Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1964, Qupperneq 12
10
Alþingiskosningar 1963
5. Auðir seðlar og ógild atkvæði.
Blank and void ballots.
Frá og með kosningum 1934 hafa auðir seðlar og ógild atkvæði verið sem
hér segir (tala atkvæðaseðla og % af greiddum atkvæðum):
Tala V. Tala */.
1934 . 516 1,0 1949 1,7
1937 . 681 1,2 1953 1 344 1,7
1942 6/, . 809 1,4 1956 1 677 2,0
1942 18/10 . 908 1,5 1959 2S/, 1 359 1,6
1944 sambandsslit . 1 559 2,1 1959 “/10 1 331 1,5
1944 lýðveldisstjórnarskrá . . 2 570 3,5 1963 1 606 1,8
1946 . 982 1,4
Við kosningarnar 1963 voru 1 318 atkvæðaseðlar auðir og 288 ógildir. Námu
auðu seðlarnir þannig 1,5% af greiddum atkvæðum, en ógildir 0,3% af þeim.
Hve margir atkvæðaseðlar voru auðir eða ógildir í hverju kjördæmi sést í töflu
III A (bls. 28), en í 1. yfirliti (bls. 7) sést, hve miklum hluta þeir námu af öllum
greiddum atkvæðum í kjördæminu.
6. Frambjóðendur og þingmenn.
Candidates and elected members of Althing.
Við kosningarnar 1963 voru alls í kjöri 402 frambjóðendur frá 4 stjórnmála-
flokkum, þ. e. frá Alþýðubandalaginu, Alþýðuflokknum, Framsóknarflokknum og
Sjálfstæðisflokknum. Buðu þessir flokkar fram í öllum kjördæmum. Auk þess
buðu „óháðir kjósendur“ fram lista utan flokka, í Austurlandskjördæmi. Að Alþýðu-
bandalaginu stóðu að þessu sinni Sósíalistaflokkurinn, Málfundafélag jafnaðar-
manna og Þjóðvarnarflokkurinn.
Frambjóðendur skiptust þannig á kjördæmi:
Reykjavik .................................... 96
Reykjaneskjðrdœmi............................. 40
Vesturlandskjördæmi........................... 40
Vestfjarðakjördæmi............................ 40
Norðurlandskjördæmi vestra.................... 40
Norðurlandskjördæmi eystra ................... 48
Austurlandskjördæmi .......................... 50
Suðurlandskjördæmi ........................... 48
Frambjóðendur við kosningarnar 1963 eru allir taldir með stöðu og heimilis-
fangi í töflu II.
Við kosningarnar 1963 voru í kjöri 58 þingmenn, sem setið höfðu sem aðal-
menn á næsta þingi á undan. Af þessum frambjóðendum náðu 51 kosningu, annað
hvort sem kjördæmakosnir þingmcnn eða uppbótarþingmenn. Þingmenn undanfar-
andi kjörtímabils, sem ekki voruí kjöri, voru þeir Gísli Jónsson og Kjartan J. Jóhanns-
son. Þeir þingmenn, sem náðu ekki kjöri, voru Friðjón Skarphéðinsson og Karl Guð-
jónsson, auk þeirra Alfreðs Gíslasonar bæjarfógeta, Birgis Kjaran, Finnboga R. Valdi-
marssonar, Gunnars Jóhannssonar og Ragnhildar Helgadóttur, en þessir fimm menn
voruí neðsta eða næstneðsta sæti lista síns í viðkomandi kjördæmi. Hinir 9 nýkosnu
þingmenn voru: Davíð Ólafsson, Einar Ágústsson, Gils Guðmundsson, Helgi Bergs,
Matthías Bjarnason, Ragnar Arnalds, Sigurður Bjarnason, Sverrir Júlíusson og