Feykir


Feykir - 05.11.2009, Blaðsíða 9

Feykir - 05.11.2009, Blaðsíða 9
41/2009 Feykir 9 ( ÁSKORENDAPENNINN ) Jóhanna Helga á Brandsstöðum skritar Sólríkur sunnudagur Það er sannarlega satt að allar árstíðir hafa sinn sjarma, sfna fegurð, ilm og þokka. Haustið, þegar öll uppskera og búfénaður er komið á sinn stað, er góður tími sem skartar dásamlega fallegum litum, - litum sem við sjáum aðeins á haustin. Þegar tekur að skyggja hægt og hægt eftir ærsl og fyrirgang sumarsins og allt skal undirbúa vel fyrir komu vetrarins, sem verður þó vonandi mildurvið okkur; þá fylgir ýmislegt í kjölfar þess að dagurinn styttist. Bömin fara í skólana sína ogfljótlega er komið að því að undirbúa aðventu ogjól. Samfélagið okkar, íslenska þjóðin, er að lifa erfiða og flókna tíma. Þess vegna get égekki annað en verið stolt af því hvernig ertekið á málum í litla hreppnum okkar, Húnavatnshreppi. Hér var ákveðið að á árinu 2009 yrði leikskólinn á Húnavöllum gjaldfrjáls, og einnig allur kostnaður við mötuneyti barnanna sem ganga í Húnavallaskóla. Þetta var gert til þess að koma til móts við heimilin á erfiðum tímum. Hreppurinn okkar hefur einnig í nokkur ár stutt við framhaldsskólanem- endursína, sem þurfa að sækja nám sitt um langan veg; með rausnarlegri upphæð bæði á haustönn og vorönn. Fyrir þetta ber að þakka. Það er nú einu sinni þannig að fyrir barnafólk skiptir það allra mestu máli þegar valin er framtíðarbúseta, að börnin hafi aðgang að góðum skóla og við öll að góðri heilsugæslu. Þessvegna ergóður kostur að búa í Blöndudal. Efskólinn og heilsugæslan væru ekki til staðar, gætum við ekki búið hér. En þegar við getum sent börnin okkar í skólann, vitandi það að þar erfólksem eröllum hnútum kunnugt, og líka viljugt til þess að taka á þeim málum sem upp koma, þá er hægt að hafa minni áhyggjur. f Húnavallaskóla er allt miðað við að börnunum líði vel þar og einstaklingarnir fá að vera einstakiingar. Skólastjórinn okkar, hann Þorkell Ingimarsson, hefur sýnt það og sannað að hann er góður verkstjóri sem hefur líka þann einstaka hæfileika að heyra það sem foreldrar hafa að segja. Ég get alls ekki lokið þessum pistli án þess að þakka þeim skólastjórahjónunum og öllum uppáhaldskennurum barnanna minna líka, fyrir alúð þeirra og dugnað, sérstaklega þegar virkilega hefur reynt á að taka á einelti og sýna einstökum litlum einstaklingum skilning. Þegar ég skrifa þetta er sólríkur fyrsti sunnudagur í nóvember. Börnin mín sem enn eru í Húnavallaskóla hafa verið í prófum undanfarið og hlakka mikiðtil næstu viku, þegar foreldrafélagið stendur fyrir leikhússferðalagi til Sauðárkróks með alla nemendur, kennara ogforeldra sem vilja fara með. Það hefur verið hefð í nokkur ár hjá okkur að fara að sjá barnaleikrit í frábærum uppfærslum Leikfélags Sauðárkróks. Þetta er yfirleitt mikil söng - og hláturs - og nammigrísaferð, enda er farið á rútum með allan hópinn. Fyrir svona framtak ber að þakka og svona hefðum þarf að viðhalda; og kannski sérstaklega á tímum sem eru erfiðir. Við skulum kveikja á kertum og njóta aðventunnar og jólahátíðarinnar eins og okkur er fært og eins og við sjálf erum sátt við. Njótum þess að eiga fjölskyldu og vini. Tímar sýndarmennsku ogannarrarvitleysu eru vonandi liðnir hjá, og við sem aldrei tókum þátt, erum allavega mjög fegin því. Verum við sjálf, - alltaf. “Nótt á jólum, fönnin hvít og ný, nálægðin við kærleik djúp og hlý. Ljóssins barn, þú getur ennþá lært að lifa eins og Jesúbarnið kært.” Ég ætla að skora á son minn, Friðrik Halldór Brynjólfsson háskólanema á Akureyri. Framhaldssagan : Þriója saga Ketilssaga - ástir og örlög Hér er annar hluti Ketilssögu - óstir og örlög hér á Feyki og eru það hinir vösku drengir úr Göngufélaginu Brynjólfi á Hvammstanga sem tekið hafa þeirri áskorun að semja ástarsögu á fjöllum. Þeir sem skrifa söguna eru: Ragnar Karl Ingason, Sigurbjörn Grétar Eggertsson, Gústav Jakob Daníelsson ogÁgúst Jakobsson ...