Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1964, Blaðsíða 8

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1964, Blaðsíða 8
6 Alþingiskosmngar 1963 1874, og sömuleiðis er þar stuttlega greint frá skilyiðum fyrir kosningarrétti síðan 1903. Vísast til þess. Af kjósendatölunni 1963 voru 49,9% karlar, en 50,1% konur. Koma 1 006 kvenkjósendur á móts við hvert þúsund karlkjósendur. Af öllum kjósendum á landinu 1963 komu að meðaltali 1 663 kjósendur á hvern þingmann, en 1 594 við næstu kosningar á undan, liaustið 1959. 1 töflu I á bls. 14 er sýnd tala kjósenda í hverju kjördæmi svo og í hverjum kaupstað, hverri sýslu og hverjum hreppi. Enn fremur er sýnd tala kjósenda á hverjum kjörstað í Reykjavík. Tala kjósenda á hvern kjördæmiskosinn þingmann var sem hér segir í hverju kjördæmi í alþingiskosningum 1963: Reykjavík .................................. 3 521 Reykjaneskjördæmi........................... 2 751 Vesturlandskjördæmi......................... 1 326 Vestfjarðakjördæmi.......................... 1 108 Norðurlandskjördæmi vestra ................. 1 154 Norðurlandskjördæmi eystra ................. 1 867 Austurlandskjördæmi ........................ 1 160 Suðurlandskjördæmi ......................... 1 476 2. Kosningarþátttaka. Participation in elections. Við kosningarnar sumarið 1963 greiddu atkvæði alls 90 958 kjósendur eða 91,1% af heildarkjósendatölunni. Mest hefur þátttaka í alþingiskosningum orðið 1956 eða 92,1%, en við atkvæðagreiðsluna um niðurfelling sambandslaga og stofnun lýðveldis 1944 var þátttakan 98,4%. í skýrslu Hagstofunnar um alþingiskosningar 1949, bls. 6—8, er gerð nokkur grein fyrir þátttöku í kosningum frá 1874. Vísast til þess. Síðan 1934 hefur kosningarþátttaka verið sem hér segir: 1934 81,5% 1949 89,0% 1937 87,9 „ 1953 89,9,, 1942 6/, ...... 80,3 „ 1956 92,1 „ 1942 18/10 82,3,, 1959 “/„ 90,6 „ 1944 98,4,, 1959 !6/10 90,4 „ 1946 87,4 „ 1963 91,1 „ Þegar htið er sérstaklega á þátttöku karla og kvenna í kosningunum, þá sést í 1. yfirhti (bls. 7), að þátttaka kvenna er minni en þátttaka karla. Við kosningar 1963 greiddu atkvæði 93,1% af karlkjósendum, en 89,2% af kvenkjósendum. Við haustkosningar 1959 voru þessi hlutföll 93,0 og 87,8 og við sumarkosningar 1959 voru þau 93,1 og 82,2. í töflu I (bls. 14) sést, hve margir af kjósendum hvers kjördæmis og hvers umdæmis innan þeirra hafa greitt atkvæði við kosningar 1963. Hve mikil kosningar- þátttakan var ldutfahslega í einstökum kjördæmum, sést í 1. yfirhti (bls. 7). Mest var kosningarþátttakan í Suðurlandskjördæmi (93,2%), en minnst í Norðurlands- kjördæmi vestra (89,9%). Þátttaka karla var mest í Suðurlandskjördæmi (96,5%), en kvenna í Vesturlandskjördæmi (90,5%). Kosningarþátttaka karla var minnst í Reykjavík (91,7%), en kvenna í Norðurlandskjördæmi vestra (86,7%). Þátt- taka kvenna var í öUum kjördæmum minni en þátttaka karla, þar sem hún var minnst.

x

Hagskýrslur um kosningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.