Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1950, Side 13

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1950, Side 13
Alþingiskosningar 1949 11 liverju kjördæmi á landinu, og í 1. yí'irliti (bls. 7), hve margir það hafa verið í samanburði við þá, sem atkvæði greiddu alls í kjördæminu. Til- lölulega fleslir hafa það verið í Norður-Þingeyjarsýslu (ð.i%). 4. Bréfleg atkvæði. Votes par lettre. Þeir, sem staddir eru, eða gera ráð fyrir að vera staddir, utan þess hrepps eða kaupstaðar, þar sem þeir standa á kjörskrá, þá er kosning fer fram, og ekki neyta hins almenna réttar til þess að greiða atkvæði á öðrum kjörstað í sama kjördæmi, mega greiða atkvæði bréflega fvrir kjörfund í skrifstofu sýslumanns eða bæjarfógeta, hjá hreppstjóra, um Iiorð í íslenzku sldpi eða í íslenzkri ræðismannsskrifstofu erlendis. Við kosningarnar 1949 greiddu bréflega atkvæði 5 815 menn eða 7.o% af þeim, sem atkvæði greiddu alls. Við undanfarandi kosningar hefur þelta hlutfall verið: 1916 1.0% 1937 12.2 % 1919 2.2 — 1942 % 11.4 — 1923 13.0 — 1942 ifto 1927 1944 18.8 — 1931 7.5 — 1946 . 12.7 1933 9.3 — 1949 7.0 — 1934 7.9 — Bréfleg atkvæðagreiðsla var langmest notuð við þjóðaratkvæða- greiðsluna um sambandslögin 1944, er framundir % atkvæðanna voru bréfleg atkvæði, enda voru þá leyfðar heimakosningar í mjög ríkum mæli vegna sjúkleika, elli og heimilisanna. Áður hafa lieimakosningar aðeins verið leyfðar við einar kosningar, 1923, og þá aðeins þeim, sem ekki voru ferðafærir á kjörstað sakir elli eða vanheilsu, en sú heimild var aftur úr lögum numin 1924. Bréfleg atkvæðagreiðsla vegna fjarveru var 1949 aðeins 7.«% af öllum greiddum atkvæðum. Er það miklu minna en við næstu kosningar á undan, 1946, er þetta hlutfall var 12.7%, enda þá það hæsta sem verið liefur vegna fjarveru. í töflu I (bls. 18) er sýnt, bve mörg bréfleg atkvæði voru greidd í hverju kjördæmi við kosningarnar 1949, og í töflu II (bls. 19—21), hvernig þau skiptust niður á hreppana. En í 1. yfirliti (bls. 7) er samanburður á því, hve mörg koma á hvert 100 greiddra atkvæða í hverju kjördæmi. Sést þar, að Dalasýsla hefur verið hæst með 15.7% allra greiddra atkvæða, en Gullbringu- og Kjósarsýsla lægst með 5.4%. Við kosningarnar 1949 voru 2 076 af bréflegu atkvæðunum eða 36% frá konum. Af hverju 100 karla og kvenna, sem greitt hafa atkvæði, hafa kosið bréflega:

x

Hagskýrslur um kosningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.