Feykir


Feykir - 14.02.2007, Blaðsíða 6

Feykir - 14.02.2007, Blaðsíða 6
6 Feykir 07/2007 Fréttaskýríng______________________________ Atvinnuástand, íbúaþróun og fram- tíðin í Austur Húnavatnssýslu Mikið hefur verið rætt um íbúaþróun, neikvæðan hagvöxt atvinnuástand og framtíð byggðar í Austur Húnavatnssýslu. Feykir fékk SSNV til liðs við sig og saman rýndum við í staðreyndir og tölur frá svæðinu. Frá Smábæjarleikunum á Blönduósi. Blönduós Við byrjum á því að skoða íbúaþróun frá árinu 2004 -2006 íbúafjöldi á Blönduósi Ár Samtals 2004 917 2005 903 2006 bráðabirgðatölur 892 Eins og sjá má heíúr íbúum verið að fækka. Tölur fyrir árið 2006 eru bráðabirgðatölur, en miðað við þær er fækkunin 25 manns frá árinu 2004. Varnarbarátta svæðisins í dag snýst um að halda í íbúana og snúaþessari þróunvið. Staðreyndin er samt sú að þegar íbúum fækkar er erfiðara að halda uppi þjónustustigi á staðnum. Frá árinu 2000 hafa mörg fyrirtæki farið með sinn rekstur af staðnum eða lokað. Má nefna verslunina Vísi, útibú íslandsbanka, útibú Símans og Blönduskálann við þjóðveginn, gömlu skrifstofu Kaupfélags Húnvetninga, fækkun starfsmanna hjá Rarik og Bílaþjónustuna svo eitthvað sé nefnt. Það er samt mikilvægt að gleyma sér ekki í því neikvæða því margir góðir hlutir eru að gerast þar sem ný starfsemi hefur náð sér vel á strik. Uppbygging á nýju iðnað- arhúsnæði að Efstubraut. Þar eru starfandi öflug fýrirtæki við góðar aðstæður, t.d. Vélsmiðja Alla og Léttitækni. Ný fyrirtæki og starfsemi á Blönduósi, sem komið hafa á síðustu árum: ísgel, Byggingafyrirtækið og verslun- in Krákur, Ullarþvottastöð fstex, Kjalfell tölvu- og dekkja- þjónusta og Samkaup sem rekur einu matvöruverslun staðarins. Rótgróin fýrirtæki eins og Trésmiðjan Stígandi og Vilko skipa fastan sess í atvinnulífi staðarins. Vilko er komið í nýtt húsnæði, þar sem áður var áhaldahús bæjarins. f fýrra færðist Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar til sýslumannsins á Blönduósi, það eru alls um 11 störf. Verið að byggja við leikskólann á Blönduósi og er þar um að ræða upp undir helmingsstækkun. Verið að vinna að deili- skiplagi fýrir sumarhúsabyggð í Brautarhvammi, þar sem fýrir eru sumarhús Glaðheima. Allur Brautarhvammur, skipu- lagður sem tjald-, sumarhúsa- og frístundavæði. Framkvæmdir eru hafnar við Húsdýra- og afþreyingar- garð á Blönduósi. Vinna er í gangi í sambandi við byggingu nýrrar sundlaugar á staðnum og sumarið 2006 var opnað Hafíssetur á Blönduósi er þar á ferðinni sýning um allt sem lýtur að Hafísnum. Trésmiðja Stíganda er byrjuð að byggja parhús við Smárabraut og þar er búið að úthluta fleiri lóðum fýrir íbúðarhús. Ekkert íbúðarhús hefur verið byggt síðan um 1990 þannig að hér er um stóran áfanga að ræða. Stærstu vinnustaðir á Blönduósi eru SAH afurðir og Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi. 46 starfsmenn hjá SAH afurðum alft að 110 manns á haustin. Hjá Heilbrigðisstofnunni starfa um 60 manns, starfsmönnum hefúr þó fækkað heldur undanfarin ár þar sem fleiri en áður eru farnir að vinna 100 % vinnu. Atvinnuástand er gott og mjög fáir hafa verið á atvinnuleysisskrá undanfarin misseri. Heldur hefur staðan verið sú að fólk hefur vantað í vinnu. Töluvert af erlendum starfskröftum hafa verið ráðnir til starfa hjá fýrirtækjum. Dreifbýlið Húnavatnshreppur / Skagabyggð fbúatölur standa nokkuð í stað á milli ára í Húnavatnshreppi. í sveitarfélaginu búa um 460 íbúar. Sveitarfélagið tók til starfa 1. jan. 2006 og samanstóð þá af fjórum hreppum sem sameinuðust;Bólstaðarhlíð- arhreppur, Svínavatnshreppur, Torfalækjarhreppur og Sveinsstaðahreppur. Eftir sameiningarkosningar um vorið 2006, bættist svo Áshreppur við sveitarfélagið. í Skagabyggð eru íbúar rétt innan við 100, líkt og í Húnavatnshreppi hefur íbúatala nokkuð staðið