Skólavarðan - 01.08.2009, Blaðsíða 12

Skólavarðan - 01.08.2009, Blaðsíða 12
12 SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 9. ÁRG. 2009 NÁMSGÖGN Það er í einu orði sagt ofboðslega skemmti- legt að sækja Skólavefinn heim. Andrúms- loftið er kokteill af frumkvöðlahugsun, gleði, samvinnu og því besta frá staðal- myndinni af nörd, áráttukenndum áhuga á viðfangsefninu. Á þriðja þúsund íslenskra heimila eru með áskrift hjá Skólavefnum og fer fjölgandi þegar líður á skólaárið. Um 95 prósent grunnskóla á landinu nota Skólavefinn, leikskólar hafa sína eigin síðu á vefnum og nú er kominn undirvefur fyrir framhaldsskólann, Framhaldsskóli.is. Skólavefurinn er því farinn að þjónusta nemendur frá leikskóla og að háskóla. Það var heitt á könnunni þegar ég datt inn og spjallaði við þá Pál Guðbrandsson markaðs- og kynningarstjóra og Ingólf B. Kristjánsson ritstjóra og námsefnishöfund. „Okkar kredda,“ sagði Páll, „er að nýta alla miðla. Hljóð, mynd, hreyfimynd og gagn- virkt tölvuefni.“ „Þannig teljum við að við getum náð til sem flestra nemenda,“ bætir Ingólfur við. „Ef þú lærir ekki af því að lesa efni getur verið að það opnist fyrir þér ef þú heyrir það lesið upp fyrir þig. Og svo framvegis.“ „Ingólfur er algjör hamhleypa til verka,“ segir Páll brosandi. „Hann setur inn nokkra nýja efnisþætti á dag. Enda erum við að fara að endurnýja viðmótið okkur til að koma þessu öllu fyrir á sem mest aðlaðandi og aðgengilegastan máta.“ Að losna úr fjötrum Fleiri nýjungar eru hjá Skólavefnum en fram- haldsskólavefurinn og má þar fyrst nefna heildstætt námsefni í íslensku fyrir miðstig grunnskóla, 5. - 7. bekk, sem er byrjað að kenna í Sjálandsskóla og fer í útgáfu nú í september. Þetta eru þrjár lesbækur og þrískipt vinnubók á lausblöðum, allt til að setja í möppu. Námsefnið tekur til allra þátta námskrár og framsetning þess er með öðrum hætti en áður hefur tíðkast. Allir textar lesbókanna eru fánlegir sem hlustunarskrár á neti í þremur útgáfum, lesnir upp af konu, af karli og loks í hægum lestri. Það sem hefur vakið sérstaka athygli og ánægju meðal kennara er meðal annars að allir nemendur hafa eins útlítandi möppur þótt þeir séu ekki allir með samskonar námsefni og þar með eru þeir nemendur sem vinna ef til vill hægar eða á annan hátt ekki sérmerktir sem slíkir. Aukaverkefni eru til í fleiri útgáfum á vefnum, bæði léttari og þyngri en grunnurinn, þau er hægt að prenta út og smella í möppuna. Auk þess eru til lesbækur með stærra letri og auknu bili á milli orða. Í fyrstu atrennu verður nýbúastuðningur á ensku og pólsku og fyrirhugað er að bæta fleiri tungumálum við. Efnisspurningar og orðskýringar eru á þessum tungumálum auk íslensku og á vef er einnig hægt að fá hugtakaskýringar á öllum tungumálunum þremur. Gagnvirkni er í hávegum höfð og öll verkefni sem á annað borð geta verið gagnvirk eru sett á vefinn í því formi. Höfundar heildstæða íslensku- námsefnisins eru þeir Baldur Hafstað. Ing- ólfur B. Kristjánsson, Sigurður Konráðsson og Þórður Helgason. Námsefnið dregur nafn sitt af fjötrunum sem héldu Fenrisúlfi: Læð- ingur, Drómi og Gleypnir. Það má því að segja að fjötrar fáviskunnar losni af manni, einn af öðrum, eftir því sem náminu vindur fram! Bókaútgáfa, saga og stærðfræði Að frátaldri vefútgáfu er Skólavefurinn er líka farinn að prenta námsbækur. Gagnvirkni er á milli vefjarins og prentbókanna, því öllum bók- unum fylgir stuðningsefni á vef og margar þeirra eru líka fáanlegar sem vefbækur. Prentútgáfan hófst í fyrra og búið er að gefa út tuttugu og sex titla. Nú þegar hafa verið seldar um fimmtán þúsund bækur. Í deiglunni er námsefni þar sem öll Íslandssagan