Feykir


Feykir - 23.08.2007, Blaðsíða 4

Feykir - 23.08.2007, Blaðsíða 4
4 Feykir 31/2007 Sigurjón Björnsson skrifar 1907 Áriö 1907 hefur rifjast vel upp fyrir mörgum nú nýlega. Því veldur sá mikli viðburður og tilstand er Friðrik konungur VIII kom í júlílok hingað til lands meö fríðu föruneyti, ferðaðist ríðandi um Suðurland og heimsótti nokkra staði auk höfuðborgarinnar, ísafjörð, Akureyri og Seyðisfjörð. Akbraut var lögð frá Reykjavík, um Þingvöll og lengra austur, miklar veislur voru haldnar og mikið var ort. Gerðist eitthvað á Krókn- urn á þessu herrans ári? Þangað kom kóngurinn auðvitað ekki, sem varla var heldur von. Og lífið gekk sinn vanagang í þessu rúmlega þögur hundruð manna þorpi undir Nöfununi sunnan Gönguskarðsáróss. Að vísu hafði einn rnerkur atburður gerst um vorið. Sauðárkrókur varð sérstakt hreppsfélag, Sauðárhreppur, og er því rétt öld síðan það gerðist. Og ekki lét konungskoman Króksara með öllu ósnortna, þó að með óbeinum hætti væri. Eiginlega má segja að heill floti slcipa hafi fylgt kóngsa hingað til lands, þar á meðal farþegaskipið Sterling, sem einkum flutti óbreytta borgara og ferðamenn eins og venjulega. Svo vildi til að meðal farþega var hálfþrítugur danskur úrsmiður, sem hafði ráðið sig til að vinna að iðn sinni á Sauðárkróki. Einkennilegt kann þetta virðast, því að tveir úrsmiðir voru fyrir á staðnum. Ætla mátti að úrum og klukkum hafí verið sérstaklega bilunargjarnt þar nyrðra. En raunar stóð annar úrsmiðurinn í miklu braski og fékk hinn unga dana til að vinna fyrir sig. Það hefði mátt búast við að úrsmiðurinn, Jörgen Frank Michelsen hét hann, yrði ekki mosagróinn í þessu norðlenska smáþorpi. Varla hefur verið þar mikla framtíðarmöguleika að sjá. En öðru vísi fór. Er það því efni þessa greinarkorns að minna á þau spor sem Michelsen markaði í sögu Sauðárkróks og voru fyrst stigin fyrir réttum hundrað árum. Dvalarár Michelsens á Sauðárkróki urðu nær fjórir tugir ára. Ekki var það þó af því að hann væri tiltakanlega metnaðarlaus maður eða ætti ekki kost á vænlegra hlutskipti. Michelsen hefði staðið sig hvarvetna með prýði bæði sem fagmaður og manneskja. Áður en langur tími leið hafði Michelsen sett upp l-'\. I Þú hefur alltaf góða ástaeðu til að heimsækja Norðurland vestra! ÍDÖFINNI I 22. ágúst : Hólar í Hjaltadal I -Tónleikar Háskólakór frá Yale í Bandaríkjunum kl:20 : 25. ágúst : Norðurland vestra - Norðvesturþrenna, Opin mótaröð i golfi á Sauðárkróki, Skagaströnd og Blönduós. 26. ágúst : Skagafjörður - Markaðsdagur í Lónkoti 26. ágúst : Hólar -Tónleikar kl:14. Cammerarctica og Guðrún Jóhanna Jónsdóttir sópran. 26. ágúst : Skagafjörður - FjölskyIdudagur hjá hestaleigunni á Lýtingsstöðum. 