Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1991, Blaðsíða 23

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1991, Blaðsíða 23
Alþingiskosningar 1991 21 8. Úthlutun þingsæta Allocation of seats in tlie Althing Þegar landskjörstjórn hafa borist allar skýrslur um kosninga- úrslit í kjördæmum eftir almennar alþingiskosningar kemur hún saman til þess að úthluta þingsætum. Akvæði kosninga- lagaumúthlutuninaeruíXIV. kaflaþein'a, ogíl 1 l.-l I5.gr. eru ákvæði um úthiutun þingsæta til landsframboða. Fara þau hér á eftir (að hluta í 9. kafla), en efni 5. gr., sem vísað er til, var rakið í 1. kafla þessa inngangs: „111. gr. Uthlutun þingsœta skv. kosningaúrslitwn í kjör- dœmum. Þingsætum hvers kjördæmis skv. a- og b-lið fyrri mgr. 5. gr. skal í fyrstu úthluta sem hér segir: 1. Deila skal tölu gildra atkvæða í hverju kjördæmi með þingsætatölu þess og kallast útkoman kjördæmistala. Brot úr heilli tölu skal fella niður. 2. Fyrst skal úthluta þingsæti þeim lista sem flest atkvæði hefur hlotið. Frá atkvæðum hans skal síðan draga kjördæmistöluna. Næst hlýtur sá listi þingsæti sem nú hefur hæsta atkvæðatölu o.s.frv. Með atkvæðatölu lista er átt við atkvæði sem listinn hlaut að frádreginni kjördæmistölu svo oft sem hann hefur hlotið þingsæti. 3. Uthlutaskalskv. ákvæðumþessarargreinarsvomörgum þingsætum að nemi 3/4 af þingsætatölu kjördæmisins. Ef þá stendur á broti skal velja næstu heila tölu fyrir ofan. Nú hefur sá listi, sem fæst atkvæði hlaut, færri atkvæði en nemur 2/3 kjördæmistölunnar og á hann þá ekki tilkall til þingsætis skv. þessari grein. Skal þádragaatkvæði listans frá gildum atkvæðum í kjördæminu og reikna kjördæmistöluna að nýju. Eigi ákvæði þessarar mgr. þá við þann lista, sem næstfæst atkvæði hlaut, skal beita því á ný, og svo oft sem þarf. Akvörðun kjördæmistölu með þessum hætti skal lokið áður en úthlutun þingsæta skv. fyrri mgr. hefst. 112. gr. Skipting óráðstafaðra þingsœta. Þingsætum skv. 5. gr., sem hefur ekki enn verið úthlutað til lista, skal skipta milli landsframboða samkvæmt ákvæðum þessarar greinar. Við þá skiptingu koma til álita þau lands- framboð ein sem hlotið hafa þingsæti skv. 111. gr. Til þess að fínna hvernig skipta ber þingsætum skv. fyrri mgr. þessarar greinar milli landsframboða skal fara þannig að: 1. Atkvæðum þeim, sem greidd hafa verið hverju landsframboði, skal deila með tölu sem er 1,2,3 o.s.frv. hærri en tala þeirra þingsæta sem það hefur þegar hlotið skv. ákvæðum 111. gr. Utkomutölurnar eru skráðar fyrir hvert framboð. 2. Þá skal úthluta þingsætum til landsframboða, einu í senn. Fyrst fer sæti til þess landsframboðs sem hæsta útkomutölu hefur. Þátöluskalsíðanfellaniður. Næst fer þingsæti til þess landsframboðs, sem nú hefur hæsta útkomutölu o.s.frv. uns öllum þingsætum hefur verið úthlutað. 113. gr. Úthlutunþingsœtaskv. kosningaúrslitumálandinu öllu. Listarsem til álita koma. Við úthlutun þingsæta, sem hefur veriðskipt ámilli landsframboða skv. 112. gr., koma til álita þeir listar einir sem hlotið hafa atkvæði sem nema a.m.k. þriðjungi kjördæmistölu eins og hún var fyrst reiknuð skv. 1 ll.grein. Þáskaleinungisráðstafaþingsætiíkjördæmisem hefur ekki þegar hlotið fulla þingsætatölu. Akvörðun kjördœmistölu. Kjördæmistölu skal einungis miða við þá lista sern til álita koma við frekari úthlutun þingsæta skv. þessari grein. í því skyni skal fylgja eftirfarandi reglum: a. Aður en úthlutun hefst skal reikna kjördæmistölur að nýju og nú að frádregnum atkvæðum og þingsætum þeirra lista sem ekki eiga rétt til sæta skv. þessari grein. b. Finna skal atkvæðatölu lista við frekari úthlutun með því að draga frá atkvæðum hans hina nýju kjördæmistölu skv. a-lið svo oft sem listinn hefur hlotið þingsæti. c. Þegar þingsæti er úthlutað til lista skv. þessari grein skal lækka atkvæðatölu hans sem nemur kjördæmistölu hverju sinni. d. Kjördæmistölur og atkvæðatölur lista, sbr. a- og b-lið, skal reikna að nýju jafnóðum og hvert landsframboð hlýtur fulla tölu þingsæta. Afangar við úthlutun þingsœta. Þingsætum skv. þessari grein skal úthluta í fjórum áföngum. Úthluta skal sæti hverju sinni til þess lista sem hefur hæst hlutfall atkvæðatölu af kjördæmistölu. Halda skal áfram úthlutun innan hvers áfanga svo lengi sem unnt er og ljúka henni og ákvörðun kjördæmistölu, ef þörf krefur, áður en úthlutun samkvæmt næsta áfanga hefst. 1. áfangi: Fyrst skal úthluta þingsætum til lista með atkvæðatölu sem nemur4/5 af kjördæmistölu eða meira. Þessum áfanga lýkur jafnskjótt og ekki finnast fleiri slíkar atkvæðatölur, enda hafi ákvæði d-liðar 2. mgr. áður verið beitt ef við á. 2. áfangi: Næst skal ráðstafa einu þingsæti, ef unnt er, til hvers kjördæmis sem ekki hlaut úthlutun í fyrsta áfanga. I þessum áfanga skal þó ganga fram hjá lista hafi hann ekki fengið a.m.k. 7% gildra atkvæða í kjördæmi sínu. 3. áfangi: Þá skal ljúka úthlutun í öllum kjördæmum. 4. áfangi: Loks skal úthluta þingsæti skv. c-lið fyrri mgr. 5. gr. Kemur það í hlut þess landsframboðs sem nú skortir þingsæti að lokinni skiptingu sæta skv. 112. gr. Skal úthluta sætinu skv. stafliðum a-e: a. Finna skal hvað atkvæði þeirra lista, sem til greina koma, sbr. 1. mgr., nema hárri hlutfallstölu af kjördæmistölu eins og hún var fyrst reiknuð skv. þessari grein. b. Hlutfallstölurnar skal leggja saman og deila samtölu þeirra með tölu þingsæta sem landsframboðið á að fá skv. 11 l.og 112.gr.ognefnistútkomanmeðalhlutfalI. c. Akvarða skal nýja kjördæmistölu í þessum áfanga með því að margfalda kjördæmistölu skv. a-lið með meðalhlutfalli. d. Reikna skal listunum atkvæðatölur að nýju. Er það gert með því að draga frá atkvæðum hvers lista kjördæmistölu skv. c-lið, jafnoft og listinn hefur hlotið þingsæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Hagskýrslur um kosningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.