Ónotahrollurinn fylgdi Katli í rúmið þetta kvöld og hugur hans var á reiki. Hafði ferð hans hingað norður í rassgat verið dauðadæmd frá upphafi og hann kannski betur reynt að gleyma þeim tilfinningum sem drógu hann af stað í þetta ferðalag. Svefninn sigraði að lokum hugrenningar hans og nóttin var draumlaus. Sólin laumaði sér inn um gluggann og sleikti vanga Ketils blíðlega. Hann opnaði augun og var ekki alveg viss hvar hann var staddur. Síðan barst kunnugleg lyktin af sauðkindinni inn um opinn gluggann og hugur Ketils skfrðist. Hann naut þess að heyra húsfreyjuna, Sveinu Kjartans raula þekktar aríur á meðan hún steikti kleinur þannig að ilmurinn fyllti húsið og hún tók í nefið eins og henni var einni lagið. Ketill dreif sig í fötin sem lágu snyrtilega samanbrotin á stólnum. „Ég er snyrtimenni“ sagði hann við sjálfan sig og fann hvernig sjálfsöryggið steig upp. Hann leit í spegilinn og brosti við sjálfúm sér. „Af hverju er ég að leita, hvað er það sem ég þarf að sanna fyrir sjálfum mér“ ávarpaði hann spegilmynd sína. Spegilmyndin brosti á móti en var hljóð og Ketill vissi að svarið við þessum spurningum lá hjá honum sjálfúm. Þó var það einn aðili sem bjó yfir vitneskju sem gæti haft áhrif á þá stefnu sem líf hans virtist stefna í. Óróinn sem hafði verið að fylgja honum eftir í rútunni gerði nú aftur vart við sig. Sæli Hannesarson, nafnið eitt vakti upp blendnar tilfinningar, hvað skyldi hafa orðið um hann? „Minn besti vinur og félagi i gamla daga“ hugsaði Ketill,“ en vinaböndin rofnuðu og við báðir vitum hvað gerðist" Leyndarmál þeirra var óhreyft allan þennan tfrna en Ketill vissi að tfi þess að geta haldið áfram með líf sitt yrði hann að útkljá þetta mál. Með hugann við þetta bjó hann sig undir að setjast niður með húsfreyjunni og heyra slúðursögur úr sveitinni. Er hann gekk niður þröngan stigann heyrði hann háreysti og hlátrasköll sem hækkuðu stöðugt og hann gerði sér ljóst að gangnamenn voru komnir til starfa. Fiðringur fór um Ketill við það eitt að hugsa til þess að ganga frjáls um íjallið mikla. Ég hef aldrei skilið hvað þessir blessuðu hestamenn eru að gera í göngum. Af hverju njóta þeir þess ekki frekar að reyna á líkama og sál heldur en að vera að setja sig á háan hest.“ sagði hann við Sveinu þegar þau mættust í forstofúnni. Hann opnaði útidyrahurðina og gangnamenn heilsuðu glaðlega. Þarna voru þau öO saman komin , bæðurnir frá Bakka, Jónn og Óskar og vinnumennirnir, Brynjólfúr Bjarnason og Haraldur Hrannars. „Fullir eins og venjulega“ hugsaði hann með sér og brosti glaðhlakkalega og bjóst til þess að fara að spjalla við þá. Er hann gekk niður tröppurnar sá hann hana, hún snéri sér við og horfði beint í augun á honum. Jóna Guðbjörns, tilgangur ferðarinnar blasti við honum. Það eina sem truflaði augnablikið var maður sem stóð til hliðar og hallaði sér upp að skjóttum hesti. Sæli, hans gamli vinur, horfði á hann með ásökun og vissum söknuði. Ketill vissi um leið að þessar göngur myndu breyta lífi hans til frambúðar. Sigurbjörn Grétar Eggertsson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.