Feykir


Feykir - 15.11.2007, Blaðsíða 9

Feykir - 15.11.2007, Blaðsíða 9
43/2007 Feykir 9 Rithöfundur á Blönduósi Verðlaunahöfund- ur í Póstinum Hilmar Örn Óskarsson 32 ára starfsmaður hjá íslandspósti er mikið skúffuskáld. Hilmar hefur þó tekið eitthvað af verkum sínum upp úr skúffunni og unnið til verðlauna. Hann hlaut meðal annars 2. verðlaun í smásagnakeppninni Gaddakylfunni fyrir sögu sína Brúður. Hilmar Örn Óskarsson er upprennandi rithöfundur fæddur og uppalinn í Breið- holtinu. Hiirnar er þriggja barna faðir í fullu starfi hjá Islandspósti á Blönduósi. Hann er stúdent af félagsfræðibraut Fjölbrauta- skólans í Breiðholti og kiárar nám í bókmenntafræði frá Háskóla Islands um áramótin. Fjölskylduhagir hans eru frekar heíðbundnir en hann er elstur af þremur systkinum og er eini strákurinn í hópnum. Hann á sjálfúr þrjú börn með eiginkonu sinni Margréti. Dagar í lífi Hilmars eru frekar venjulegir en hann byrjar á að koma börnunum í skóla og leikskóla og fer svo í vinnuna og rítst við yfirmanninn. Þegar vinnunni er lokið verslar hann í matinn og fer svo heim þar sem hann eyðir mestum tíma þess sem eftir lifir dags í bömin þó að auðvitað fari stundum einhver smá tírni í skriftimar. Hilmar hefúr búið í Reykjavík nánast alla sína æ\’i og segist því kunna vel við sig í góðri umferðarteppu. Hann bjó fyrstu 22 ár ævi sinnar í Breiðholtinu en fluttist svo í Hlíðahverfið en fór svo þaðan aftur í gamla góða Breiðholtið. Hann flutti svo til Blönduóss fyrir tæpum tveimur árurn síðan og sagist kunna ágætlega við sig. „Það dettur bara yfir mann“ Aðspurður hvemig honunt datt í hug að verða rithöfúndur sagði hann „Það var ekki beint þannig að mér dytti það í hug, það datt frekar í mig.” Þegar Hilmar var 17 ára byijaði hann að fikta við að semja ljóð sem hann segir að séu varla birtingarhæf nokkrum manni en ljóðagerðin þróaðist seinna út í smásagnaritun. Innblástur fær hann hvaðanæva að, til að mynda frá tónlist, fólkinu í kringum hann og sjónvarpi. Hilmar segir það taka sig um tvær til þrjár vikur að skrifa eina smásögu en tímann finnur hann með endalausum málamiðl- ununt við konu og börn. Verðlaun ísumar Hilrnar tók þátt í tveimur smásagnakeppnum í ár, önnur var á vegum tímaritsins Nýs Lífs en hin Mannlífs en hann ffétti af þeim báðum gegnum heimasíðu sem heitir Rithringur. I báðum keppnissmásögunum er framin glæpur og spurðunt \rið Hilnrar hvort hann væri svolítill „krimmi” í sér. Hann viidi nú ekki meina það og sagði að vegna skilyrðis um glæp í annarri sögunni hafði liún líklega haft áhrif á hina. Þess má geta að Hilmar náði í annað sætið í smásagnakeppni Manlífs Gaddakylfúnni. Daníel er persóna í sögunni „Uppvakningar" eftir Hilmar og fomtnuðumst \’ið um hvemig hún varð til. Hilmar sagði að hugmyndin hafi bara komið upp í sambandi \ið atburði sögunnar. Honum fannst Daníel vanta aðeins lit í sitt gráa líf og segist ánægður lifa sjálfúr aðeins lit- ríkara lífi heldur en Daníel. Aðal- hetjan í sögunni „Brúður' er kvenkyns svo við áætluðum ekki samsvörun við Hilmar þar... Tengdamamma góður gagnrýnandi Hilmar ráðleggur ungum og óreyndum rithöfúndum að lesa ( TÖLVUPÓSTURINN ) Guómundur Jónsson, oft kenndur vió Sálina hansjóns míns, er uppalinn á Skagaströnd og hefur kappinn haldió tryggó