Feykir - 05.11.2009, Blaðsíða 5
41/2009 Feykir 5
Fréttaskýring
Sanngjarn niðurskurður eða refs-
ing fyrir að vilja ekki sameinast
( MITT LIÐ )
Betra er aö tapa
og fá dollu,
en vinna og fá
enga dollu!
Nafn: Hans Vilberg
Guðmundsson.
Heimili: Árbraut 19 Blönduós.
Starf: Verslunarmaður.
Hvert er uppáhaldsliðið þitt í
enska boltanum og af hverju?
Man Utd, Red Devils never walk
alone I
Hefur þú einhvern tímann lent í
deilum vegna aðdáunar þinnar
á umræddu liði? Já oft, aðallega
við Poolara, þeir eru ekki alveg
eins og fólk er flest!
Hver er uppáhaldsleikmaðurinn
fyrr og síðar? Margir, en ég segi
Ryan Giggs.
Hefur þú farið á leik með liðinu
þínu? Já, tvisvar. Á móti Liverpool
á Old Trafford og einnig Reading
á sama velli.
Áttu einhvern hlut sem tengist
liðinu? Já, fullt af dóti.
Hvernig gengur að ala aðra
fjölskyldumeðlimi upp í
stuðningi við liðið? Mjög vel. Öll
vel upp alin, annað mundi aldrei
ganga upp!
Hefur þú einhvern tfmann skipt
um uppáhalds fálag? Nei, þetta
eru trúarbrögð!
Uppáhalds málsháttur? Einn
frumsaminn. Betra er að tapa
og fá dollu, en vinna og fá enga
dollu!
Einhver góð saga úr boltanum?
Það var yndislegt að vera á Old
Trafford um árið, þegar Rio
Ferdinand skoraði sigurmarkið
á móti Liverþool, akkúrat þegar
vallarklukkan sýndi 90 mín. Gerist
ekki þetra!
Spurning til þín frá Kristmari
Björnssyni - Hvað finnst þér
um að C. Ronaldo sá farinn frá
Man. Utd?
Svar... Ekki sáttur fyrst, en svona
er þetta, við höfum nóg af góðum
mannskaþ.
Hvern viltu sjá svara þessum
spurningum? Óla Laursen og
Auði Hafþórs.
Hvaða spurningu viltu lauma að
viðkomandi? Hvað finnst þér að
hjá Liverpool í dag og hvað viltu
að verði gert í leikmannamálum?
P.S. Mynd á forsíðu eraf
Kolbrúnu Höllu.
Frá þvf drög aö fjárlögum
voru kynnt á haustdögum
hefur veriö kurr í fbúum
á Norðurlandi vestra þvf
niöurskurðarhnífnum virðist
vera beitt harðar á þvf svæði
en mörgum öörum. Feykir
mun næstu þrjár vikurnar
leita svara ráðamanna við
spurningum heimamanna
sem fram hafa komið í formi
ályktana og borgarafunda.
Fyrsta málið sem við
tökum fyrir er samtals 150
milljón króna niðurskurður
á Heilbrigðisstofnununum á
Sauðárkróki og Blönduósi.
Niðurskurði sem heimamenn
beggja vegna Þverárfjalls
hafa mótmælt kröftuglega.
Á Borgarafundi sem haldinn
var á Sauðárkróki í síðustu
viku hélt Örn Ragnarsson,
yfirlæknir heilsugæslu á Sauðár-
króki, framsögu. Hafði Örn
meðferðis innrammað skjal til
Heilbrigðisstofnunarinnar á
Sauðárkróki sem hangir uppi á
vegg á skrifstofu framkvæmda-
stjóra. Er skjalið undirritað af
þáverandi heilbrigðisráðherra
Ingibjörgu Pálmadóttur 27.
desember 1998. Á skjalinu
stendur; -Viðurkenning fyrir
góðan árangur í rekstri.
í máli Arnar kom fram að
á þeim 11 árum sem liðin eru
ffá því að stofnunin fékk sent
skjalið góða hafi hún kvað eftir
annað fengið kröfú um sparnað
og niðurskurð. Á síðasta ári var
stofnuninni gert að spara um 44
milljónir eða 5%. Sagði Örn að
með samstilltu átaki starfsfólks
hafi tekist að skila rekstrinum
réttum megin við núllið en
það átak hafi verið langt því frá
sársaukalaust.
Fram kom í máli Arnar að á
11 árum hafi stöðugildum við
stofnunina fækkað um 9.
Árið 2010 er stofnuninni
gert að spara 100,8 milljónir
króna sem er niðurskurður upp
á 11,3%.
Meta menn það svo að þarna
sé um það mikinn niðurskurð
að ræða að ekki verði hægt að
fara í hann án þess að draga úr
þjónustu svo um muni auk þess
sem koma þurfi til uppsagna
starfsfólks.
Á Blönduósi er stofnuninni
gert að spara um 50 milljónir
sem er niðurskurður upp á um
10%.
Báðar þessar stofnanir
hafa verið vel reknar á síðustu
árum og eru réttum megin við
núllið. Sé hins vegar horft á
aðrar stofnanir sem hafa verið
sameinaðar og hafa hingað til
verið með skuldahala má sjá að
þær stofnanir eru að fá frá innan
við 1 % niðurskurði og upp í 4%
aukningu á fjárframlögum.
