Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1964, Qupperneq 11
Alþingiskosningar 1963
9
kjörskrá, áður en kjörfundi lyki. Þessu var breytt með núgildandi kosningalögum,
nr. 52/1959. Samkvæmt 5. málsgr. 71. gr. þeirra laga er nægjanlegt, að bréfi með
utankjörfundaratkvæði sé komið í einhverja kjördeild þess kjördæmis, þar sem
hlutaðeigandi er á kjörskrá, áður en kjörfundi lýkur. Skulu kjörstjórnir senda
slík bréf aðskilin til yfirkjörstjórnar. Kvað nokkuð að þeim í alþingiskosningum
1963.
í töflu I (bls. 14) er sýnt, hve mörg atkvæði voru greidd utan kjörfundar í
bverju kjördæmi við kosningarnar 1963, og einnig, hvernig þau skiptust á sveitar-
félög. í 1. yfirliti (bls. 7) er samanburður á því, bve mörg atkvæði komu á hvert
100 greiddra atkvæða í hverju kjördæmi. Sést þar, að Vesturlandskjördæmi var
með tiltölulega flest utankjörfundaratkvæði eða 9,4%, en Reykjaneskjördæmi fæst,
með 7,2%.
Við kosningarnar 1963 voru 2 851 af utankjörfundaratkvæðum, eða 37,6%,
frá konum. Af hverju 100 karla og kvenna, sem greitt hafa atkvæði, hafa kosið
bréflega:
Karlar Konur Karlar Konur
1934 7,7% 5.2% 1949 • • io,o% 5,8%
1937 15,3 „ 6,4 „ 1953 10,3 „ 7,8 „
1942 6/j 13,2 „ 9,4 „ 1956 10,8 „ 8,3 „
1942 18/10 .... 8,1 „ 4,8 „ 195 9 28/„ .... 13,4 „ 8,3 „
1944 17,7 „ 19,7 „ 1959 28/10 .... 9,4 „ 5,4 „
1946 15,1 „ 10,3 „ 1963 • ■ 10,2 „ 6,4 „
Hið háa hlutfall kvenna 1944 stafar eingöngu af licimakosningum, því að
konur notuðu sér þær miklu meira en karlar.
í skýrslu Hagstofunnar um alþingiskosningar 1949 er gerð grein fyrir bréf-
legri atkvæðagreiðslu við kosningar allt aftur til ársins 1916, og vísast til þess.
4. Atkvæðagreiðsla utan sveitarfélags á kjördegi.
Voting on election day outside voters' home commune.
Samkvæmt alþingiskosningalögum (sjá 82. gr. laga nr. 52/1959) má kjör-
stjórn leyfa manni, sem ekki stendur á kjörskránni, að greiða atkvæði, ef hann
sannar það með vottorði, að hann standi á annarri kjörskrá í kjördæminu og hafi
afsalað sér kosningarétti þar, og sé vottorðið gefið út af undirkjörstjórn þeirrar
kjördeildar. Við kosningarnar 1963 greiddu 154 kjósendur atkvæði á kjördag í
öðru sveitarfélagi en þar, sem þeir stóðu á kjörskrá, og var það 0,2% af þeim,
sem atkvæði greiddu alls. Slík kosning utan sveitarfélags getur ekki átt sér stað
í Reykjavík, en í öllum öðrum kjördæmum, og sé tala þessara atkvæða borin saman
við greidd atkvæði utan Reykjavíkur, verður hlutfallstala þeirra 0,3%.
í töflu I (bls. 14) er sýnt, hve margir kusu á þennan hátt í hverju kjördæmi á
landinu, og í 1. yfirliti (bls. 7), hve margir þeir hafa verið í samanburði við þá,
sem atkvæði greiddu alls í kjördæminu. Tiltölulega flestir hafa það verið í Austur-
landskjördæmi (0,9%).
2