Feykir


Feykir - 08.05.2008, Blaðsíða 4

Feykir - 08.05.2008, Blaðsíða 4
4 Feykir 18/2008 Sturla Böðvarsson forseti Alþingis skrifar ísland og Evrópu- sambandið Þegar umræður um aðild okkar að Evrópusambandinu hafa nú gerst stríðari en áður er mikilvægt að meta aðstæður okkar rétt. Staða íslands er á margan hátt einstök. Við íslendingar lifúm á mörkum tveggja álfa, í samfélagi sem sækir hið besta bæði úr gömlu Evrópu og Nýja heiminum. Búseta á íslandi mótast auðvitað af legu landsins og verður alltaf ósambærileg við það að búa í hinni þéttbýlu, iðnvæddu og frjósömu Mið-Evrópu og Skandinavíu. Afstaða okkar og kjör hljóta að mótast af hinum sérstöku aðstæðum sem eru á íslandi. Það er því er ekki óeðlilegt að við teljum vandkvæðum bundið að innleiða allar reglur viðskipta sem gilda í Evrópu, svo sem reglur um auðlindanýtingu og hlutverk landbúnaðar í því að byggja upp fæðuöryggi þjóðarinnar. I. Það er eðlilegt að íslenskir stjórnmálamenn horfi til arfleifðar þjóðfrelsishetjunnar Jóns Sigurðssonarþegar metnir eru hagsmunir lands og lýðs í samskiptum þjóða við byrjun 21. aldar. Það er hlutverk okkar alþingis- manna að setja lög og móta stefnu til hagsbóta fyrir land og þjóð, í þágu framtíðar og á grunni reynslunnar. 1 verkum okkar eigum við að bera virðingu gagnvart störfum þeirra sem skópu sögu okkar og ekki síður gagnvart komandi kynslóðum. Gera verður kröfu til þess að stjómmálamenn þekki og virði þá framvindu sem tryggði sjálfstæði okkar og stofnun íslenska lýðveldisins. Með fúllveldi Islands voru skapaðar þær kringumstæður sem hafa lagt grundvöllinn að auðlindanýtingu og hagsæld þjóðarinnar. II. Það eru á lofti kraftmiklar kenningar um vaxandi velsæld til sjós og lands í skjóli Evrópusambandsins. Þær kenningar eru settar fram af fólki sem við hlustum á og metum. Við nánari skoðun virðist þeim sjónarmiðum þó jafnvel teflt fram út frá mjög þröngu sjónarhorni eða jafnvel draumsýn stjórnmálamanna, sem láta óskhyggjuna um of ráða för. En hvernig sem allt veltist í samskiptum okkar við aðrar þjóðir og hvernig sem okkur farnast þurfúm við að tryggja hagsmuni fjöldans, um leið og við sköpum útrásarvíkingum okkar svigrúm og höldum reisn okkar sem sjálfstæð þjóð. Kröfur og kenningar um inngöngu í Evrópusambandið eru nú reistar þegar við íslendingar erum efnaðri og betur settir en við höfum nokkru sinni verið í sögu þj óðarinnar. Þökksé framsýnum stj órnmálamönnum,sókndj örf- um athafnamönnum og þraut- seigri þjóð. Ýmsir virðast nú vilja leita eftir skjóli innan Evrópusambandsins þegar við höfum hreppt mótvind um stund og telja þá leið eina færa. Eðlilegt er að varpa fram þeirri spurningu hvort það sé í anda hugsjóna þeirra sem skópu sjálfstæði okkar að afsala hluta fúllveldis þjóðarinnar og flytja valdið yfir auðlindum til sameiginlegs og yfirþjóðlegs valds Evrópusambandsins? Hefur Evrópusambandið forsendur til þess að meta aðstæður okkar íslendinga? Er líklegt að forsvarsmenn Evrópusambandsins vilji taka tillit til aðstæðna okkar sem búum við ysta haf og nýtum auðlindir eldvirkninnar og framrás jökulfljótanna, róum til fiskjar og viljum halda til haga sagnaritum okkar og sögulegri arfleifö? Mun hið háa Alþingi, sem var stofnað á Þingvöllum árið 930 og hefúr