Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1964, Qupperneq 10
8
Alþingiskosningar 1963
68,4% af sveitarfélögunum voru með þátttöku meiri en 90%. í eftirtöldum hrepp-
um var kosningarþátttaka meiri en 98%:
Loðmundarfjarðarhreppur í N-Múlasýslu...................... 100,0%
Skorradalshreppur í Borgarfjarðarsýslu .................... 98,4 „
Kirkjuhvammshreppur í V-Húnavatnssýslu .................... 98,3 „
Norðfjarðarhreppur í S-Múlasýslu........................... 98,3 „
Bárðdœlahreppur í S-Þingeyjarsýslu......................... 98,1 „
I sumar- og haustkosningum 1959 voru 4 hreppar með kosningarþátttöku
98% og þar yfir, en 5 hreppar 1963. Kosningarþátttaka undir 80% var í 7 hrepp-
um 1963. í Grunnavíkurhreppi í Norður-ísafjarðarsýslu kusu 4 af 6 kjósendum á
kjörskrá. Þar var engin kjördeild starfrækt, en þeir, sem greiddu atkvæði, kusu
utan kjörfundar. Að Grunnavíkurhreppi frá töldum var kosningarþátttaka minnst
í Haganeshreppi, Skagafjarðarsýslu, eða 77,5%.
Heimild til þess að hafa meir en einn kjörstað í hreppi eða kaupstað hefur
verið notuð á ýmsum stöðum, svo sem sjá má í I. töflu (bls. 14). í Reykjavík var
61 kjördeild, en annars staðar voru þær flestar 7, í Kópavogskaupstað. Eftir tölu
kjördeilda skiptust sveitarfélögin sem hér segir (Grunnavíkurhreppur ekki með-
tahnn): KaupBtaðir Hreppar
1 kjördeild
2 kjördeildir
3 kjördeildir
4 kjördeildir
5 kjördeildir
6 kjördeildir
7 kjördeildir
61 kjördeild
5
3
2
1
1
1
1
167
34
8
4
Alle 14 213
3. Atkvæði greidd utan kjörfundar.
Voting by electors absent from constituency on election day.
Þeir, sem staddir eru, eða gera ráð fyrir að vera staddir, utan þess hrepps
eða kaupstaðar, þar sem þeir standa á kjörskrá, þá er kosning fer fram, og ekki
neyta hins almenna réttar til þess að greiða atkvæði á öðrum kjörstað í sama kjör-
dæmi (sbr. 4. kafla hér á eftir), mega greiða atkvæði bréflega utan kjörfundar í
skrifstofu sýslumanns eða bæjarfógeta, hjá hreppstjóra, um borð í íslenzku skipi,
hjá íslenzkum sendiráðum og útsendum ræðismönnum erlendis, svo og hjá íslenzk-
um kjörræðismönnum, sem eru af íslenzku bergi brotnir og skilja íslenzku. Við
kosningarnar 1963 greiddu atkvæði utan kjörfundar 7 590 menn, eða 8,3% af
þeim, sem atkvæði greiddu alls. Við kosningar frá og með 1934 hefur þetta hlut-
fall verið:
1934 ... 7,9% 1949 7,9%
1937 ... 12,2 „ 1953 9,1 „
1942 °/7 ... 11,4 „ 1956 9,6 „
1942 “/10 ... 6,5 „ 1959 a8/0 . 10,9 „
1944 ... 18,8 „ 1959 25/J0 . 7,4 „
1946 1963 8,3 „
Samkvæmt 74. gr. laga nr. 80/1942, um kosningar til Alþingis, þurftu atkvæði
greidd utan kjörfundar að vera kornin í kjördeild, þ; ar sem hlutaðeigandi var á