Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1983, Blaðsíða 12
10
1983
Við kosningamar 1983 var 2971 atkvæðaseðill auður og 371 ógildur. Námu auðu seðlamirþam-
ig 2, 2% af greiddum atkvæðum, en ógildir 0, 3% af þeim.
Hve margir atkvæðaseðlar voru auðir eða ógildirf hverju kjördæmi sést ítöfluIIIA en f 2. yfir-
liti sest, hve miklum hluta þeir námu af öllum greiddum atkvæðum f kiördæminu.
7. FRAMBJÓÐENDUR OG ÞINGMENN.
Candidates and elected members of Althing.
Við kosningamar 1983 höfðu 5 aðilar framboð f öllum kjördæmum: Alþýðubandalag, Alþýðu-
flokkur, Bandalag jafnaðarmanna, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Samtök um kvenna-
lista buðu fram í Reykjavík, Reykjaneskjördæmi og Norðurlandskjördæmi eystra.Tvö svo kölluð sér-
framboð komu fram. Sérframboði framsóknarmanna f Norðurlandskjördæmi vestra varúthliraðlista-
bókstöfunum BB. Framkvæmdastjóm Framsóknarflokksins veitti til þess samþykki sittgegn áður fram
bomum mótmælum kjördæmissambands flokksins. Sérframboð sjálfstæðismanna fVestfjarðakjördæmi
var hins vegar úrskurðað utan flokka og fékk það listabókstafinn T, enda hlaut það ekki viðurkenn-
ingu kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins. Buðu þannig alls átta stjórnmálasamtök fram, og voru 556
frambjóðendur á framboðslistum.
Frambjóðendur skiptust þannig á kjördæmi:
Alls Karlar Konur
Reykjavrk 144 74 70
Reykjaneskjördæmi 60 34 26
Vesturlandskjördæmi 50 37 13
Vestfjarðakjördæmi 44 16
Norðurlandskjördæmi vestra 60 48 12
Norðurlandskjördæmi eystra 72 45 27
Austurlandskjördæmi 39 11
Suðurlandskjördæmi 60 44 16
Alls 556 361 195
Við kosningarnar 1979 voru frambjóðendur 474, 355 karlar og 129 konur. Frambjóðendur við
kosningarnar 1983 eru allir taldir með stöðu og heimilisfangi f töflu II á bls. 18.
Við kosningarnar 1983 voru f kjöri 55 þingmenn, sem sátu sem kjömir aðalmenn á næsta þingi
á undan. Af þessum frambjóðendum náðu 46 kosningu, annað hvort sem kjördæmakosnir þingmenn
eða uppbótarþingmenn. Þingmenn undanfarandi kjörtfmabils, sem voru eldti f kjöri.voru Benedikt
Gröndal, sem sagði af sér þingmennsku sumarið 1982, Guðmundur G. ÞÓrarinsson.Gunnar'Itioroddsai,
jósef H. Þorgeirsson og Steinþor Gestsson. Þeir þingmenn, sem náðu ekki _ kosningu, voru Árni
Gunnarsson, Geir Hallgrfmsson, C.uðmundur Karlsson, Ingólfur Guðnason, jóhann Einvarðssonjvfagnús
H. Magnússon^ Ólafur Ragnar Grímsson og Sighvatur Björgvinsson, svo og Stefán jónsson.enhann var
f neðsta sæti á lista sínum.
Nýkosnu þingmennirnir 14 voru: Árni Johnsen, Ellert B. Schram, Guðmundur Einarsson, Guðrún
Agnarsdóttir, Gunnar G. Schram, Jón Baldvin Hannibalsson,. Kolbrún jónsdóttir, Kristín Halldórs-
dottir, Kristfn S. Kvaran, Ragnhildur Helgadóttir, Sigrfður Dúna Kristmundsdóttir, Steingrfmur J.
Sigfússon, Valdimar Indriðason og Þorsteinn Pálsson. Tveir þessara þingmanna hafa verið kjörnir
aðalmenn á þing áður, þau Ellert B. Schram (1971-79) og Ragnhildur Helgadóttir (1956-63 og 1971-
79), ogjón Baldvin Hannibalsson tók sæti sem aðalmaður, er Benedikt Gröndal lét af þingmennsku
1982, og hafði auk þess tekið sæti áður sem varamaður. Valdimar Indriðason hefur og setið á Al-
þingi sem varamaður, en tíu hinna nýkjörnu þingmanna höfðu ekki tekiðsæti á Alþingi áður.
Eftirfarandi yfirlit sýnir, hve margir af þeim, sem þingsæti náðu við 8 sfðustu kosningar, bjuggu
f kjördæminu, sem þeir buðu sig fram f, og hve margir utan þess.
25/10 1959 1963 1967 1971 1974 1978 1979 1983
lnnanhéraðs. 49 45 49 51 50 47 49 50
litanhéraðs . 15 11 9 10 13 11 10
Samtals 60 60 60 60 60 60 60 60
Sex af utanhéraðsþingmönnum voru búsettir f Reykjavfk og fjórir f Reykjaneskiördæmi. Tveir
voru f framboði f þessum tveimur kjördæmum en 8 f öðrum kjördæmum.
f töflu III C (bls. 28) og töflu IV C (bls. 32) er getið um fæðingarár og -dag allra þeirra, sem
hlutu kosningu 1983. Eftir aldri skiptust þeir þannig:
Yngn en 30 ara
40-49 "
50-59 "
60-69 ára................... 5
70áraogeldri ............... 1
Samtals 60