Er það mat manna í heil-
brigðisgeiranum að ráðuneytið
hafi búið til reiknilíkan sem sé
svæði okkar óhagstætt en þar á
bæ vilja menn ekki viðurkenna
né leiðrétta galla og hugsanlegar
rangar forsendur sem heima-
menn hafa þó reynt að benda
þeim á. Heildarsparnaður í
heilbrigðiskerfinu á næsta ári er
um 5% en á Blönduósi er hann
10% og á Sauðárkróki 11%.
Öm velti því upp hvað það
væri sem í raun vekti fyrir
ráðuneytinu. Hvort þarna væri
verið að refsa stofnuninni fyrir
að hafa verið árum saman með
rekstur innan fjárlaga? Eða
hvort verið væri að refsa íbúum
fyrir óþekktina og að vilja ekki
sameinast öðrum stofhunum
á Norðurlandi og hverfa í fang
Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri? Væri með þessum
aðhaldsaðgerðum verið að
neyða stofnunina í sameiningu.
í niðurlagi sínu sagði Örn að ef
að þessum sparnaðaraðgerðum
yrði væri það deginum ljósara að
stofnunin yrði ekki söm á eftir.
Þeir starfsmenn sem effir sætu
yrðu þá að gera það upp við sig
hvort þeir vildu starfa áfram við
hina “nýju stofnun.”
Starfsfólk á heilbrigðisstofn-
uninni á Blönduósi hefúr sent frá
sér ályktun um niðurskurðinn
þar.
-Stjórn Starfsmannafélagsins
mótmælir harðlega þeim
niðurskurði til Heilbrigðis-
stofnunarinnar á Blönduósi
sem fram kemur í fjárlögum
ársins 2010 og er mun meiri
niðurskurður en á mörgum
öðrum heilbrigðisstofnunum.
Telur stjórnin að sérstaklega sé
vegið að þessari stofnun og að
eðlilegt sé að samræmis sé gætt
á milli sambærilegra stofnana í
landinu.
Á yfirstandandi ári var
fjármagn til HSB skorið niður
um 45 milljónir og nú er krafist
niðurskurðar um 56 milljónir
og það gera 101 milljón alls eða
rúmlega 20% á tveimur árum.
Hversu langt á þetta að
ganga? Hvar er hægt að spara
meira þegar búið er að hagræða
í mörg ár? Er ekki verið að tala
um að hlúa að öldruðum og
styðja við atvinnulífið?
Ef þetta gengur eftir er ljóst
að segja verður upp fjölda
starfsmanna þar sem undanfarin
ár hefúr verið hagrætt eins og
mögulegt er á öllum sviðum,
m.a. með fækkun starfsmanna.
Þetta mun leiða af sér verulega
skerta þjónustu við sjúklinga,
heimilismenn og íbúa héraðsins
sem og ferðamenn þar sem þessi
stofnun er eina sjúkrahúsið
sem stendur við Þjóðveg 1 frá
Akureyri til Reykjavíkur.
Einnig er ekki sýnilegt
að starfsfólk sem lendir í
uppsögnum hafi í önnur störf
að hverfa eins og staðan er
í dag. Þar með tapast mikill
mannauður sem stofnunin býr
yfir því stór hluti starfsfólksins
hefúr unnið hér um langt árabil.
Hver er ávinningurinn af því
fyrir ríkið og samfélagið ef það
fólk sem sagt yrði upp hér færi
beint á atvinnuleysisbætur?
Stjórn Starfsmannafélags
HSB fer fram á að fjárlögin
er varða þessa stofnun verði
endurskoðuð og leiðrétt af
sanngirni og réttlæti með hag
stofnunarinnar og íbúa þessa
byggðarlags að leiðarljósi.-
Feykir beinir því eftirfarandi
spurningum til Alfheiðar Inga-
dóttur, heilbrigðisráðherra:
-Getur verið að reiknilíkan
það sem notast er við þegar
fjárlögin eru gerð sé okkar svæði
einstaklega óhagstætt ?
-Er það tilviljun að þessar
stofnanir sem hafa verið vel
reknar lendi í meiri niðurskurði
en þær stofnanir sem hafa verið
reknar með halla?
-Hvers vegna fá þessar tvær
stofnanir þetta mikinn skell á
fjárlögum?
-Er verið að neyða stofnanirnar í
sameiningu?
-Getum við átt von á að í
endurskoðun fjárlaga verði þessi
niðurstaða leiðrétt til samræmis
við það sem gengur og gerist á
öðrum stofnunum ?
-Hvaða forsendur hafa breyst
frá þvi að ráðuneytið veitti
HS viðurkenningu fýrir
góðan árangur í rekstri og
heilbrigðisráðherrar hafa endur-
tekið borið lof á stofnunina fyrir
góðan rekstur og starfsemi?
Óskar blaðið þess að ráðherra
sendi svör sín og að þau verði
birt að viku liðinni. Þá munum
við jafnffamt fjalla um mikinn
niðurskurð til FNV.