Feykir


Feykir - 08.11.2006, Blaðsíða 6

Feykir - 08.11.2006, Blaðsíða 6
6 Feykir 41/2006 molar Leitað að rjúpnaskyttum í Húnavatnssýslum Tvær rjúpnaskyttur týndust í Húnavatnssýslu síðastliðinn föstudag en fundust uppúr kl. 21 urn kvöldið heilar á húfi í Sauðadal, sem er milli Svínadals og Vatnsdals. Sjö björgunarsveitarbílar voru kallaðir út til leitar á svæðinu. Mennirnir voru í slagtogi með tveimur öðrum rjúpna- skyttum en þeir ákváðu að skipta liði. Þeir ætluðu svo að hitta félaga sína aftur við bæinn Hrafnbjörg í Svínadal klukkan 16. Þeir skiluðu sér hinsvegar ekki sökurn þess að þeir týndu áttum í þokuslæðingi. Að sögn lögreglu voru mennirnir ekki með GPS-staðsetningartæki á sér. Mennirnir voru kaldir og hraktir þegar þeir fundust enda hafði gengið á með rigningu. Fræðaþing landbúnaðarins Fræðaþing landbúnaðarins 2007 verður haldið 15. og 16. febrúar 2007. Markmið þess er að miðla niðurstöðum úr rannsókna- og þróunarstarfi á sviði landbúnaðar og efla faglega umræðu. Fræðaþing landbúnaðarins hefur á undanförnum árum vakið verðskuldaða athygli á því öfluga fræðastarfi sem fram fer hjá stofnunum landbúnaðarins, auk þess sem það er mikilvægt til að efla samvinnu og samstöðu á meðal starfsmanna stofn- ananna. Fræðaþingið er bæði vett- vangur til að kynna niður- stöður nýrra rannsókna og til að fjalla um afmörkuð fagefni eða þverfagleg efni sem varða íslenskan landbúnað og umhverfi hans. Þá er þingið einnig vettvangur fyrir yngri vísindamenn og námsmenn á sviði landbúnaðarfræða. Að þessu sinni koma fleiri stofnanir að undirbúningi og framkvæmd þingsins en nokkru sinni fýrr. Þær eru Bændasamtök íslands, Hólaskóli, Landbúnaðar- háskóli íslands, Landbúnað- arstofnun, Landgræðsla ríkisins, Skógrækt ríkisins og Veiðimálastofnun. Þessi vaska sveit mætti í hádegismat 18. september s.l. ískjólsælum reit við Hraksíðuána. Aldursforsetinn Hjálmar Guðmundsson Korná og Rögnvaldur Árnason verkstjóri Sauðárkróki eru fremstir á myndinni. Mið röð frá vinstri: Árni Þorgilsson býr á Blönduósi, Reynir Pálsson frá Starrastöðum, Eirikur Orri Hermannsson Skagaströnd, Georg Kristján Guðmundsson, Rúnar Sveinsson Viðimel, Björgvin Jónsson Hofsósi, Sveinn Árnason verkstjóri Viðimel, Eyjólfur Sveinsson frá Ingveldarstöðum, Sigurður Kárason Syðra Vatni, Feykir Sveinsson Viðimel og Kristján Kristjánsson Jósepssonar Efri röð frá vinstri: Smári Stefánsson Valdimarssonar, Jóhannes Ólafsson Álftagerði, Ingimar Ástvaldsson frá Kelduvík, Hlöðver Þórarinsson frá Fossi, Snæbjörn Guðmundsson frá Hafgrimsstöðum, Árni Jón Rögnvaldsson þriðji maður frá Kota Valda og Sigurður Eiriksson, Sigga í Drangey. Hörður Ingimarsson fjallar um Þverárfjallsveg 4ra mánaða meðganga... .. .og kominn um 11 km langur vegur með fyllingu og neðra burðarlag. Verkið hófst 6. júlí 2006. Það hefur verið haldið á spöðunum við þessa vegagerð á Laxárdalsheiði og í Göngu- skörðum sem er alls 12,4 knt að lengd af 7,5 m breiðum vegi. Ekki kæini á óvart þó verkinu lyki 1. ágúst á næsta ári. Árinu fýrr en skilaffestur er úti. Eina sem getur tafið þessi verklok er brúargerðin á Gönguskarðsá sem var boðin út sérstaklega og er með verklok 1. ágúst 2007. Allt var á floti á brúarstæðinu 6. nóvember eftir mikið vatnsveður og talsvert brimrót um liðna helgi. Texti og myndir: hing Þegar gert er ræsi er snjallt aðgera hjáleið. Þá verður allt verkið auðveldara og mönnum og tækjum vinnst vel. Þetta er bráðabirgðaræsi á myndinni og vegtenging yfir Kallá IHeiðará) austan Tunguréttar. Horft er í norðvestur til Heiðarhnjúks 18. septembers.l. Hvenær Heiðaráin varð að Kallá er nokkuð á reiki en liklegt að það sé á árabilinu 1950- 1953. En um miðja síðustu öld var Kallá sem kemur úr Vatnaöxl og rann til norðurs veitt til suðurs við gamla Heiðarselið eða Dalsá til að auka rennslið til Gönguskarðsárvirkj- unar. Viða í heimildum má sjá að Heiðaráin rann um Heiðardalinn og Kálfáin féll i hana og runnu þær síðan i Gönguskarðsá. Myndir sýna glögglega árfarvegi er Kalláin rann til norðurs. Siðar er ástæða til að gera grein fyrir þessu isérstökum pistli. Svo komu vaskir menn og skrúfuðu og settu saman mikið ræsi og svona leit þaðút 25. september. Hjáleið Kallárinnar er til vinstri. Ræsið er gert úr stálplötum og vegur um 87 tonn og um 140 bolta þurfti á hvern lengdarmeter eða um 9400 bolta. Meðal rennsli Kall- ár við Tungurétt er um 1,8 m3 á sekúndu en getur orðið allt að 70 m3 á sekúndu miðað við flóð með 100 ára endurkomutima, en flóð sem koma með tveggja ára millibili eru oft um 25 nf á sek. Og ræsið verður að geta tekið við öllum þessum vatnsflaum. 8. október leit ræsið svona út er smiðir unnu við uppslátt til beggja enda. Stærðin á ræs- inu er mikil sem sjá má afmanninum sem nálgast að vera um 1,90 m á hæð. Vatnasvið Kallár IHeiðarár) er um 42 knf' við Tungurétt. Þetta mikla ræsi á Kallá, um 7Om langt með öllu, ernú komið á kaf ijarðveg og mun þjóna mörgum kynslóðum vegfarenda. Á Nafarhorninu neðan Gönguskarðsár 4. október. Á fögrum morgni fangar moksturs- armur gröfunnar gömlu Drangey sem verður heldur lítil um sig i þessum hlutföllum. Það er búið að moka og moka í Nafarhorninu dögum og vikum saman besta efni sem hægt eraðfá til vegagerðar. Það verður gaman aðfara út úr Króknum um ósa Göngu- skarðsár og um Nafahornið með eyjarnar og Reykjaströnd á hægri hönd og auðvitað til vinstri er komið er heim á ný. Ekki er víst aðÁsta Begga fyrrum Blöndhliðungur greini sláturhúsið ef hún kemur þessa nýju leið í Krókinn (sbr. viðtal i siðasta Feyki).

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.