stafrænni vídeómyndavél.
Þjófurinn eða þjófarnir brutu
upp hurð vestan á húsinu og
ollu talsverðu tjóni.
Að sögn lögreglu er málið í
rannsókn og allar vísbending-
ar vel þegnar.
Laugarbakki í Miðfirði
Víkingasverðið risið
hjá Grettisbóli
Lokið er við að reisa tíu
metra hátt járnsverð í
víkingastíl í væntanlegum
skemmtigarði Grettisbóls á
Laugarbakka í Miðfirði.
I Grettisbóli, sem heitir
í höfuðið á frægasta útlaga
íslandssögunnar, Gretti
Ásmundssyni ffá Bjargi í
Miðfirði, verður byggt upp
útivistarsvæði þar sem lögð
verður áhersla á að setja upp
leiki fyrir alla aldurshópa.
Áhersla verður á aflr aunir
og íþróttir er tengjast siðum
og menningu fornmanna.
Handverk og vinnsla þess
verður sýnd á svæðinu og settir
upp leikþættir og sýningar.
Starfsmenn Bílagerðis ehf
smíðuðu og settu upp þetta
10 metra háa sverð. Sverðið er
hannað af Ráðbarði sf og Jóni
Hámundi Marínóssyni.
Kaupfélag Skagfirðinga þakkar bændum
fyrirgottsamstarfá
• •
BÆNDADOGUM
Starfsfólk Kaupfélags Skagfirðinga