í stað síðustu ár. Einstaklingar hafa töluvert verið að framkvæma í þessum sveitarfélögum, byggð hafa verið á síðustu fáeinum árum, ný fjárhús, fjós, hesthús, gistihús og íbúðarhús. Nýtt glæsilegt veiðihús við Blöndu reis á síðasta ári og sumarið 2004 var lokið við viðbyggingu og miklar endurbætur á veiðihúsi við Vatnsdalsá. Á vegum Húnvatnshrepps eru ýmsar framkvæmdir í deiglunni. T0 stendur aðbyggja sparkvöll á Húnavöllum og nýjan leikskóla. Þar er einnig unnið að skipulagsvinnu fýrir byggingu íbúðarhúsnæðis. Stærsti vinnustaður í Húnvatnshreppi er skólinn á Húnavöllum. Þar starfa um 20 manns. Unnið er að bættu netsambandi í Húnvatns- hreppi. Þessa dagana er verið að ganga ffá uppsetningu á sendum ffá E-max. Verður bylting fýrir þá sem vinna heima fýrir á tölvu. Þrátt fýrir að netsamband horfi nú til betri vegar, vantar enn mikið á varðandi fjarskipti og samgöngur. Vegir eru víða mjög illa famir og GSM samband vantar, bæði í Vatnsdal, Svartárdal og á Skaga. Vegagerðin og ráðmenn f fjarskiptum virðast fara sér hægt í endurbótum á þessu svæði. Ekki er atvinnuleysi á svæðinu. Auk hins hefðbundna landbúnaðar sem heldur hefur verið á uppleið upp á síðkastið, er hestamennska og ferðaþjónusta að skipa sér stærri sess á svæðinu. Flestir bændur í Skaga- byggð hafa aðalatvinnu sína af landbúnaði, en í Húna- vatnshreppi er algengara að búalið hafi aðra atvinnu með. Á Skaga er einnig atvinna af hlunnindanýtingu. Æðarvarp og aðeins af reka, þó hefur rekanýting minnkað síðari ár. Skagaströnd Líkt og á Blönduósi hefúr íbúum heldur verið að fækka síðustu ár, eða um 28 ffá árinu 2004 íbúafjöldi Skagaströnd Ár Samtals 2004 562 2005 545 2006 bráöabirgðatölur 534 Þó er það von manna að þróun- in fari að snúa við, það er gott að búa á Skagaströnd, ekki síst fyrir barnafólk. Góður skóli, íþróttahús og sundlaug svo eitthvað sé nefnt. Golfvöllur Skagstrendinga er af mörgum talinn einn sá áhugaverðasti á landinu. Á síðasta ári var byggð ný heilsugæslustöð, sem kemur til með að auka þjónustu við íbúana. Þar er úrvals aðstaða fýrir þá lækna, hjúkrunarfólk og sjúkraþjálfara sem þjónusta íbúana. Einnig er nýja aðstaðan mjög til bóta fýrir vistmenn dvalarheimilis. Ekki er skortur á atvinnu á Skagaströnd, en þörf er fýrir að auka fjölbreytni í atvinnulífinu, það er eitthvað sem ráðamenn vilja stuðla að. Aðstaða fýrir ný atvinnutækifæri er fýrir hendi, t.d. má nefna iðnaðarhúsnæði, Hólaneshús sem stendur til boða. Skagstrendingar hugsa vel um heilsuna. Þar er komið nýtt fyrirtæki sem heiti Hollt og gott, Þar sem boðið er m.a. upp á Bowenmeðferð og nudd. Fiskmarkaðurinn á Skagaströnd hefur heldur verið að vaxa og þjónusta við smábátaútgerð á staðnum. Sorphreinsun Vilhelms Harðarsonar er einnig fýrirtæki sem hefur verið að taka að sér aukin verkefhi í flutningi og förgun á sorpi, í sveitum sýslunnar og á Blönduósi. Gistiheimilið Dagsbrún er komið í fullan rekstur á ný, þar er auk gistiaðstöðu boðið upp á veitingar fýrir gesti. Fyrirtækið Sero er fýrirtæki í bragðefnaframleiðslu, sem hefurmiklasérstöðu.Væntingar eru bundnar við starfsemi atvin nuleysistryggingasjóðs sem fer í gang á Skagaströnd á næstu misserum. Þar er gert ráð fýrir um 6 nýjum störfum. Stærstu vinnustaðir á Skagaströnd eru Fisk Seafood þar sem starfa um 20 manns. 1 grunnskólanum starfar um 21 starfsmaður. Niðurstöður Af þessu má sjá að þó svo að ástandið mætti vera betra þá er það heldur ekki alslæmt. Kraftur er í heimamönnum og atvinnuleysi er hverfandi. Meira mætti þó vera urn störf fýrir háskólagengið fólk og þar liggur kannski stóra vandamálið. Þrátt fýrir að fýrirtæki hafi farið þá hafa önnur komið í staðinn og þeir sem eru eftir á stöðnum virðast staðráðnir í að búa þar áfram og í því liggur auðurinn.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.