Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1945, Síða 11
Þjóðaratkvæðagreiðsla 1944
9
greiðslunni hefur verið mikil í hverjum lireppi. Sésl þá, að í 116 hrepp-
um (auk Seyðisfjarðarkaupstaðar) eða í meir en helmingi allra hreppa
á landinu hafa allir kjósendur greilt atkvæði og í engum hreppi á land-
inu hefur hluttakan farið niður úr 95%.
Þegar litið er sérstaklega á hluttöku karla og kvenna í atkvæða-
greiðslunni, þá sést á 1. yfirliti (bls. 8), að hluttaka kvenna er heldur
minni en karla, en miklu munar það fekki. Af öllum kvenkjósendum
greiddu atkvæði 98.2%, en 98.5% af karlkjósendum.
5. Atkvæðagreiðsla utanlireppsmanna.
Votanls hors de leur district.
Samkvæmt kosningalögunum má kjörstjórn leyfa manni, sem ekki
stendur á kjörskránni, að greiða atkvæði, ef hann sannar með vottorði
sýslumanns, að hann standi á annarri kjörskrá í kjördæminu, og að
hann hafi afsalað sér þar kosningarrétti. Við sambandslagaatkvæða-
greiðsluna 1944 notuðu 204 menn sér þennan rétt til þess að greiða
atkvæði á öðruin kjörstað heldur en þar sem þeir stóðu á kjör-
skrá. Var það aðeins 0.3% af öllum þeim, sem atkvæði greiddu, og tölu-
vert færra heldur en við alþingiskosningarnar sumarið 1942, en þá var
minnst um atkvæðagreiðslur með slikum hætti (0.3%),. Þar sem slík
atkvæðagreiðsla utanhreppsmanna getur aðeins átt sér stað í sýslun-
um, en ekki i kaupstaðakjördæmunum, væri þó réttara að bera tölu
þessara atkvæða saman við greidd atkvæði utan kaupstaðakjördæm-
anna. Hækkar þá hlutfallstalan við atkvæðagreiðsluna 1944 upp í 0.c%,
en við sumarkosningarnar 1942 upp í 0.»%.
Af þeim, sem atkvæði greiddu á kjörstað utanhrepps, voru 116 karlar
og 88 konur. í töflu I (bls. 13) er sýnt, hve margir greiddu atkvæði á
þennan hátt í hverju kjördæmi á landinu og í 1. yfirliti (bls. 8), hve
margir það hafi verið í samanburði við þá, sem atkvæði greiddu alls í
kjördæminu.
(i. Bréfleg atkvæði.
Votes par lettre.
Samkvæmt kosningalögunum er þeim, sem staddir eru, eða gera ráð
fyrir að vera staddir, utan þess hrepps eða kaupstaðar, þar sem þeir
standa á kjörskrá, þá er kosning fer fram, og ekki neyta hins almenna
réttar til þess að greiða atkvæði á öðrum kjörstað i sama kjördæmi, leyft