Feykir


Feykir - 01.11.2007, Blaðsíða 9

Feykir - 01.11.2007, Blaðsíða 9
41/2007 Feykir 9 Þröstur og Ragnheiður bændur i Birkihlið. Heimsókn til Ragnheiðar og Þrastar í Birkihlíð Mjattaþjónn þarfaþjónn Fyrr á þessu ári var nýtt fjós á bænum Birkihlíð tekió í notkun. Það hafði staðið til um tíma að útsendari Feykis heimsækti hjónin á bænum, þau Ragnheiði Láru Brynjólfsdóttur og Þröst Erlingsson og forvitnaðist um þessa nýju byggingu. Þau tóku við búskap á jörðinni árið 1999 af móður og fósturföður Þrastar. Auk þess að reka kúabú hafa Þetta fjós var svona hefðbundið þau verið með um 150 fjár á fóðrum. Fyrsta spurningin til þeirra var, hvers vegna fjósbygging? „Þegar við tókum hér við var fjós sem rúmaði 29 kýr og dálítið af geldneytum. Fjósið var í raun óhentugt enda búið að stækka það oft með því að byggja við það. básafjós með rörmjaltakerfi. Við fórum fljótlega að hugleiða að byggja nýtt eða að breyta því gamla. En það var alveg sama hvernig við veltum fýrir okkur möguleikum á að nýta gamla fjósið áfram með breytingum, við fundum aldrei leið sem okkur fannst ganga upp. Það var svo 27. apríl í fýrra sem byrjað var að grafa fýrir þessari byggingu og smíðavinna hófst síðan 5. maí” segir Þröstur. „Upphaflega áætlunin var að flytja í fjósið á haustdögum síðasta árs” segir Ragnheiður. „Við vorum búin að fjölga kúnum talsvert mikið og voru þær orðnar 64 þegar mest var og þurftum við því að mjólka þær í tveimur hópum í fýrrasumar og vorum við þá fjórtán tíma samanlagt í fjósi á sólarhring11. En hvað var gert þegar ljóst varð að ekki yrði flutt í nýja fjósið á síðasta ári og helmingi fleiri kýr en fjósið tók? „Við fórum að líta í kringum okkur þegar útséð var að við myndurn ekki flytja í fjósið og vorum við svo heppin að fá fjósið hjá Sigfúsi bónda í Stóru-Gröf og erum við honum mjög þakklát fýrir það. Hann var þá nýlega hættur í mjólkurframleiðslu en allur búnaður í fjósinu fyrir hendi. Þetta var í raun einstakt lán fýrir okkur en veturinn var þó erfiður að þurfa að mjólka kýr á tveimur stöðum og vera svo með bygginguna í gangi líka en í nóvember. Við fengum við okkur síðan mann sem var með okkur í fjósinu hér í Birkihlíð. I lok janúar fengum við Trésmíðafýrirtækið Spýtuna frá fsafirði sem kom og reisti húsið og klæddi með yleiningum, setti upp efri hæðina og einnig básadýnur. Allt þetta hafðist á tuttugu og sjö vinnudögum. Eftir þetta höfðum við tvo til þrjá menn í vinnu fyrir utan rafmagn og pípulagnir. Um klukkan 22:30 að kvöldi 15. maí fluttum við síðan kýrnar úr öðru fjósinu og byrjað var að mjólka næsta morgun. Kýrnar úr Stóru Grafar fjósinu komu síðan eftir morgunmjaltir þann sama dag. Það var að sjálfsögðu langþráður draumur að taka þetta mannvirki í notkun. Nú vantar okkur bara fleiri kýr en þær liggja ekki á lausu núna” sagði Ragnheiður. Húsið kemur frá Límtré- Vírnet og eru svokallaðar yleiningar í lofti og veggjum en stærðin á byggingunni er 50x25. Allur mjaltabúnaður og flórgoði er frá Lely, innréttingarnar eru frá Landstólpa nema básamottur sem eru frá Vélaval. Tengill sá um raflagnir og JG sá urn pípulagnir. Það má segja að þetta sé hefðbundið fjós þar sem í er mjaltaþjónn og öllu fóðri ekið í skepnurnar. En nú spyr ég hjónin hvað svona uppbygging kosti? „Þetta losar hundrað milljónir fýrir utan eigin vinnu sem er gríðarleg. Það er vissulega há upphæð en við teljum okkur vera með góða aðstöðu og útbúna þannig að við erum ánægð. Það eru 89 legubásar öðrum megin við fóðurganginn og 40 hinum megin en einnig eru þar sex stíur fýrir kálfa og geldneyti. Það er möguleiki á að bæta öðrum mjaltaþjóni við án þess að breyta í raun nokkru. Við gerðum loft hérna yfir aðstöðurýminu þar sem er skrifstofuaðstaða og sést mjög vel yfir allt fjósið. Svo keyptum við flórgoða frá Lely sem gengur undir nafninu Snjóbert á þessu heimili, sem er alveg snilldar verkfæri. Þú stillir bara hvað þú vilt láta hann skafa flórana oft yfir sólarhringinn og svo það sem kannski er stærsti kosturinn að ef hann rekst í t.d. í fót á kú eða jafnvel nýfæddan kálf þá stoppar hann eftir þrjár tilraunir. Þannig er engin hætta á að hann meiði skepnurnar. En þetta hefur gengið vel. Kýrnar voru rnjög fljótar að læra á mjaltaþjóninn og fóðurgjöfina, nokkuð sem við höfðum kviðið svolítið fýrir að tæki e.t.v. langan tíma, það eru helst elstu kýrnar sem þarf að passa uppá. En þetta er auðvitað gríðarleg fjárfesting því áður vorum við búin að kaupa 200 þúsund lítra mjólkurkvóta. Þannig að það er eins gott fýrir okkur að ekki verði farið að hræra mikið í því framleiðslukerfi sem við búum við í dag”. „Við erurn mjög ánægð að vera búin að koma þessu upp og hafa farið út í að kaupa mjalta- þjóninn. Mér finnst hann ekki dýr miðað við þá gríðarlegu vinnu sem hann sparar. Hann er í rauninni grundvöllurinn fyrir að kúabændur séu ekki alveg niðurnjörvaðir á búunurn heldur getið aðeins litið upp úr vinnunni eins og annað fólk” sagði Þröstur að lokum. ÖÞ. Flórgoðinn er snilldar verkfæri og sparar mörg handtökin. í tengslum við Landbúnaðarsýninguna i sumar gafst gestum kostur á að skoða fjósið i Birkihlið. Myndir ÖÞ:

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.