er tekin fyrir, ein öld í senn. Mikið er stuðst við tímalínur í þessar metn- aðarfullu útgáfu sem lítur dagsins ljós á vetri komanda og er fyrir nemendur frá og með 5. bekk og upp í framhaldsskóla. Þá er um það bil að verða tilbúið námsefni um heimsstyrjaldirnar tvær. Dr. Geir Sigurðs- son á veg og vanda af þessu efni og systir hans, Mjöll Gunnarsson kvikmyndagerðar- maður og veitingahúsaeigandi í Kólombíu, hefur tekið heimildaviðtöl í mynd við breska hermenn og gyðinga af meginlandinu sem flúðu til Bretlands í seinni heimsstyrjöldinni. Þess má geta til gamans að argentínskur unnusti Mjallar hefur myndskreytt talsvert fyrir Skólavefinn. Á vefnum Framhaldsskóli.is eru tveir magn- aðir stærðfræðivefir. Annar heitir Stærðfræðiskýringar. Þar eru útskýrð öll helstu hugtök sem nemendur í efri bekkjum grunnskólans og fyrstu áföng- um framhaldsskóla eiga að ná tökum á í stærðfræði, bæði í texta og með mynd- bandskennslu. Þetta eru alls um áttatíu hug- tök og eitt til fjögur kennslumyndbönd fylgja hverju verkefni. Hinn vefurinn heitir Stærðfræðikennarinn. Þetta námsefni er samið af kennurum í ellefu breskum háskólum með gífurlega háum ríkis- styrkjum. Skólavefurinn.is festi kaup á því síð- asta vetur en það skemmtilega er að grunn- hugmyndin er fyllilega sambærileg við Stærð- fræðiskýringar. Stærðfræðikenninn tekur við þar sem Stærðfræðiskýringum sleppir og kynn- ir til sögunnar flóknari hugtök. Ingólfur og Páll hvetja nemendur, kenn- ara og foreldra til að hringja eða senda tölvupóst ef vantar upplýsingar um eitthvað tengt Skólavefnum.is og Framhaldsskóla. is. „Við heimsækjum líka skóla,“ segja þeir félagar sem hafa farið vítt og breitt þessara erinda á stór-Reykjavíkursvæðinu og einnig á haustþing til Akureyrar og víðar. Síminn er 551 6400 og netfangið skolavefurinn@ skolavefurinn.is keg Skólavefurinn.is Stjórn Námsleyfasjóðs hefur ákveðið að við úthlutun verði sett í forgang nám sem tengist kennslu í lestri og læsi. Skal allt að 1/3 námsleyfa úthlutað vegna þessa. Umsækjandi, sem æskir námsleyfis, skal fullnægja eftirfarandi skilyrðum og skuldbindingum, sbr. reglur Námsleyfasjóðs: Hafa gegnt kennslustarfi í 10 ár samtals, í eigi minna en hálfu starfi, og verið í starfi sl. fjögur ár. Vera fastráðinn starfsmaður sveitarfélags eða aðila sem stofnað er til með samstarfi sveitarfélaga og taka laun samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna grunnskólans. Ljúka 60 ECTS eininga háskólanámi eða sambærilegu námi, miðað við 1/1 námsleyfi, og skal námið miða að því að nýtast viðkomandi í því starfi sem hann er Námsleyfi grunnskólakennara og skólastjórnenda 2010–2011 ráðinn til að sinna. Að loknu námsleyfi skal námleyfishafi senda stjórn sjóðsins innan fjögurra mánaða staðfest vottorð skóla um nám í námsleyfinu. Enginn getur fengið hærri fjárhæð í námsleyfi en sem nemur tveggja ára föstum launum á starfsævi viðkomandi. Laun í námsleyfi miðast við starfshlutfall námsleyfisþega næsta ár áður en námsleyfi hefst eða meðaltal síðustu þriggja ára ef það er hærra. Umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi. Rafræn umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga www.samband.is. Nánari upplýsingar um Námsleyfasjóð veitir Guðfinna Harðardóttir í síma 515 4900 eða í tölvupósti á gudfinna.hardardottir@ samband.is. Umsóknarfrestur um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla fyrir skólaárið 2010–2011 er til og með 12. október 2009. Páll Guðrandsson markaðs- og kynningarstjóri, Jökull Sigurðsson framkvæmdastjóri og Ingólfur B. Kristjánsson ritstjóri og námsefnishöfundur.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.