Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1960, Side 14
12
Alþingiskosningar 1959
að bréfi með utankjörfundaratkvaeði sé komið í einhverja kjördeild þess kjördæmis,
þar sem hlutaðeigandi er á kjörskrá, áður en kjörfundi lýkur. Skulu kjörstjórnir senda
slík bréf aðskilin til yfirkjörstjórnar. Kvað nokkuð að því, að menn notfærðu sér
þetta nýja ákvæði í haustkogningunum 1959, aðallega ve^na þess að í sumum kjör-
deildum í sveit voru tveir kjördagar, eins og skýrt er frá t 1. kafla þessa inngangs.
T.d. gat kjósandi á Akureyri, sem ekki náði að kjósa 25. október 1959, farið daginn
eftir og kosið í einhverri kjördeild í Norðurlandskjördæmi eystra, þar sem kjördagar
voru tveir.
Við sumarkosningarnar 1959 greiddu bréflega atkvæði 9385 menn eða 10, 9% af
þeim, sem atkvæði greiddu alls. Við haustkosnin^arnar var þessi tala 6412 eða 7, 4%
af heildartölu greiddra atkvæða. Við kosningar fra og með 1934 hefur þetta hlutfall
verið:
1934 ........... 7, 9% 1949 7. 9%
1937 .......... 12, 2" 1953 9, 1"
1942 5/7 ... . 11, 4" 1956 9, 6"
1942 18/10 . . 6, 5” 1959 28/6 ... 10, 9"
1944 ......... 18, 8" 1959 25/10 . . 7,4"
1946 ......... 12, 7"
Bréfleg atkvæðagreiðsla var langmest notuð við þjóðaratkvæðagreiðsluna 1944, er
framundir 1/5 atkvæðanna voru bréfleg atkvæði, enda voru þá leyfðar heimakosning-
ar í ríkum mæli vegna sjúkleika, elli og heimilisanna. Aður hafa heimakosningar
aðeins verið leyfðar við einar kosningar, 1923, og þá aðeins þeim, sem ekki voru
ferðafærir á kjörstað sakir elli eða vanheilsu, en su hfeimild var aftur úr lögum numin
1924.
í töflum II (bls. 25) og VI (bls. 44) er sýnt, hve mörg bréfleg atkvæði voru greidd
í hverju kjördæmi við hvorar kosningarnar um sig 1959, og í töflu I (bls. 19), hvern-
ig þau skiptust niður á sveitarfélögin. í 1. yfirliti (bls. 9) er samanburður a því, hve
mörg bréfleg atkvæði komu á hvert 100 greiddra atkvæða í hverju kjördæmi. Sést
þar, að í sumarkosningunum hefur Seyðisfjörður haft hæsta hlutfallstölu bréflegra at-
kvæða, eða 17, 2%, en Norður-Þingeyjarsysla lægsta, eða 6, 8°Jo. Við haustkosning-
arnar var Vestfjarðakjördæmi með tiltölulega flest bréfleg atkvæði, 12, 0°Jo, en Reykja-
vík fæst, 5, 6°lo.
Við sumarkosningarnar 1959 voru 3475 af bréflegu atkvæðunum eða 31°/o frá konum,
en við haustkosningarnar var talan 2270 eða 35, 4°]o. Af hverju 100 karla og kvenna,
sem greitt hafa atkvæði, hafa kosið bréflega:
Karlar Konur Karlar Konur
1934 .... 7.7% 5, 2% 1949 .... 10, 0% 5, 8%
1937 . . . . 15, 3" 6,4" 1953 .... 10, 3" 7, 8'
1942 5/7 . . 13, 2” •9. 4" 1956 .... 10, 8" 8,3"
1942 18/10 8,1" 4, 8" 1959 28/6 . 13,4" 8, 3"
1944 . . . . 17,7” 19, 7" 1959 25/10 9, 4" 5,4"
1946 .... 15,1” 10, 3"
Hin háa tala kvenna 1944 stafar eingöngu af heimakosningunum, því að konur
notuðu sér þær miklu meira en karlar.
í skýrslu Hagstofunnar um kosningarnar 1949 er gerð grein fyrir bréflegri atkvæða-
greiðslu við alþingiskosningamar allt aftur til ársins 1916, og vísast til þess.
6. AUÐIR SEÐLAR OG ÖGILD ATKVÆÐI
Blank and void ballots
Frá og með kosningunum 1934 hafa auðir seðlar og ógild atkvæði verið sem hér
segir (tala atkvæðaseðla og °]o af greiddum atkvæðum);