Feykir


Feykir - 14.02.2007, Blaðsíða 4

Feykir - 14.02.2007, Blaðsíða 4
4 Feykir 07/2007 Þóra Björk Jónsdóttir skrifar Hvað er Menningar- setur Skagfirðinga í Varmahlið? Glöggir menn hafa séð að á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru fundar- gerðir frá nefnd sem kallast Stjórn Menningar- seturs Skagfirðinga í Varmahlíð. Hér er um sjálfseignarstofnun að ræða sem starfar eftir skipulagsskrá og tilnefna sveitarstjórnir sveitarfélaga í Skagafirði í stjórn stofnunarinnar. Menningarsetrið starfar samkvæmt markm iði sem fram kemur í skipulagsskrá frá 1958, það er að hafa forgöngu um og stuðla að aukinni menningar- og félagsmálastarfsemi í Skagafjarðarsýslu. Stofnunin á eignir og hefur ýmsa umsýslu tengda þeim. Undanfarin ár hefur Menningarsetrið rækt lög- bundið hlutverk sitt meðal annars með styrkveitingum. Þegar styrkirnir eru skoðaðir kemur í ljós að þeir falla fyllilega undir yfirlýstan Hólar tilgang Menningarsetursins. Varmahlíðarskóli fékk árið 2004 hálfrar milljón króna styrk vegna tækjakaupa fyrir náttúruffæðikennslu, árið 2006 fékk sami skóli kr. 350.000 til byggingar hljóðvers og kr. 100.000 til útgáfu bæklings. Söngstarfsemi var styrkt árið 2006 á þann hátt að Karlakórinn Heirnir og Rökkurkórinn fengu kr. 400.000 styrk hvor kór og Kirkjukórar Glaunt- bæjarsóknar kr. 300.000 Að auki hefur uppbygging tjald- svæðis i Varmahlíð verið styrkt um tvær milljónir króna. Viðameiri umfjöllun um Menningarsetur Skagfirð- inga í Varnrahlíð oft nefnt Varmahlíðarstjórn er á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Sú samantekt er unnin eftir minni bestu vitund. Mér þætti fengur af öllum frekari upplýsingum um Menningarsetrið. Þóra Björk Jónsdóttir formaður stjórnar Menningarsetursins Ragnheiður Traustadóttir fær stöðu fræðimanns Ragnheiður Trausta- dóttir fornleifafræð- ingur og verkefnisstjóri Hólarannsóknarinnar tók um áramótin vió rannsóknarstöðu fræðimanns við Hólaskóla. Fræðastörf hennar grund- vallast á samstarfssamningi skólans og Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem tryggir fram- hald á rannsókn og úrvinnslu fornleifarannsókna á Hólum í Hjaltadal og víðar í Skagafirði eftir að Kristnihátíðarsjóður lauk störfum. Samningurinn felur auk þess í sér framhald vettvangs- námskeiðs Hólaskóla í forn- leifarannsóknum. Vettvangs- skóli í fornleifafræði hefur verið rekinn fyrir íslenska nemendur frá árinu 2003 í samstarfi við Háskóla íslands og fyrir erlenda nemendur frá 2005 í samstarfi við háskólann í Ósló. Reiknað er með alls 25 nemendum í sumar. „Fræðimannsstaðan er mikilsverð viðurkenning fyrir mig og alla sem unnið hafa að Hólarannsókninni á undanförnum árum,“ segir Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur. „Hólaskóli, Byggðasafn Skagfirðinga og Þjóðminjasafhið hafa verið mikilvægir bakhjarlar og verða það áfram. Ég hlakka rnjög til áframhaldandi samstarfs við Sigríði Sigurðardóttur safnstjóra og Guðnýju Zoéga deildarstjóra fornleifadeildar sem og þess frábæra starfsfólks Hólaskóla sem hefur alltaf verið boðið og búið að veita aðstoð sína.“ Samstarfssamningur Hóla- skóla og Skagafjarðar var undirritaður á 900 ára afmæli biskupsstóls og skólahalds á Hólum 9. júní 2006. I honum segir m.a.: „Markmið samningsins er að halda áfranr Hólarannsókninni sem hófst árið 2001 og efla rannsóknir og kennslu á sviði fornleifafræði við Hólaskóla - Háskólann á Hólum. í því skini verður stofnuð rannsóknastaða fræðimanns við skólann þar sem lögð er áhersla á framhald rannsókna og úrvinnslu forn- leifarannsókna sem tengjast og tengst hafa Hólarannsókninni og fornleifanámi við Hóla- skóla.