Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1950, Page 40
Hagstofa Islands
gefur út eftirfarandi rit:
I. Hagskýrslur íslands. Þar eru birtar ýtarlegar skýrslur um þau
efni, sem Hagstofan tekur til meðferðar. Slcýrslurnar koma ut í
sjálfstæðum heftum, og fást þau keypt einstök. Menn geta líka
gerzt áskrifendur að Hagskýrslunum með því að snúa sér beint
til Hagstofunnar. Áskriftargjald er 12 krónur um árið.
II. Hagtíðindi, mánaðarblað. Eru þar birtar mánaðarskýrslur um
innílutning og útflutning, fiskafla, hag hankanna, framfærslu-
vísitölu og ýmislegt fleira, sem ekki þykir taka að birta í sér-
stöku hefti af Hagskýrslunum. Ennfremur bráðabirgðaskýrslur
um ýmislegt, sem síðar koma um ýtarlegri skýrslur. Askriftar-
gjald er 5 krónur um árið.