Feykir


Feykir - 15.11.2007, Blaðsíða 8

Feykir - 15.11.2007, Blaðsíða 8
8 Feyklr 43/2007 - Eldisfiskur með merku um smitsjúkdóma. í 3. áhættuflokk fer meðal annars: - Allir hlutar heilhrigðra slát- urdýra þar með talið hlóð og fóstur sem ekki eru œtlaðir til neyslu af viðskiptaástœðum. - Allir hluta sláturdýra sem dœmast óhcefr til manneldis en eru ekki með sjúkdóma. - Klaufir, horn svínahurstir og fiður af heilbrigðum dýrutn sem slátrað er í sláturhúsi. - Bein og aðrar dýraleifar frá kjötvinnslum, mötuneytum og aðrardýraleifarsemfalla til sem almennur rekstrar úrgangur sem og eldhúsúrgangur. - Hjá Kjötafurðastöð KS á Sauðárkróki hafa menn ákveðið að bregðast við hinum nýju reglutn með því að koma upp jarðgerðarstöð, tnoltu, settt kemur til með að taka við lang tnestum hluta úrgangs stöðvarinnar. Molta er afurð úr jarðgerð og er búin til úr lífrænum úrgangi. I þessu tilviki úrgangi sem flokkast hefði í áhættuflokk 2 -3. Moltuna má síðan nota til áburðar i tún með þeim fyrirvara að ekki séu nýttar afurðir af túninu í 21 dag frá því að moltan er borin á. Þá má nota hana til endurgerðar á jarðvegi í blóma- og trjábeð og undir þökur. Ekki má nota moltuna í gróðurhús og eða beð þar sem ræktaðar eru afurðir til manneldis. Stórt framfaraskref Ágúst Andrésson, frant- kvæmdastjóri KS Kjötvinnslu segir að þar á bæ hafi rnenn staðið framnti íyrir því að þurfa að keyra þessunr úrgangi sent til fellur langan vel í þar til gerðar brennslustöðvar sem hefði þá verið mjög kostnaðarsöm aðgerð. —Til- koma jarðgerðarinnar breyir því mjög miklu fyrir okkur rekstrarlega séð. Þangað fer nú allur lífrænn úrgangur, dýraleifar úr kjöt og fiskiðnaði hér á svæðinu sem ekki er hægt að nota í loðdýrafóður. Við reynum að nýta allt sem við getum í loðdýrafóður en það sem fer í moltuna blandast þar saman við annan líffænan úrgang svo sent frá Steinuli og garðaúrgang, útskýrir Ágúst. Hægt er að benda á að innflutt pottanrold sem seld er í blóntabúðum kemur úr moltu. Hvernig er framleiðsluferlið? Fréttaskýring Starfsemi Jarðgerðar feraf stað Haustráðstefna Fenúr, um með að hafa töluverð áhrif / 2. áhættuflokk fer meðal úrgangsmál Norðurlands, staðan og framtíðin, var haldin að hluta til á Kaffi Krók fimmtudaginn 9. nóvember sl. Við það tækifæri var formlega tekin í notkun moltuverksmiðja Jarðgerðar ehf. Ráðstefnuna sóttu 70 manns og er hún með fjölmennari ráðstefnum sem Fenúr hefur haldið. Starfsemi Fenúr nær til allra þátta er varða meðferð, endurnýtingu og meðhöndlun úrgangs og frárennslis bæði frá heimilum og atvinnustarfsemi. Félagar í Fenúr eru því fyrir- tæki sem stafa í greininni, sveitafélög, stofnanir, einstakl- ingar og sanrtök einstakra atvinnugreina. Var ráðstefnan haldin á Sauðárkróki vegna áhuga Fenúr á verkefnum Flokku ehf og Jarðgerðar. Töldu ráðstefnugestir að með nýjustu úrbótum í úrgangs- málum væru Skagfirðingar að skipa sér í fremstu röð í þessum málaflokki. Segja má að fyrir Norð- lendinga hafi fyrirlestur Sigurðar Ö Hannessonar um reglugerð 820/2007 um sláturúrgang og ráðstöfun afurða unnum úr honurn verið áhugaverðasti fyrirlestur dagsins. Þar kom ffam að þann 1. janúar 2009 taka í gildi ný lög um urðun á ómeðhöndluðum