Feykir


Feykir - 13.12.2007, Qupperneq 2

Feykir - 13.12.2007, Qupperneq 2
2 Feykir 47/2007 Landsmálin Guðbjaitur vill hætta gangagjaldtöku Guóbjartur Hannesson, þingmaóur Samfylkingar í Noróvesturkjördæmi, segist ætla aó halda því til streitu aó gjaldtöku af Hvalfjaröar- göngum veröi hætt, þó sam- gönguráóherra, sem er flokksbróóir hans, setji málið ekki á oddinn. Guðbjartur sagði skiljanlegt að á meðan að menn fengju milljarð í tekjur á ári fyrir gjaldtökuna væri freistandi að halda því áfram. Hann er aftur á móti viss um að þetta verði endurskoðað á kjörtíma- bilinu. Heimild: Ruv.is Leiðari Misörlátirjólasueinar Ég sótti son minn í skólann í hádeginu sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að umræðuefni dagsins var að sjálfsögðu spurningin: „Hvaðfékkstþú í skóinn?” Sonur minnfékk hulstur utan um tannburstann sinn og var alsæll með það. Annar hafðifengið tómat og hinn þriðji gulrót. Heyrðistþá sagt utan úr horni -hann fékk bara hulstur en ég fékk dvd mynd, sagði lítil skotta. -Þetta er sko jól í Latabæ ekkert smá flott, bætti hún við. Við mæðgin meðtókum skilaboð hennar og héldum heim á leið. Spurðiþá sá stutti mig allt í einu afhverju jólasveinninn gæfi sumum mynd en öðrum eitthvað minna. -Ég er rosalega ánægður með mittsko, en ég hefði alveg viljaðfá mynd líka, sagði hann og var hálf hissa á mismiklu örlæti sveinka. Sjálfvonast ég til þess að sveinarnir 13 lesi leiðara Feykis og hafiþað í huga að öll ti'úa börnin nú á sömu sveinana 13 og skilja því lítið íþví að þó að þau séu þæg og góð komi meira ísuma skó en aðra. Hvaða skilaboð erum við að senda börnum okkar með því að þiggja af jólasveininum gjafir upp á fleiriþúsund, þrettán daga í röðfyrirjólin? Erum við meðþví að segja aðþví dýrari því betri og að ódýrar gjafir séu ekki líka góðar gjafir? Kannski er ég bara svona gamaldags en þetta er eittlwað sem mér finnst að sveinarnir þurfi að hafa í huga. Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is sími 898 2597 Óháð fréttablad á Norðurlandi vestra - alltaf á fímmtudögum Feykir Ulgetandi: Nýprent ehf. Borgarflöt I Sauðérkrúki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðérkrókur Blnðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herdis Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Péll Dagbjartsson. Ritstjóri & ébyrgðarmaður: Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is Simi 455 7176 Blaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson oli@nyprent.is, Örn Pórarinsson. Prófnrkalestur: Karl Jónsson Askriftarverð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325 krónur með vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ebf. Sími 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Starfshópur um eflingu Hólaskóla Hólaskóli til mennta- málaráðneytis Forsætisráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi til laga um tilfærslu verkefna innan Stjórnarráðs íslands. Mun þá Hólaskóli færast frá landbúnaóarráðuneyti til menntamálaráóuneytis. Á ríkisstjórnarfundi þann 4. desember sl. var síðan samþykkt tillaga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um að skipa starfshóp til að koma nteð tillögur um framtíð og skipan skólahalds á Hólum í Hjaltadal og málefni Hóla- staðar. Starfshópinn skipa Guð- mundur Árnason, ráðuneytis- stjóri í menntamálaráðuneyti, sem jafnffamt er formaður hópsins, og alþingismennirnir Sigurður Kári Kristjánsson, Guðfinna S. Bjarnadóttir, Guðbjartur Hannesson auk Önnu Kristínar Gunnars- dóttir. Mun starfshópurinn setja ff am tillögur er stuðla að frekari uppbyggingu og eflingu Hólaskóla, m.a. með hliðsjón af þeirri endurskipulagningu háskólastigsins sem ffam hefur farið á undanförnum árum og væntanlegu ffumvarpi um ríkisháskóla. I tillögum sínum skal starfshópurinn miða við að tryggilega verði haldið um málefni Hólastaðar og Hólar haldi reisn sinni og stöðu sent miðstöð mennta, menningar og kirkjulegra málefna. Norðlendingar geta sótt sér jólatré um helgina_ llmandi tié heim í stofu Hin árlega jólatrjáasala Skógræktarfélags A-Hún. verður á Gunnfríðarstöðum sunnudaginn 16. desember og laugardaginn 22. desember milli kl. 11-15. Þá geta Skagfirðingar höggvið sín tré þann 16. í Húnavatnssýslu býðst gestum og gangandi að konta og höggva tré fýrir 3000 krónur. Er þar í boði stafafura, rauðgreni og blágreni. Að sögn Páls Ingþórs Kristinssonar hefur aðsókn í skóginn verið góð undanfarin ár og er ágóði jólatrjáasölunnar nýttur til þess að kaupa fleiri tré til gróðursetningar. Gera má ráð fyrir að urn 40 tré verði gróðursett fyrir hvert fellt tré. í Skagafirði verður bæði hægt að ná í tré á Hólunt og eins í skógarreitinn við Lindarbrekku milli kl. 12 og 15. Er fólki bent á að taka með sér sagir og í Skagafirði kosta trén 3500 krónur fyrir almenning og 3000 fyrir félaga í Skógræktarfélaginu og er þar fyrst og fremst stafafura í boði. Húnaþing vestra___________________ Ný vegtenging við Laugarbakka í haust hefur verið unnið við nýja vegtengingu fyrir þéttbýlið að Laugarbakka í Miðfirði. Nýi vegurinn er tekinn útaf þjóðvegi 1 örskammt austan við brúna á Miðfjaróará. Þar var gerður nýr vegur nyrsta húsið í þorpinu. um 600 metra að lengd sem Ástæðan fyrir þessu er sú að kemur inn á eldri veginn við eldri tenging er í talsverðri brekku og var fr ekar þröng fyrir stærri bíla auk þess sem oft er hált í brekkunni. Það var Guðmundur Vilhelmsson verktaki á Hvammstanga sem vann verkið. Þessi nýja tenging verður ekki tekin í notkun fyrr en í vor. Þá mun lokafrágangur fara frarn og bundið slitlag verður lagt á þennan nýja kafla. ÖÞ: Uppskeruhátíð hesta- manna í A-Hún. Ólafur knapi ársins Uppskeruhátíð Hrossa- ræktarsamtaka A-Hún. og Hestamannafélagsins Neista var haldin 1. des. sl. Voru þar verðlaunuð efstu kynbótahross í hverjum flokki auk þess sem Ólafúr Magnússon á Sveinsstöðum var kjörinn knapi ársins hjá Neista. Þá var hæst dæmda hryssan Þruma fráSkagaströnd 8,27. Ræktunarbú ársins er Sunnukvistir. Skagafjörður Hraðahindrun í Freyjugötu Eftir að búið er að meta kostnað við tillögur Ríkarðs Mássonar og Björns Mikaelssonar varðandi bætta umferðarmenningu við Árskóla hefur verið tekin ákvörðun um að setja hraðahindranir við Freyjugötu. Var þetta samþykkt á þann 6. desember sl. Jafnframt fundi Skipulags- og var ákveðið að setja hindrun byggingarnefndar Skagafjarðar og þrengingu á Ránarstíg. Er eitthvað að frétta?

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.