verið stolt okkar Islendinga, njóta sæmdar og hafa þau áhrif sem því ber innan Evrópusambandsins? Þetta eru spurningar sem erfitt er að svara, en vert að velta fyrir sér. III. Síðasta vor var gengið til alþingiskosninga. Að loknu þessu kjörtímabili, árið 2011, verða bæði 200 ár liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar og 160 ár frá þjóðfundinum 1851, þar sem Jón steig fram fyrir skjöldu og mótmælti því ofbeldi sem hið erlenda vald beitti fulltrúa Alþingis. Utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur varpað því fram að í næstu kosningum, sem verða ekki seinna en árið 2011, verði í raun og veru kosið um aðild okkar íslendinga að Evrópusambandinu. I þeim alþingiskosningum verður þá væntanlega, ef sjónarmið utanríkisráðherra ná fram að ganga, lagt fyrir þjóðina að velja þingmenn með hliðsjón af afstöðu þeirra til umsóknar um aðfid að Evrópusambandinu. Þetta eru vissulega mikil tíðindi ef af verður og undarleg gráglettni örlaganna ef sú verður raunin á 200 ára afmælishátíðarári sjálfstæðishetjunnar. Það er því mikilvægt að skipuleggja umræðu í íslensku samfélagi og láta meta kosti þess og galla að ísland afsali sér hluta fullveldis með aðild að Evrópusambandinu. Ákvarðanir um grundvallarbreytingar á stöðu okkar sem sjálfstæðrar þjóðar kalla eðlilega á breytingar á stjórnarskránni, til þess að þingið geti framselt valdið sem stjórnarskráin gerir ráð fyrir að einungis Alþingi hafi. En við verðum að skoða fleira en efnahagsleg rök, sem mæld eru í krónum eða evrum. íhuga þarf aðra hagsmuni okkar til lengri tíma og mikilvægi þjóðarvitundar og sjálfstæðis okkar mitt á milli Ameríku og Evrópu, þar sem við bæði njótum og gjöldum einangrunar landsins fjarri stærstu mörkuðum og verðum að tryggja öryggi okkar. IV. Aðild að Evrópusambandinu myndi kalla á breytingar á auðlindanýtingu okkar. Það hlýtur því að verða að skýra það vel út fyrir kjósendum hvaða ríku hagsmunir krefjast þess að við látum yfirráð þeirra af hendi. Hvaða auðlindir fylgja því að við höfúm gjaldmiðilinn evru? Það þarf ekki síst að skýra út fyrir kjósendum í sjávarbyggðum á íslandi hvers vegna við eigum að fela yfirráð og skipulag nýtingar sjávarauðlindarinnar stjórnmálamönnum og embættismönnum Evrópu- sambandsins. I mínum huga er slík valda tilfærsla ekki fýsilegur kostur. Hvað fæst í staðinn? Margir telja að við eigum að leita áfram samstarfs á grundvelli EES-samningsins, sem hefur reynst okkur vel. Aðgagur að auðlindum er vissulega mikilvægur og ég tel að það hljóti til dæmis að vera í þágu matvælaöryggis Evrópu að við nýtum auðlindir sjávar með sjálfbærum og hagkvæmum hætti ,eins og við höfúm gert, og byggjum áfram upp íslenska landbúnaðinn á forsendum þess ósýkta umhverfis sem við búum við, en aukum hagkvæmni í þessum greinum með eðlilegri samkeppni í þágu neytenda. VI. Það ber umfram allt að varast að byggja upp óraunhæfar væntingar um stöðu okkar innan Evrópusambandsins. Sem smáþjóð eigum við að nýta styrk okkar þar sem við getum og við höfum margt fram að færa og getum haft áhrif, þótt við stöndum utan Evrópusambandsins. Flestir sem aðhyllast inngöngu ganga út frá því sem vísu að við getum nánast gengið þangað inn þegar okkur hentar. Víst kann það að vera möguleiki, en