Feykir


Feykir - 05.11.2009, Blaðsíða 4

Feykir - 05.11.2009, Blaðsíða 4
4 Feykir 41/2009 Sauðárkrókur Kampselur í heimsókn Kampselurinn sem heimsótti Krókinn. Kampselskópur lá makinda- lega í sólinni við smábátar- ampinn í Sauðárkrókshöfn sl. mánudag og lét fbrvitna bæjarbúa ekki raska ró sinni þó þeir væru að mynda hann og skoða í návfgi. Samkvæmt Wikipedia alfræðiritinu er kampselur sjaldgæfur flækingur við strendur Islands og er oftast einn á ferð. Yfirleitt eru það ung og ókynþroska dýr sem hingað koma og er hann algengastur fyrir norðan og austan land að vetrarlagi. Skagafjörður Ingólfur Sveinsson bóndi á Lágmúla segir þó að hann þekki það vel að kampselur komi að ströndum landsins en hann sé algengari á vorin eða seinni part vetrar. Kampselur eða granselur eins og hann er líka kallaður hafi verið veiddur hér áður fýrr og sérstaklega eftirsóttur fyrir þá sem söltuðu spik en það var allt að þriggja tommu þykkt og var þá til helminga kjöt og spik. Ingólfur sagðist oft hafa borðað kjöt af kampsel og þykir herra- mannsmatur. Vinningsliðið í Stíl Föstudagskvöldið 23. okt. var haldin undankeppni Sb'ls hjá Félagsmiðstöðinni Friði á Sauðárkróki. Alls tóku 6 lið þátt að þessu sinni. Þrjú liðanna komu frá Sauðárkróki, tvö frá Varmahlíð og eitt frá Hofsósi. Öll liðin komumeð frábærarhugmyndir og var keppnin virkilega hörð þetta árið. Vinningsliðið að þessu sinni er skipað þeim Vigdísi Sveins- dóttur, Söndru Sif Eiðsdóttur, Önnu Lilju Sigurðardóttur og Ingu Margréti Jónsdóttur en þessar ungu og efnilegu stelpur munu halda í Vetrargarðinn í Smáralindinni og taka þátt í Stfl 2009 þann 21. nóvember næstkomandi. Til hamingju stelpur! Varmahlíðarskóli Skagafirði Vegna forfalla vantar kennara, frá l.janúar nk,til að kenna íslensku og ensku í efri bekkjum skólans. Upplýsingar gefur Páll Dagbjartsson, skólastjóri ísíma 453 8225 eða 861 8815. Umsóknir berist til undirritaðs Akrahreppur Háhraðatengdur Það em ekki mörg sveitarfélög á landinu sem geta státað af háhraðatengingum í gegnum Ijósleiðara en innan t'ðar bætist Akrahreppurinn í hóp Seltjarnarness, Hellu og Hvolsvallar. Idráttur á ljósleiðara í Akrahreppi gengur þokkalega þessa dagana segir á vef Gagnaveitunnar og stofninn ff á Grund að Flatatungu er klár og flestar heimtaugar. Næst verður ráðist í að koma stofni frá Grund að Dýrfinnustöðum, en vinna við heimlagnir er langt komin á þeim legg. Sauðárkrókur Sveitarfélaginu afhent gamla bílaverkstæðið Jón Örn Berndsen t.h. tekur viö lyklinum úr hendi Gunnars Valgarössonar. Garnla bílaverkstæðið við Freyjugötu var formlega afhent sveitarfélaginu í gær þegar Gunnar Valgarðsson verkstæðisformaður afhenti Jóni Erni Berndsen skipulags- og bygginga- fulltrúa lyklana að húsinu. Húsið í hefld hefur þjónað margvíslegri starfsemi í gegn- um áratugina en þar var m.a. bflabúðin, rafmagns-, véla- og nú síðast bflaverkstæðið auk fiskeldis Máka í nyrsta hlutanum. Hússins bíða þau örlög að verða rifið en á lóðinni er ætlunin að byggja íbúðarhús. Ekki er búið að ákveða hve- nær farið verður í rif hússins en ljóst er að ekki verður langt að bíða að sú vinna fari af stað. Austur Húnavatnssýsla Sauðfjár- slátrun lokið hjá SAH Haustslátrun sauðfjár hjá SAH Afurðum ehf. er nú lokið. Slátrað var rúmlega 91 þúsund fjár og var meðalvigt um 15.9 kg. Þetta er svipaður fjöldi og verið hefur undanfarin ár. Vertíðin gekk í alla staði mjög vel og stóðu starfsmenn sig með mikilli prýði. Tíðarfar var að mestu hagfellt þannig að flutningar gengu vel og engin áföll urðu í flutningum. Nú um helgina fækkar ibúum Blönduóss um ríflega 60 þegar erlendir starfsmenn hverfa til síns heima eftir vel heppnaða dvöl á Blönduósi eins og segir á heimasíðu SAH. Sauðfjárslátrun verður hjá SAH Afurðum þann 11. nóvember og þeir sem hafa hug á að nýta þennan dag eru hvattir til að hafa samband við sláturhússtjóra sem fyrst í síma 8962280. GSM eftirlitsmyndavélarnar henta fyrir heimilið, sumarbústaðinn, bátinn og hjólhýsið 1 m B1 VEUN m VÉUN KR 57900 kr 59900 EHF. Pardus-Raf Suðurbraut Hofsósi sími 453 7380 og 863 1228 netfang rafmagn@pardusehf.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.