“ íþróttafréttir Tindastóll - Skallagrímur 94-110 Toppleikur Skallagríms isak einbeittur i vörninni. Mynd: óab Skallagrímur kom í heimsókn í Síkið á sunnudagi og hafði sigur 110-94. Leikurinn var fjörugur og sérstaklega var fyrri hálfleikur skemmtilegur fyrir augað en í síðari hálfleik náðu gestirnir yfirhöndinni og náðu með góðum leik að halda Stólunum fyrir aftan sig. Leikurinn fór prýðilega af stað fyrir heimamenn og voru Tindastólsmenn að spila virkilega flottan körfubolta, bæði í sókn og vörn. Staðan að fýrsta leikhluta loknum var 33-22. Það tók Skallagrím ekki nema 2 mínutur að jafna leikinn og þeir náðu fljótlega að síga framúr. Stólarnir komu til baka og liðin skiptust á um forystuna síðustu mínútur fýrri hálfleiks. Staðan í leikhléi var 57-57. Leikmenn Tindastóls virk- uðu sem áhorfendur inni á vellinum fyrstu mínúturnar í þriðja leikhluta og gestirnir náðu strax um 10 stiga foskoti. Þann mun náðu Stólarnir aldrei að jafna enda léku Skallagrímsmenn vel og voru mjög ógnandi í skotum fyrir utan. Að þriðja leikhluta loknum var staðan 72-83 fyrir Skallagrím og í fjórða leikhluta reyndust gestirnir hreinlega of sterkir fyrir Stólana. Lokatölur 94-110. Zeko var atkvæðamestur í liði Tindastóls, gerði 26 stig og tók 9 fráköst. Svavar var með 19 stig og ísak 18. Svavar var einn um að setja niður 3ja Frjálsar USVH______________ Helga frábær Um helgina fór Meistaramót íslands innanhúss fram í Laugardalshöllinni. Aðeins einn keppandi var ffá Húnaþingi og var það Helga Margrét Þorsteinsdóttir fædd 1991 sem keppti fyrir USVH. Árangur Helgu var frábær, hún sigraði í þremur greinum og setti met. Helga Margrét sigraði í þremur greinum í sínum flokki, 60m hlaupi, 200m hlaupi og langstökki og varð í öðru sæti í kúluvarpi. Helga hljóp 60m hlaupið á 7,62 sek. og bætti meyjametið. Hún hljóp 200m hlaupið á 24,95 og tvíbætti meyja og stúlknametið. Þá sigraði Helga Margrét einnig í langstökki, stökk 5,80 metra. Hún varð svo í öðru sæti í kúluvarpi, varpaði 12,93 metra. Heimild: Húni.is stiga körfur fyrir Stólana en alls gerðu Stólarnir þrjár 3ja stiga körfur í 18 tilraunum. Vítahittnin var hins vegar nær óaðfmnanleg, 23 skot niður í 24 tilraunum. Valur Ingimundarson þjálfari Skallagríms lét hafa eftir sér að leik loknum að Skallagrímsmenn hefðu hitt á sinn besta leik í vetur í Síkinu í gær, lið Tindastóls hefði verið að leika vel og því gott að hitta á toppleik. Skallagrímur setti niður fimmtán 3ja stiga körfur í 34 tilraunum og það reyndist banabiti Stólanna. Stig Tindastóls: Zeko 26, Svavar 19, ísak 18, Karim 13, Vujcic 12, Helgi Rafn 4 og Ingvi 2 Tindastóll - Hamar/Selfoss 83-94 Hamarshögg í Síkinu Hvergeróingar í Hamri komu í heimsókn í Síkiö í síðustu viku og lögóu heimamenn í Tindastóli meó 94 stigum gegn 83. Stólarnir voru betri framan af leik og voru yfir í hálfleik. í síðari hálfleik datt Króksarinn Friðrik Hreinsson í stuð fyrir gestina og þá var ekki að sökum að spyrja. Leikmenn Hamars léku af yfirvegun og kláruðu sínar sóknir oftar en ekki með körfu. Á meðan pirruðu Stólarnir sig á dómurunum og þegar ekki gekk að saxa á forskotið ætlaði Lamar Karim að bjarga málunum upp á sitt einsdæmi en komst lítt áleiðis. Stig rmdastóls: Karim 24, Zeko 20, ísak 15, Svavar 10, Vujcic 7, Helgi Rafn 4 og Gulli 3. ( TIPPLEIKUR FEYKIS ) Halldór Halldórsson mætir Halldóri Kristjánssyni Halldór v Halldór Halldór Halldórsson dómari gerði sér lítið fyrir og lagði Áma Ragnarsson um síðustu helgi með 7 réttum gegn 5 réttum! Lögskipaður varamaður Árna var vant við látinn en sem betur fer hafði Árni valið sér vara-varamann, nefnilega Júnæted-manninn Halldór Vfdalín Kristjánsson sem starfarsem sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar. Halldór V velur Guðmund Guðmundsson sem sinn varamann. Hvernig sem fer er víst að Halldór kemst áfram! LEIKVIKA 7 DÓMARI HALLDÓR 1. Man Utd - Reading 1 1 2. Plymouth - Derby 1 2 3. Watford - Ipswich 1 1 4. Cardiff - Leeds 1 1 5. Crystal Palace - Birmingham 2 X 6. Leicester - Coventry X 1 7. Southampton - Barnsley 1 1 8. Stoke - Luton 1 1 9. Sunderland - Southend 1 1 10. Wolves - Burnley X X 11. Blackpool - Bristol City X X 12. Brighton - Nott Forest 2 2 13. Yeovil -Tranmere Alls réttir > 1 1

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.