Fréttablað - 01.03.1966, Síða 1

Fréttablað - 01.03.1966, Síða 1
KIWAN ISKLÚ BBURI N N HEKLA 1 FRETTABLAÐ AVARP RITSTJÖRA 1. tbl. aarz 1966 1. árg. Kæru Kiwanisbræður. Síðan klúbbur okkar var stofnaður fyrir rúmum tveim árum hefur rignt yfir okkur svokölluðum "bulletins" eða fréttablöðum frá Kiwanisklúbbum víðs vegar í heiminum, og hefur jafnan fylgt þeim beiðni um að við sendum þeim eintak af fréttablaði okkar. Svo virðist sem sérhver Kiwanisklúbbur telji óhugsandi annað en að gefa reglulega út fréttablað, og var því ákveð- ið að bíða ekki lengur með framkvæmdir, og hér birtist því fyrsta tölublaðið. Við uppsetningu og form blaðsins hef ég einkum stuðst við "Borealis Flashes", sem er fréttablað Kiwanisklúbbsins í Fairbanks, Alaska, en sá klúbbur hefur sent okkur eintak af hverju tölublaði þess marga undanfarna mánuði. Ætlunin er að blað þetta komi út mánaðarlega, og verður það jafnan sent öllum meðlimum klúbbsins í pósti, þeim algjörlega að kostnaðarlausu. KIWAMIS INTERWATIOWAL-EUROPE Stjórn Kiwanis International hefur nýlega samþykkt stofnun Evrópusam- bands Kiwanisklúbba, og mun endanlega gengið frá henni strax og Evrópu- klúbbarnir eru orðnir 100 að tölu. Innan Evrópu verða sex umdæmi (districts) eins og hér segir: 1) Italía, Liechtenstein og Sviss 2) Austurríki, Þýzka- land 3) Belgía, Frakkland, Holland, Lúxembúrg og Mónakó 4) Danmörk, Island, Woregur og Svíþjóð 5) Bretland, Irland 6) Grikkland, Tyrkland. Til að umdæmi hljóti staðfestingu Kiwanis International, þurfa að vera minnst fimm klúbbar innan þess. Eftir að tala klúbba innan sama umdæmis er orðin 10 eða meira, má skipta umdæminu í deildir (divisions), sem nái yfir 5 til 10 klúbba hver. EVRÓPUÞIMG KIWAWIS Þing Kiwanisklúbbanna í Evrópu verður haldið í Vín 21. og 22. maí, og er Arnór forseti sjálfkjörinn sem annar fulltrúi okkar á þinginu, en Júlíus varaforseti hlaut kosningu sem hinn. Til vara voru kosnir ritari og erlendur ritari, þeir ólafur J. Einarsson og Þórir Hall. r * KIWAMIS MAGAZIWE Vararitstjóri Kiwanis Magazine hefur óskað eftir svart/hvítum Ijós- myndum úr væntanlegri skemmtiferð okkar með vistfólk Hrafnistu 1 sumar. Þó að nægur tími sé til stefnu, ætla ég að minna ykkur á að gleyma nú ekki því að taka myndavélarnar með ykkur, þegar lagt verður af stað. Ein eða fleiri af myndunum mun birtast í Kiwanis Magazine undir orðunum "Kiwanis in Action". FUMDAREFMI A næsta almenna fundi, þriðjudaginn 29. marz, hlotnast okkur sú ánægja að hlýða á borgarstjórann í Reykjavík, hr. Geir Hallgrímsson, en hann verður gestur klúbbsins og fyrirlesari á fundinum. Já, vel £ minnst. Samkvæmt meðlimaskrá okkar erum við 83 að tölu, en á síðasta almenna fundi mætti 51 .... Hvað varð um hina??? ... Sýnið nú viljann í verki og mætið allir á næsta fundi, - engan má vanta.

x

Fréttablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablað
https://timarit.is/publication/1177

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.