Feykir


Feykir - 15.11.2007, Blaðsíða 6

Feykir - 15.11.2007, Blaðsíða 6
© Feykir 43/2007 Sigurjón Þórðarson hefur á nýjan leik hreiðrað um sig á Króknum_ Gott að koma aftur í Skagafjörðinn ingar í kílóavts, ekki kanntuþetta allt utanbókarí -Það íylgir náttúrlega þessu starfi að kynna sér rekstur og reglur og það kemur svona smám saman en yfirleitt skoðar maður reglurnar í hvert sinn. Gekk í flokkinn við stofnun hans Sigurjón Þórðarson vakti mikla athygli landans þau fjögur ár sem hann staldraði við á Alþingi. Sigurjón er að öðrum ólöstuðum sá maður sem hvað harðast hefur barist gegn íslenska kvótakerfinu sl. ár. Hann er maður stórra orða og aðgerða. Þrátt fyrir þetta virðist sem flokksforysta Frjálslynda flokksins hafi snúið við honum baki, hafnað starfskröftum hans. Sigurjón ræðir kvótakerfið og flokkinn í Feykisviðtali. Sigurjón hefur nú snúið aftur til sinna fyrri starfa sem ffamkvæmdastjóri Heilbrigðis- eftirlits Norðurlands vestra og segist hann vera þakklátur þeim góðu móttökum sem hann hafi fengið við endurkomu í sitt gamla starf. Húsið í Reykjavík hefur hann sett á sölu og eru það tilvalin kaup fyrir þann sem vill eignast lítið hús við flugvöllinn í hjarta Reykjavíkur, eins og hann orðar það sjálfúr. Á Sauðárkrók kom hann upphaflega árið Í992 eftir að systursonur hans hafði sagt honum að á Króknum væri gott að búa. -Hann hafði verið hér í tengslum í íþróttaiðkun sína og gaf staðnum góða einkunn þegar ég spurði hann út í Krókinn í tengslum við starf sem ég sá auglýst, rifjar Sigurjón upp. Hvað upprunann varðar segist Sigurjón upphaflega koma úr Reykjavík en hins vegar sé hann ættaður af Snæfellsnesinu í nánast allar ættir. Menntaveginn gekk hann, er menntaður líffræð- ingur og árið 1990 stefhdi hugur hans til frekara náms á því sviði. -Ég var að velta því fyrir mér að fara í ffamhaldsnám tengt fiskeldi og lífeðlisffæði fiska en þá kom upp ákveðið bakslag í fiskeldið og því sótti ég um starf ffamkvæmda- stjóra Heilbrigðiseftirlits Norður- lands vestra. -Ég tók við þessu starfi af miklum merkismanni, Sveini Guðmundssyni úr Húna- vatnssýslu. Síðan ég tók hér við hefur mikið breyst, bæði í þessum málaflokki svo og í íslenskri stjórnsýslu, bæði hvað varðar umhverfismál og ekki síst með tilkomu EES- samningsins sem lenti mikið inni á borði heilbrigðiseffirlitsins. Það má segja að reglugerðir og reglugerðarbreytingar á þessum tíma megi rnæla í kílóum, eins eru í dag gerðar mun meiri kröfur en var hvað varðar upplýsingalöggjöf og meðferð mála. Starfið mitt er því mjög fjölbreytt. Heilbrigðisfulltrtii þarf stundum að taka erfiðar ákvarðanir og íntyttd hans í bíómyndunum er sú að hann sé leiðindagaur sem öllu ógnar eða lokar. Hvemig er að sintta þessu starfi á þesstt litla svteði? Ertu alltaf í vinnunni? -Nei, ekki þannig. Auðvitað má segja sem svo að á þessum minni stöðum séu menn alltaf í vinnunni og það er þá ffekar þannig að menn séu að spyrja ráða en að ég sé einver ógnvaldur. Sjálfur er ég á því að það sé ákveðinn kostur að búa í litlu samfélagi. Starfið mitt er ótrúlega fjölbreytt enda eru hátt í 700 fyrirtæki á mínu starfssvæði og verkefnin eru fjölbreytt. Bara í dag er ég búinn að vera til ráðgjafar varðandi ffáveitumál á Sauðárkróki, eins varðandi vatnsveitu og kattahald á Siglufirði og hef farið yfir fjölda salerna á stað sem verið er að hanna. Að auki er ég að vinna með sérlega góðu fólki, Steinunni Hjartardóttur og Sigríði Hjaltadóttur, og eins er formaður heilbrigðisnefndar, Ágúst Þór Bragason, áhugasamur um starfið. Þú talar um reglugerðir og breyt- Við vendum kvæði okkar í kross og tölum um stjórnmálin og flokkinn sem Sigurjón gekk til liðs við strax við stofhum hans árið 1998. -Þá hafði ég aldrei tekið þátt í stjórnmálum en þegar Frjálslyndi flokkurinn var stofnaður gekk ég strax til liðs við hann. Ástæðan var einföld, kvótakerfið. Það er bæði óréttlátt og síðan sá ég að íbúatölur fóru hraðar niður á þeim stöðum þar sem byggðirnar voru háðari sjávarútvegi en hinum, svo sem Siglufirði. Ég sá líka fiskvinnslufyrirtækjum fækka og síðast en ekki síst stendur þetta kerfi mjög völtum fótum líffræðilega séð og mundi aldrei ganga upp til lengdar. Það hlýtur því bara að vera tímaspursmál hvenær þessu verður breytt. En ef þetta er svona augljóst af hverju er þetta kerfi þá enn við lýði? -Ég held að það séu hagsmunir þeirra sem hafa yfir aflaheimildum að ráða sem hafi verið ráðandi í tilhögun kvótakerfisins. Atvinnu- rekendamegin voru menn sem töldu sig hafa hag af þessu kerfi sem vissulega hefur búið til kapítal fyrir þessa aðila. Menn hafa því getað bætt eiginfjárstöðu fyrirtækja sinna fyrst um sinn. En ef litið er á heildarhagsmunina er svo augljóst að kerfið er algjörlega misheppnað. Þorskafli hefur dregist gríðarlega saman á þeim tíma sem kvótakerfið hefur ráðið ríkjum. Þorskveiðiheimildir eru í dag ekki nema 30% af þvi sem þær voru þegar kerfið var sett á. Þvi hefur þetta kerfi sem sett var á til þess að vernda þorskstofhinn snúist í andhverfu sína. Núna eru loks farnar að renna á þá sem starfa í greininni tvær grímur vegna þess að þeir sjá að niðurskurðurinn mun aðeins leiða til meiri niðurskurðar. Líffræðileg forsenda kerfisins er ekki fyrir hendi. Það þýðir ekki að ætla að vernda fisk sem ekki er að stækka og einstaklingsvöxtur er lágur. Það mun leiða til þess að meira drepst af náttúrulegum orsökum. Hvergi í heiminum hefur kvótakerfi gagnast til þess að byggja upp fiskistofna. I Skotíandi eru menn komnir í veiði sem er 20% af þeirri veiði sem áður var þar og samt eru menn að tala um ofveiði.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.