Feykir


Feykir - 01.11.2007, Blaðsíða 10

Feykir - 01.11.2007, Blaðsíða 10
lO Feykir 41/2007 / Kompunni má finna bæði hugmyndirnar og efniviðinn. Föndrað með Herdísi_ Jólakortagerð í nóvember Nú er tími jólakortanna, margir eru þegar byrjaðir að föndra jólakortin sín og sumir meira segja langt komnir! Feykir hafði samband við Herdísi í Kompunni til þess að fá nokkrar sniðugar hug- myndir að þema jólakortanna þetta árið. En fyrir þá sem langar að prófa þá koma hér myndir af hugmyndum sem hægt er að gera. Auk þess fæst í Kompunni rnargt fyrir þetta skemmtilega föndur. Námskeið í jólakortagerð stendur yfir og fyrir þá sem áhuga hafa þá er um að gera að hafa samband við Herdísi í síma 453 5499. Jólasögusamkeppni jólablaðsins verður nú haldin í annað sinn. Samkeppnin er fyrir börn fædd árin 1994 t.o.m. 1997 sem stunda nám við grunnskóla á Norðurlandi vestra. Frjálst er að senda inn myndskeytta sögu. Skila skal allt að 2 a4 blöðum með 12 pt letri. Sögunum skal skila á tölvutæku formi á skrifstofu Nýprents, Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur, eða senda í netpósti til jolablad@nyprent.is Skilafrestur er til 15. nóvember nk. Vinningssagan verður birt í jólablaðinu. Vegleg verðlaun f boði! smáauglýsingar... Brúnkusprautun Stendur eitthvað til! Ertu að fara erlendis, erárshátíð framundan eða langarþig einfaldlega til að lita frisklega út? Þá er brúnkusprautun fyrirþig. Nú getur þú komið inn og fengið fallega og frísklega brúnku á aðeins 20 mín. Baldursbrá Aðalgata 20b (Þreksport) Tímapantanir í síma 860 9800 Bíll til sölu Tllsölu Nissan Navara 2.5 disel árgerð 2007, ekinn 12.000 km, beinskiptur, 6 gíra, pallhús, dráttarkrókur, vindhlifará hurðum, húddhlif, toppbogar, þokuljós í stuðara, erá nagladekkjum. Góður staðgreiðsluafsláttur. Upplýsingarí sima 8942881 Sendið smáauglýsingar til birtingar á feykir@nyprent.is Um breytingar á aðalskipulagi Steinsstaða í Skagafirði 1990-2010, og tillaga að deiliskipulagi íbúðar- og frístundabyggðar í landi Laugar- hvamms í Skagafirði. í samræmi við 18. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, m.s.br., er hér með auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Steinsstaða í Skagafirði 1990-2010. Svæðið sem um ræðir er spilda úr landi Laugarhvamms og skilgreint í Aðalskipulagi Steinsstaða 1990-2010 sem sumarhús/ orlofshús, opin svæði, óbyggð og opið svæði til sérstakra nota. Breytingin felst í því að svæði fyrir frístundabyggð er stækkað til suðurs og opnu svæði til sérstakra nota er breytt í íbúðarhúsabyggð. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:5000 dags. 12. júní 2007. Þá er jafnframt, í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, m.s.br., auglýst til kynningar tillaga að deiliskipulagi sömu landspildu úr landi Laugarhvamms. Á deiliskipulagssvæðinu er gert ráð fyrir sex frístundahúsalóðum og fjórum íbúðarhúsalóðum. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1: 1000 dagsett 17. maí 2007 með breytingu 9. október 2007. Skipulagstillögur eru til sýnis í anddyri Ráðhússins við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki, á opnunartíma þess frá og með fimmtudeginum 1. nóvember 2007 til föstudagsins 30. nóvember 2007. Athugasemdum við skipulagstillögurnar skal skila á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa í Ráðhúsinu Skagfirðingabraut 21 á Sauðárkróki fyrir 15. desember 2007 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast sam- þykkir tillögunni. Skipulags- og byggingarfulltrúi Skagafjaróar www.skagafjordur.is fi j Skagafjörður

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.