Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1980, Side 15
1979
13
8. ÖTHLUTUN UPPBÓTARÞINGSÆTA.
Allocation of supplementary seats.
í töflu III A (bls. 27) sést. hvernig atkvæði hafa fallið í hverju kjördæmi. Þegar landskjörstjórn
hafa borist skýrslur um kosningamar í kjördæmunum, skal hún úthluta 11 uppbótarþingsætum til
jöfnunar milli þingflokka, þannig að hver þeirra fái þingsæti í sem fyllstu samræmi við atkvæða-
tölu sína við kosningamar. Þingflokkur í þessu sambandi telst aðeins sá flokkur, sem komið hefurað
þingmanni í einhvequ kjördæmi. Atkvæði, sem fallið hafa á lista utan flokka.koma ekki til greina
við úthlutun uppbótarþinasæta.
Atkvæðatala þeirra fjögra flokka, sem fengu þingmenn kosna í kjördæmum.og talahinna kosnu
þingmanna var þessi:
Kosnir Atkvæðamagn
Atkvæði þingmenn á þingmann
Sj álfstæðisflokkur...................... 43838 14 3131 4/14
Framsóknarflokkur................... 30861 17 1815 6/17
A lþýðubandalag..................... 24401 10 2440 1/10
A lþyðuflokkur...................... 21 580 7 3 0 82 6/7
Hve mörg uppbótarþingsæti hver þingflokkur skuli hljóta.finnstmeð þvíað deila f atkvæðatölu
hans með tplu þingmanna flokksins kosinna f kjördæmum, fyrst að viðbættum 1, síðan 2, þá 3 o. s.
frv. Uppbótarþingsætunum er síðan úthlutað til þingflokka eftir útkomunum við þessar deilingar,
þannig að fyrsta uppbótarþingsætið fellur til þess pingflokks, sem hæsta á útkomuna, annað til þess
sem a hana næsthæsta, og síðan áfram eftir hæð utkomutalnanna, uns eitt uppbótarþingsæti hefur
fallið á hverja þeirra. Þo er hér á gerð sú takmörkun, að ekki er úthlutað nema 11 uppbótarþing-
sætum, hversu mörgum sætum sem þá kynni að vera eftir að úthluta til þess að ná sem mestum
jöfnuði við hlutfallstöluna fyrir alla þingflokka. Eftir stjórnarskrárbreytinguna 1959 skal ávallt út-
hluta 11 uppbótarþingsætum, jafnvel þott fullur jöfnuður náist með færri uppbótarþingsætum. f
töflu IV (bls. 30) er sýnt, hvemig uppbótarþingsætum hefur verið úthlutað til flokkanna við kosn-
ingarnar 1979, og jafnffamt kemur þar fram, hvemig úthlutunin hefði orðið, ef haldið hefði verið
áfram að úthluta uppbótarþingsætum, þar til fenginn hefði verið sem mestur jöfnuður við þann
flokkinn, sem hefur lægsta hlutfallstölu.
A f uppbótarþingsætum, sem úthlutað var 1979, hlaut Alþýðuflokkurinn 3, Alþýðubandalagið 1
og Sjálfstæðisflokkurinn 7 uppbótarþingsæti. Þingmannatala flokkanna og meðaltal atkvæða á hvern
þingmann varð þá sem hér segir:
Sj álfstæðisflokkur 2087 11/21
Framsóknarflokkur 1815 6/17
A lþýðubandalag 2218 3/11
A lþyðuflokkur 2158
Ef halda hefði átt áfram_ að úthluta uppbótarþingsætum, þar til fenginn væri sem mestur jöfn-
uður milli þingflokkanna, þá hefði orðið að úthluta 6 viðbótarsætum eins ogsjá má af töflu IV A
(bls.30), og hefði Sjálfstæðisflokkurinnfengið3,Alþýðubandalagið 2 og Alþyðuflokkurinn 1 uppbót-
arþingsæti.
Til þess að finna, hverjir frambjóðendur þingflokks, sem hafa ekki náð kosningu í kjördæm-
um, skuli fá uppbótarþingsæti, er farið eftir atkvæðatölu þeirra í kjördæmunum, ymist beinlínis
eftir atkvæðatölu þeirra eða eftir atkvæðatölunni í hlutfalli við gild atkvæði í kjördæminu. Fyrsti
uppbótarþingmaður þingflokks verður sá, sem hefur hæsta atkvæðatölm annar sá, sem hefurhæsta
hlutfallstölu atkvæða, þriðji sá, sem hefur næsthaesta atkvæðatölu, fjórði sá, sem hefur næsthæsta
hlutfallstölu, o. s. frv. - f töflu IV B (bls. 30) er sýnd röð frambjóðenda flokkanna hvað þetta
snertir.
f töflu IV C (bls. 31) kemur fram, hvaða frambjóðendur hlutu uppbótarþingsætioghverjir urðu
varamenn.