29 ágúst : Sauðárkrókur - Kaffi Króks-mótaröðin i golfi á Hlíðarendavelli SAMTOK SVEITARFELAGA A NORÐURLANDI VESTRA ATVINNUPROUN Michelsenshúsiö þar sem nú er Kaffi Krókur. Mynd frá sýningunni Úr myndaalbúmi Michelsenfjölskyldunnar sem stendur nú yfir i Safnahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Neðri mynd einnig frá sömu sýningu. sitt eigið verkstæði, tekið að stunda smáverslun og kvænst ágætiskonu, Guðrúnu Pálsdóttur frá Draflastöðum í Eyjafirði. Þau keyptu sér hús í miðjum bæ (þar sem nú er Kaffi Krókur) og eignuðust saman tólf börn. Af þeim náðu ellefu fullorðinsaldri, sjö synir og fjórar dætur. „Mikkastrákarnir”, eins og þeir voru kallaðir, settu mikinn svip á bæinn. Þeir voru kraftmiklir dugnaðarforkar og vel látnir af öllum. Einn þeirra, sá elsti, varð frumkvöðull skátastarfsemi í Skagafirði, og hafði niikil áhrif til góðs. Hann skrifaði fyrir tveimur árum æviminningu foreldra sinna og voru þá afkomendur Michelsenshjónanna farnir að nálgast tvö hundruð. Mér hefur orðið hugsað til þess af sérstöku tilefni nú í sumar (þ.e. vegna alls armæðujarmsins út af kvótaskerðingu) hvernig því vék við að Michelsens- fjölskyldunni, þessari barn- mörgu fjölskyldu, vegnaði alla tíð vel á Króknum. Það var engu líkara en allar kreppur og atvinnuleysi færi algjörlega fram hjá þeim. Meira að segja tókst þeim að efnast allvel, þó að margir aðrir mættu lepja dauðann úr skel. Hvað olli? Varla voru úraviðgerðir og smávegis verslun svo ábatasöm. Skýringin er raunar afar einföld. Hér var um að ræða sérstaklega hagsýnan og úrræðagóðan heimilisföður, rnikla húsmóður og dug- leg og vinnusöm börn. Michelsenshúsinu við Aðal- götu fylgdi stór og góð lóð. Þar voru ræktaðar hvers kyns matjurtir, og þar voru haldin öll húsdýr nema hundar og kettir. Þar voru kýr, hestar, kindur,svín, geitur, endur, gæsir, hænsn. Það var því forvitnilegt nýnæmi að líta inn fyrir grindverkið á lóð Michelsens og virða fyrir sér hinn fjölbreytilega búskap. Heyskapur var sóttur fram á Staðarengi og tún var ræktað sunnankauptúns.Tilaðgeyma kartöflur og rófur byggði Michelsen kartöflugeymslu uppi í Kirkjuklauf, sem nýttist líka öðrum bæjarbúum. Þó að Michelsen væri sjálfur ekki sjómaður, átti hann skektu, sem strákarnir reru stundum á fram í álinn til að fiska í soðið. Michelsen sýndi atvinnu- málum á Sauðárkróki mikinn áhuga, enda var ekki vanþörf á því. Hann taldi nrikla þörf á að bæta hafnaraðstöðuna, sem var afar léleg. í því skyni gekkst hann fyrir að byggður var öldubrjótur sunnan Gönguskarðsáróssins til að verjast norðanbriminu og hefta sandburð inn undir þorpið. Síðar varð hann svo frumkvöðull að því að stofnað var hlutafélag til kaupa á stórskipi til síldveiða. Það hlaut nafnið Skagfirðingur og var Michelsen framkvæmdarstjóri þess um skeið. Sú útgerð gekk ekki vel og fór illa með fjárhag Michelsenshjóna. Þar sem ég býst ekki við að Feykir geti birt langa ritgerð læt ég hér staðar numið. Ég vildi rétt aðeins minnast á að árið 1907 reyndist giftudrjúgt fyrir litla þorpið undir Nöfunum og þar átti framangreind fjölskylda góðan hlut að, sem ekki er vert að gleyma. Sigurjón Björnsson Michelsen hugar að hænunum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.