vió heimahagana. Guómundur mun núna á laugardagskvöld eiga sitt annaó framlag í Söngvakeppni Sjónvarpsins, Laugardagslögunum. Feykir sendi Guómundi tölvupóst og spurói frétta. Ekki hægt aö keppa í tónlist > > Hvað er nú að frétta úr Reykjavíkurhreppi? -Það er allt bærilegt að frétta, takk fyrir. í þessum pikkuðum orðum hefur rigningunni slotað um stund og loftið er svalt og kalt sem mentholbrjóstsykur. En af þér sjálfum? -Ég er tiltölulega góður. Takk fyrir. Er óðum að skrfða saman eftir skemmtilega hljóm- leikaferð um landið, þar sem ég ásamt félaga mínum og velgjörða- manni Þorsteini K, hef verið í lungann úr októbermánuði. Ég var að fylgja eftir nýútkominni plötu minni Fuður sem er síðasti hluti af þríleik nokkrum, Japl Jaml og Fuður sem ég hef verið með í smíðum síðastliðin 3-4 ár. Fyrir þá sem ekki vita þá ert þú Skagstrendingur, ekki satt? -Jú, það má segja það. Ég flutti 5 ára ásamt fjölskyldu minni til Skagastrandar og ólst þar upp í góðu yfirlæti til unglingsára, er ég flutti á mölina. Þarna mannaðist maður, kynntist fyrstu ástinni, byrjaði að drekka brennivín, lærði að spila á gítar, reif kjaft á kjarnyrtri íslensku og bast tryggðarböndum við bændur og búalið. Ertu duglegur að rækta heimahagana? -Já, ég held það. Fjölskyldan er að vísu flutt frá staðnum en ég er svo heppinn að eiga nokkra góða vini á Ströndinni. Ég er nýbúinn að halda þarna sólótónleika í Kántrýbæ og einu sinni eða oftar hittumst við félagarnir í æskuhljómsveitinni Janus og sláum upp tónleikum við mikinn fögnuð - sérstaklega okkar. Þú ert nú þegar kominn með eitt lag áfram í Laugardagslögunum, áttu eftir að koma fram með fleiri þar? -Það hef ég ekki hugmynd þar um. Ég hef alltaf sagt að það sé ekki hægt að keppa í tónlist enda lít ég ekki á þetta sem keppni, heldur sjónvarpsþátt sem gerir mér kleyft að búa til þrjú popplög með landsins færasta fólki og vonandi get ég hlustað á þetta kinnroðalaust á komandi tímum. Þessi iðja að hnoða saman tónlist er auðvitað það sem ég fæst við daglega svo ég er afskaplega sáttur við hvernig sem fer. Hverjir flytja þau? -Ég er þessa daganna að hljóðrita lag nr. 2. sem heitir Straumurinn og koma þeir Einar Ágúst og Sigurjón Brink með að syngja saman það lag 17.nóv. n.k. Síðasta lagið verður flutt 8. des og syngur Þóra Gísladóttir þann ópus sem ber nafnið; Að eilífu. Einhver speki svona að lokum? - Me goum o ginnagid Je gei gonna bett Nía nugg og níabid Na e nommunett > > alls konar bækur og prófa sig áfram og hann sagði að einnig væri gott að nota Rithringinn, ekki gefast upp og taka sér góðan tíma í þetta. Það er lítið unt skáldskap í ætt Hilmars en pabbi hans skrifaði nokkrar sögur og þykir Hilmari ekki ólíklegt að hann hafi fengið bakteríuna frá honunr - tengdamamma hans skrifar einnig og er iðin við að gagnrýna það sem tengdasonurinn sendir frá sér. Hilntar var byrjaður að vinna að skáldsögu áður en hann byrjaði að skrifa fyrir smá- sagnakeppnirnar. Hann stefiiir að því að klára hana og gefa hana út - ef einhver útgefandi fæst tii þess. Hægt er að finna smásögur Hilmars í öllum betri bóka- búðum landsins í áðurnefndum smásagnaheftum Nýs lífs og Mannlífs. Greinin erunnin af fjöimiðlavali Grunnskólans á Blönduósi

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.