sláturúrgangi og verður urðun á slíkum úrgangi eftirleiðis bönnuð. Þetta kemur til á sláturhúsin á Norðurlandi vestra svo og þá bændur sem stunda heimaslátrun. Koma þá afurðastöðvarnar til með að bera ábyrgð á því að úrgangur frá þeim fari rétta leið og fái meðhöndlun samkvæmt lagabókstafnunr. Hefur úrgangi verið skipt í þrjá áhættuflokka. annars: - Hrœ af öllu sauðfé, geitfé og mutgripum setn er sjálfdautt eða lógað ekki til matmeldis. Dýr sem felld eru vegna sóttvarna. - Allir hlutar sláturdýra setn dœmast óttothœfir til tnanneldis og eru með merki um alvarlega sjúkdóma setn berast í menn eða dýr. í 1. áhættuflokk fer meðal annars: - Áhœttuveftr og allar slátur- og dýraleifar úr sauðfé oggeitfé þar sem áhœttuvefur hefur ekki verið farlœgður. - Hræ af sjálfdauðu sauðfé, geitfé og nautgriputn þar tneð talin dauðfœdd dýr og fóstur. Sauðfé, geitur og nautgripir sem hafa drepist íflutttingi. - Slátur og dýraleifar tneð riðu-smitefni þar tneð er talið skititt, húðir, hlóð og saur úr slíkutn dýrutn. Úrgangur setn inttiheldur dýraleifar frá flutningstœkjum í alþjóðlegri utnferðþáog blöttdur setn inttihalda eftti úr 1. flokki og attttað hvort efni úr 2. eða 3. áhœttuflokk eða báðuttt þessutn áhættuflokkum. - Framleiðsluferli í moltu tekur 10 til íjórtán daga og síðan er moltan látin standa í haug í 2-3 rnánuði áður en hægt verður að nota hana sem áburð eða við gróður. Það sem gerist er að öllu sem fara á í moltuna er blandað saman og sett í stóra tromlu þar sem hitinn fer í 70 gráður og þar deyja allar matvælasýkingar svo sem salmonella. Eins lifa arfafræ eða gras ekki af þessa meðhöndlun. Hins vegar þykir ekki sannað að örverur sem mynda gró, garnaveiki, riðuveiki eða miltisbrand eyðist og því má ekki setja í moltu úrgang sem greinist í 1. áhættuhóp. Hins vegar ber að taka frarn að við eigurn langt í land í þessum málum en þessi jarðgerðarleið er rnjög stórt ffamfararskref og á þann hátt náum við að jarðgera sem mest af okkar úrgangi. Síðan erum við að skoða að setja upp lítinn brennsluofn sem taki um 2 - 300 kíló á dag til þess að losa okkur við það sem ekki má fara í Jarðgerðina. Áhugasamir geta gert tilraunir Ekki má fara að nota afurðir Jarðgerðar strax en Jarðgerð hefur gert tveggja ára samning um nýtingu rnoltu til uppgræðslu og frágangs á urðunarsvæði Sauðárkróks. Moltan verður því notuð innan girðingar og á svæði sem fylgst verður með næstu árin. -Við gerum í okkar áætlunum ekki ráð fyrir að geta selt afurðina en að sjálfsögðu munum við kanna leiðir til þess að fara í einhverja flokkun á þessari afurði með það að ntarkmiði að selja hana á markað, segir Ágúst. Þá munu áhugasamir geta nálgast rnoltu næsta surnar til þess að gera tilraunir með hana en hún þykir góð í trjá- og blómabeð og eins undir þökur. Miklir möguleikar í stöðunni Starfsmenn Flokku ehf rnunu sjá um starfsemi Jarðgerðar en eins og staðan er í dag er innan við eitt stöðugildi sem þarf til þess að fylgjast með framleiðslu stöðvarinnar. Hins vegar er ljóst að verkefnið er gríðarlega spennandi og býður upp á alls kyns möguleika. Bæði atvinnuskapandi og ekki síst í ljósi umhverfismála.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.