Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1964, Síða 14

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1964, Síða 14
12 Alþingiskosningar 1963 8. Úthlutun uppbótarþingsæta. Allocation of supplementary seats. Hvernig atkvæði hafa fallið í hverju kjördæmi, sést í töflu III A (bls. 28). En þegar landskjörstjórn hafa horizt skýrslur um kosningarnar í kjördæmunum, skal hún úthluta 11 uppbótarþingsætum til jöfnunar milU þingflokka, þannig að hver þeirra fái þingsæti í sem fyllstu samræmi við atkvæðatölu sína við kosning- arnar. En þingflokkur telst í þessu sambandi aðeins sá flokkur, sem komið hefur að þingmanni í einhverju kjördæmi. Atkvæðatala þeirra fjögra flokka, sem fengu þingmenn kosna í kjördæmum, og tala hinna kosnu þingmanna var þessi: Kosnir Atkvæðamagn Atkvæði þingmcnn ú þingmann Sjálfstæðisflokkur .................... 37 021 20 1 851^/jq Framsóknarflokkur ..................... 25 217 19 1 3274/10 Alþýðubandalag ........................ 14 274 6 2 379 Alþýðuflokkur.......................... 12 697 4 3 174V4 Lægsta meðaltalið telst hlutfallstala kosninganna og miðast úthlutun uppbót- arþingsæta við hana. Hve mörg uppbótarþingsæti hver þingflokkur skuh hljóta, finnst með því að dcila í atkvæðatölu hans með tölu þingmanna flokksins kosinna í kjördæmum, fyrst að viðbættum 1, síðan 2, þá 3 o. s. frv. Uppbótarþingsætun- um er síðan úthlutað til þingflokka eftir útkomunum við þessar deihngar, þannig að fyrsta uppbótarþingsætið fellur til þess þingflokks, sem hæsta á útkomuna, annað til þess sem á hana næsthæsta, og síðan áfram eftir hæð útkomutalnanna, unz eitt uppbótarþingsæti hefur falhð á hverja þeirra. Þó er hér á gerð sú tak- mörkun, að ekki er úthlutað nema 11 uppbótarþingsætum, hversu mörgum sætum sem þá kynni að vera eftir að úthluta til þess að ná sem mestum jöfnuði við hlut- fallstöluna fyrir alla þingflokka. Eftir stjórnarskrárbreytinguna 1959 skal ávallt úthluta 11 upphótarþingsætum, jafnvcl þótt fuhur jöfnuður náist með færri upp- bótarþingsætum. í töflu IV (bls. 31) er sýnt, hvernig uppbótarþingsætum hefur verið úthlutað til flokkanna við kosningarnar 1963, og jafnframt kemur þar fram, hvernig úthlutunin hefði orðið, ef haldið hefði verið áfram að úthluta uppbótar- þingsætum, þar til fenginn hefði verið sem mestur jöfnuður við þann flokkinn, sem hefur lægeta hlutfaUstölu. Af uppbótarþingsætum, sem úthlutað var 1963, hlaut Alþýðuflokkurinn 4, Sjálfstæðisflokkurinn 4 og Alþýðubandalagið 3 uppbótarþingsæti. Þingmannatala flokkanna og meðaltal atkvæða á hvern þingmann varð þá sem hér segir: Þing- Atkvœði menn á þingmann Sjálfstæðisflokkur 24 1 542»/,4 Framsóknarflokkur 19 1 327*/,, Alþýðubandalag 9 1 586 Alþýðuflokkur 8 1 587V, Ef halda hefði átt áfram að úthluta uppbótarþingsætum, þar til fenginn væri sem mestur jöfnuður miUi þingflokkanna, þá hefði orðið að úthluta 5 viðbótar- sætum, eins og sjá má af töflu IV A (bls. 31), og hefði Sjálfstæðisflokkurinn fengið 3, Alþýðubandalagið 1 og Alþýðuflokkurinn 1. Til þess að fínna, hverjir frambjóðendur þingflokks, sem hafa ekki náð kosn- ingu í kjördæmum, skuU fá uppbótarþingsæti, er farið eftir atkvæðatölu þeirra í kjördæmunum, ýmist beinHnis eftir atkvæðatölu þeirra eða eftir atkvæðatölunni

x

Hagskýrslur um kosningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.