eingöngu ef við erum tilbúin sem þjóð að ganga að öllum þeim kostum sem okkur eru settir. En myndi slíkt þjóna hagsmunum okkar sem þjóðar? Það virðist vera þannig að áköfustu áhugamenn um inngöngu í Evrópusambandið láta lönd og leið forsendur fyrir fullveldi og sögulega stöðu okkar sem sjálfstæð þjóð með elsta þjóðþing veraldar. Þeir varpa öllum gildum fýrir róða nema stundarhagsmunum okkar og mæla öll gæði í krónum eða evrum. Ef við viljum ná árangri fyrir þjóðina verðum við hins vega að gefa okkur tíma og byrja á réttum enda þessa máls. VII. Eftir mikið góðærisskeið höfum við íslendingar ratað í efnahagslægð sem ógnar stöðu okkar. Við þurfum því að leggja alla áherslu á að ná vopnum okkar innanlands og tryggja aftur stöðugleikann í efnahagsmálum, áður en við hugum að viðræðum um aðild að Evrópusambandinu. Við getum ekki og eigum ekki að koma á hnjánum til forystumanna Evrópusambandsins og óska inngöngu vegna efnahagslegra vandræða. Þeir sem halda að upptaka evru sé lausn alls vanda verða að huga að þvi að Evrópusambandsaðild fylgir ekki sjálfkrafa upptaka hins sameiginlega gjaldmiðils. Til að ganga í Myntbandalagið og geta tekið upp evru verður fyrst að uppfylla þau ströngu skilyrði sem kennd eru við Maastricht. Staðan í ríkisfjármálum á Islandi er sterk, ríkissjóður hefur verið rekinn hallalaust og erlendar skuldir ríkisins eru í lágmarki. Island uppfyllir þannig Maastricht skilyrðin hvað varðar ríkisfjármál. Það gerum við aftur á móti ekki þegar horft er til viðmiða um lága verðbólgu og stöðugt gengi. Því verðum við að ná tökum á efnahagsmálum og tryggja stöðuleika af eigin rammleik, áður en upptaka evru kemur til greina. Lausn vanda okkar í efnahagsmálum er því áfram í okkar höndum um sinn. VIII. Ég tel mikilvægt að stjórn- málamenn ræði fordómalaust þá stöðu sem uppi er. Ég vil helst geta samið um sérstöðu okkar sem eyþjóðar og tekið þátt í samstarfi við ESB án þess að við límum okkur föst með yfirlýsingum um eitt samningsmarkmið sem er að komast inn í ESB, hvað sem það kostar. Ég hef hér gert grein fyrir mínum sjónarmiðum um ísland og Evrópusambandið, en það er ekki víst að þau sjónarmið verði ofan á. Auk þess geta aðstæður breyst vegna hluta sem við sjáum ekki fyrir. En ef þjóð og þing metur það svo, að lokinni vandlegri ígrundun, að aðild kunni að vera vænlegur kostur, eigum við að mæta til samninga á eigin forsendum með reynslu okkar og viljann að vopni. Við þær aðstæður getum við samið af styrk um sérstöðu okkar m.a. i sjávarútvegsmálum og orkunýtingarmálum og án þess að fórna öðrum þáttum í okkar samfélagi líkt og gæti orðið með íslenskan landbúnað ef fram fer sem horfir. Það má því öllum vera ljóst að það er verk að vinna á Alþingi við að móta stefnu um samstarf við aðrar þjóðir. Þar þurfúm við að hafa í huga þær breytingar sem eru á sviði varnarmála, umhverfismála og efnahagsmála. Það er skylda íslenskra stjórnmálamanna að ganga til samninga með það í huga að tryggja hagsmuni okkar og ganga fram í þágu frjálsrar og fúllvalda þjóðar á íslandi án þess að tilkynna fyrirfram hver niðurstaðan eigi að verða, án þess að geta í raun snúið við ef einungis óhagstæðir afarkostir eru í boði.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.